Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Norðurland DV Hólar í Hjaltadal Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal var reist á miðri átjándu öld og er elsta steinkirkja á (slandi. Háskólinn á Hólum er í baksýn. \ 53 ** ■« II BS - ^ Með dyggðunum Tólf dyggðamyndir voru málaðar I Hólakirkju þegar hun var reist. ,,Hó ladyggðlrnar hafa lifað lengi," segir Jón Aðalsteinn, vígslubiskup á Hólum. Vígslubiskupinn á Hólum í Hjaltadal, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, segir frá fyrsta prentverki á íslandi. Þar voru viðhorf landsmanna til trúar, dyggða og siðfræði mótuð af kirkjunnar mönnum. Jón lýsir því hvernig hugmyndir íslendinga um grundvallar- dyggðir hafa haldist svipað- ar frá miðöldum. Fyrsta bókaútgáfa og prentverk á íslandi var um 250 ára skeið starf- rækt á Hólum í Hjaltadal. „Það er gaman fyrir Hólamenn að minn- ast þessa merka tímabils sem hafði mótandi áhrif á alla íslendinga, að einhverju leyti alveg fram á þennan dag," segir Jón Aðalsteinn Baldvins- son, vígslubiskup í Hólastifti. Jón bendir á að alveg frá miðri sextándu öld og fram undir árið 1800 hafl prentverkið að Hólum í Hjalta- dal ekki aðeins verið hið eina á land- inu, heldur eina prentverkið utan Kaupmannahafnar í danska kon- ungsveldinu. Fyrsta bókaútgáfan „Fjölmargt af þeim bókum og ritum sem hér voru gefin út hafði gríðarlega mikil og mótandi áhrif á íslensku þjóðina. Þar verður kannski fremst að telja Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Passíusálmarnir höfðu mikil áhrif á trúarvitund lands- manna, en hérna kemur líka til sögunnar húspostilla Jóns Vídalíns," segir Jón. „f Vídalínspostillu var fjallað á mjög áhrifaríkan hátt um siðfræði og dyggðir," bætir hann við. Komið hafl á daginn að hugmynd- ir fólks um dyggðugt líferni hafi ekld breyst mikið frá miðöldum. „Gallup gerði könnun árið 2000 þar sem at- hugað var hvað nútímafólk teldi til dyggða. Það kom í ljós að hugmyndir íslendinga eru fremur svipaðar í dag og þær voru á öldum áður, jafnvel þótt nöfnin og hugtökin hafl breyst." Hóladyggðirnar í Hólakirkju, sem var reist á miðri átjándu öld, er að finna tólf málaðar myndir sem lýsa dyggð- um. Þar á meðal eru höfuðdyggð- irnar sjö, sem hafa verið í mikium metum alveg frá miðöldum. „Það var Þórunn Valdimarsdóttir sagn- fræðingur sem gerði úttekt og sam- anburð á gömlu höfuðdyggðun- um og því sem nútímafólk telur til dyggða. Þórunn færir sannfærandi og skemmtileg rök fyrir því að-hug- myndir fólks um dyggðir séu ná- skyldar þeim sem voru á öldum áður," segir Jón. Hann telur að tónninn hafi verið settur á Hólum þegar Jón frá Kast- hvammi í Laxárdal málaði dyggða- myndirnar sem enn eru í Hóla- dómldrkju. Jón málaði myndirnar fyrir Gísla biskup, sem reisti Hóla- dómkirkju, fyrstu steinkirkjuna á íslandi. „Það er augljóst að Hóla- dyggðirnar hafa lifað lengi." sigtryggur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.