Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Noröurland DV » MINNAST Benedikt Björgvinsson vinnur að upp- setningu jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. STORA SKJALFTANS „Hugmyndin byggist aðallega á því að fyrir 30 árum var mikil skjáfta- hrina á Kópaskeri," segir Benedikt Björgvinsson, forstöðumaður jarð- skjálftaseturs á Kópaskeri. „Skjálft- arnir hófust í árslok 1975 og náðu hámarki þegar skjálfti af stærðinni 6,2 á Richter reið yfir svæðið," segir Benedikt en skjálftinn lifir enn sterkt í manna minnum svæðinu. Benediktsegirmarkmiðsetursinsað tengja upplifim þeirra sem á svæðinu voru og þær orsakir sem liggja að baki honum. „Stór hluti bæjarbúa þurfti að flytjast á brott um tíma," en sjálfur fluttist Benedikt ekki á Kópasker fyrr en tíu árum eftir skjálftann. „Ástæða þessa mikla skjálfta er að ísland er á mörkum Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans." Benedikt segir þó að setrið sé enn á byrjunarstigi. „Við erum rétt að fara af stað með þetta. Við ætlum að setja á laggimar fyrstu sýninguna í sumar í gnmnskólanum," en eins og gefur að skilja stendur hún bara þangað til nemendur snúa aftur úr sumarfríi. „Draumurinn er auðvitað að kaupa eða byggja húsnæði undir setrið en þetta er ágætisbyrjun," segir Benedikt sem þegar hefur fengið mikið af sögum og myndum frá þessum tíma. Tilraunahola Holan sem nú erverið að bora mun ná niður á tveggja kllómetra dýpri. Hverfell sést (bakgrunni. „Holan er orðin þrjú hundruð metra djúp nú þegar," segir Bjarni Pálsson hjá Landsvirkjun um nýja borholu sem fyrirtækið Jarðboran- ir vinnur nú að fyrir Landsvirkjun. „Núna er verið að steypa stálfóðringu." Aðeins er um hálfur mánuður síðan vinna hófst við nýju holuna í Bjarnarflagi. Orkuna úr borholunni á að nýta til nýrrar virkjunar sem líta mun dagsins ljós innan tíðar. Eldri virkjun í Bjarnarflagi er orðin nánast úreit og segir Bjarni að aukin eftirspurn eftir raforku sé fyrirsjáanleg, einkum ef álver verði reist á Bakka við Húsavík. Nýja borholan í Bjarnarflagi er svokölluð tilraunahola. „Þetta er heilmikil vinna á bak við sem er unnin markvisst. Það er gert ákveðið hugmyndalíkan af svæðinu og eldri holurnar eru á afmörkuðu svæði og í þessu tilviki viljum við kanna svæði sem hefur ekki verið kannað áður," heldur Bjarni áfram. Hann segir að holan sé boruð með fláa, um 2.500 metra til norðausturs. „Þetta gerum við til þess að lágmarka rask, bæði á yfirborði og lögnum. Þarna var fyrst boruð hola beint niður þannig að það er verið að bora aftur en nú á ská út frá sama stað. Við verðum komnir í lárétta færslu út, um einn kílómetra og rúma tvo kílómetra niður í jörðina þegar yfir lýkur." Háhitasvæðið í Bjarnarflagi er, til þess að gera, lítið notað og ókannað svæði. Þar leynist mikill jarðvarmi sem hægt er að virkja. Tilraunaboranir hafa einnig staðið yfir á Þeistareykjum um nokkurt skeið. Þar er um að ræða svokallaðar djúpboranir sem ná niður á allt að fimm kílómetra dýpi. Talið er að með slíkum djúpborunum megi ná mun meiri afköstum úr hverri borholu. Landsvirkjun áætlar að bora fimm nýjar holur á Norðausturlandi á þessu ári. benn/@ dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.