Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008
Norðurland DV
Hólar í Hjaltadal
Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal var
reist á miðri átjándu öld og er elsta
steinkirkja á (slandi. Háskólinn á
Hólum er í baksýn.
\ 53
** ■«
II BS
- ^
Með dyggðunum Tólf dyggðamyndir voru
málaðar I Hólakirkju þegar hun var reist.
,,Hó ladyggðlrnar hafa lifað lengi," segir Jón
Aðalsteinn, vígslubiskup á Hólum.
Vígslubiskupinn á Hólum í
Hjaltadal, Jón Aðalsteinn
Baldvinsson, segir frá fyrsta
prentverki á íslandi. Þar voru
viðhorf landsmanna til trúar,
dyggða og siðfræði mótuð
af kirkjunnar mönnum. Jón
lýsir því hvernig hugmyndir
íslendinga um grundvallar-
dyggðir hafa haldist svipað-
ar frá miðöldum.
Fyrsta bókaútgáfa og prentverk
á íslandi var um 250 ára skeið starf-
rækt á Hólum í Hjaltadal. „Það er
gaman fyrir Hólamenn að minn-
ast þessa merka tímabils sem hafði
mótandi áhrif á alla íslendinga, að
einhverju leyti alveg fram á þennan
dag," segir Jón Aðalsteinn Baldvins-
son, vígslubiskup í Hólastifti.
Jón bendir á að alveg frá miðri
sextándu öld og fram undir árið 1800
hafl prentverkið að Hólum í Hjalta-
dal ekki aðeins verið hið eina á land-
inu, heldur eina prentverkið utan
Kaupmannahafnar í danska kon-
ungsveldinu.
Fyrsta bókaútgáfan
„Fjölmargt af þeim bókum og
ritum sem hér voru gefin út hafði
gríðarlega mikil og mótandi áhrif á
íslensku þjóðina. Þar verður kannski
fremst að telja Passíusálma Hallgríms
Péturssonar. Passíusálmarnir höfðu
mikil áhrif á trúarvitund lands-
manna, en hérna kemur líka til
sögunnar húspostilla Jóns Vídalíns,"
segir Jón. „f Vídalínspostillu var
fjallað á mjög áhrifaríkan hátt um
siðfræði og dyggðir," bætir hann við.
Komið hafl á daginn að hugmynd-
ir fólks um dyggðugt líferni hafi ekld
breyst mikið frá miðöldum. „Gallup
gerði könnun árið 2000 þar sem at-
hugað var hvað nútímafólk teldi til
dyggða. Það kom í ljós að hugmyndir
íslendinga eru fremur svipaðar í dag
og þær voru á öldum áður, jafnvel
þótt nöfnin og hugtökin hafl breyst."
Hóladyggðirnar
í Hólakirkju, sem var reist á
miðri átjándu öld, er að finna tólf
málaðar myndir sem lýsa dyggð-
um. Þar á meðal eru höfuðdyggð-
irnar sjö, sem hafa verið í mikium
metum alveg frá miðöldum. „Það
var Þórunn Valdimarsdóttir sagn-
fræðingur sem gerði úttekt og sam-
anburð á gömlu höfuðdyggðun-
um og því sem nútímafólk telur til
dyggða. Þórunn færir sannfærandi
og skemmtileg rök fyrir því að-hug-
myndir fólks um dyggðir séu ná-
skyldar þeim sem voru á öldum
áður," segir Jón.
Hann telur að tónninn hafi verið
settur á Hólum þegar Jón frá Kast-
hvammi í Laxárdal málaði dyggða-
myndirnar sem enn eru í Hóla-
dómldrkju. Jón málaði myndirnar
fyrir Gísla biskup, sem reisti Hóla-
dómkirkju, fyrstu steinkirkjuna á
íslandi. „Það er augljóst að Hóla-
dyggðirnar hafa lifað lengi."
sigtryggur@dv.is