Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 60
60 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Fókus DV «C < ■* CONFLICT: ** DENIEDOPS UkJ fl^^~ Skotleikur/Hasarleikur PS3 TÖLVULEIKUR þegar maður spilar ásamt félaga, en þegar maður spilar einn lendir maður oftar en ekki í því að þurfa að hlaupa fram og til baka með gæjana, sem er fáránlegt. Grafíkin í leiknum er ekki góð og alls ekki á pari við það sem komið hefur á Playstation 3 undanfarið. f raun er eins og leikurinn komi nokkrum árum of seint, því fyrir einhverjum Andspænis verölainni Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýndi um liðna helgi leikritið Elntak í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar og Vignis Rafns Valþórssonar. Viðfangsefni verksins er einstald- ingurinn andspænis veröldinni og hvort tilvera okkar hafi eitt- hvert vægi hér á jörðinni. Notast er við svokallaða „devised" eða samsetta aðferð sem felur í sér að í upphafl ferlisins er hvorki hand- rit né hlutverk, einungis hug- myndaflug leikara og leikstjóra. f gegnum tíðina hafa ótal margir þjóðþekktir einstaklingar stigið sín fýrstu spor í leikritum leikfé- lags MH, þar á meðal Karl Ágúst Úlfsson, Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Björn Thors. Næstu sýningar eru í kvöld, föstu- dag og laugardag. Nánari upplýs- . ingar á nfmh.is Englar í dúr Myndverkamaðurinn gjess opnaði sýningu sína Englar í dúr í Gallerí Hún & Hún á Skólavörðustíg um síð- ustu helgi. Gjess er eitt af birtingar- formum Guðjóns Sigvaldasonar leik- stjóra en þetta er tólfta einkasýning hans. Guðjón hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum og hannað fjölmargar leikmyndir. Guðjón vinn- ur myndverk sín í olíupastel á dag- blaðapappír, prentaðan sem óprent- aðan. Sýningin stendur fram í apríl. SÝNING UM GUNNAR ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÖTTIR menntamálaráðherra opnar sýninguna GUNNAR GUNNARSSON 0G DANMÖRK í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 12. Við opnunina flytur JÓN YNGVI JÓHANNSSON, sem nú vinnur að ritun ævisögu Gunnars, stutt erindi um óbirta sögulega skáldsögu. Þá munu erfingjar skáldsins afhenda Landsbókasafni síðustu gögn frá fjölskyldunni til varðveislu (handritadeild safnsins. Dagskránni lýkur klukkan 13.15. Götumyndir Rósa Sigrún Jónsdóttir opnar á morgun sýningu sína Götumyndir í Start Art, Laugavegi 12b. Þar vinn- ur hún með mismunandi efni og miðla en tilurð verkanna er að finna í þeirri veröld sem opnast fólki við að skoða staði á korti, aftur og aftur. Rósa Sigrún útskrifaðist frá Listahá- skóla fslands árið 2001 og hefur tek- ið þátt í margvíslegum listverkefn- um síðan. Opnunin verður klukkan 17 en sýningin stendur til 2. apríl. SVEITABALL ÁNASA Góðir skotleikir hafa dunið á tölvuleikjaunnendum upp á síð- kastið. Þá er ég helst að tala um leiki á borð við Call of Duty eða Halo, sem eru svo góðir að aðrir leikir blikna í samanburði og ef horft er tíu ár aft- ur í tímann er ótrúlegt hverju þess- ir menn hafa áorkað í þeirri list að gera gott ofbeldi enn betra. Leikur- inn Conflict: Denied Ops kemur á hræðilegum tíma. Því hann bætir akkúrat engu við þessa fyrrnefndu leiki, og skilur mann eiginlega eft- ir með óbragð í munninum, vilji maður fara að bera saman. Leikur- inn er svokallaður Co Ops-leikur, þar sem leikmenn stjórna tveimur náungum. Leikurinn er mun betri árum hefði Denied Ops þótt guðs- gjöf. Söguþráðurinn er alveg jafn- óspennandi og restin af leiknum, en leikmenn stjórna CIA-mönnum sem þurfa að klekkja á alþjóðleg- um hryðjaverkamönnum. Spilun- in hins vegar verður af og til nokk- uð skemmtileg. Sérstaklega þar sem hægt er að rústa gjörsamlega öllu í leiknum. Stórir skotbardagar geta því orðið skemmtilegir, en þá er eins mikið kaos og hægt er að hugsa sér í einum leik. Denied Ops er ekki góður skotleikur, en gæti þó glatt þá allra ofbeldissjúkustu. Per- sónulega ætla ég að bíða eftir Army of Two fyrir sveitt co op session með félögunum. Dóri dna Conflict: Denied Ops Svona la-la skotleikur. stúlka sem á eftir að láta í sér heyra meira. Ég hugsa að ég myndi kaupa plötuna hennar. Húsið tekið að fyllast og stemn- ingin að verða rafmögnuð. Biðin eftir Hjálmum. Með þremur plöt- um hafa þeir sungið sig inn í þjóð- ina. Dyggur stuðningshópur sem lætur sjá sig á öllum tónleikum var mættur. Þegar þeir loksins mættu og þægilegir tónar fóru að hljóma fylltist dansgólfið. Ótrúlegt hvað líf- ið verður alltaf auðvelt þegar mað- ur heyrir í þeim. Allt rennur svo vel í gegn. Breytingar á bandinu hafa bara verið til góðs. Flís- strákarnir smella inn og gaman var að sjá líf- lega sviðsframkomu hjá Davíð Þór, þrátt fyrir að það passaði kannski ekki inn. Steini söng eins og engill eins og alltaf. Bjórinn var á tilboði og lífið var fullkomið. Hljómsveitin spilaði í heila þrjá tíma og er hægt að fullyrða að hún hafi spilað fyrir allan peninginn. Fátt er leiðinlegra en hljómsveit sem spilar of stutt. Stemningin í húsinu var eins og á sveitaballi. Ég hefði átt að mæta í gúmmískón- um í stað stígvélanna, þá hefði ég dansað meira. Hjálmar sungu sig inn í hjarta mitt á laugardaginn og mun ég ekki láta mig vanta á næsta giggi. Það er á hreinu. asdis@dv.is Bjórdagurinn 1. mars og stefn- an var tekin á NASA. Ástæðan var Hjálmar. Tilhlökkunin var gríð- arleg þar sem ég missti af síðustu tónleikum þeirra í nóvember. Ég var búin að ákveða að ég skyldi ekki missa af þessum. Var mætt nógu snemma til að ná mér borði en uppgötvaði svo að það yrði erf- itt að sitja við tóna þeirra. Upphit- unaratriðið byrjaði í kringum mið- nætti og var það ung stúlka sem kallar sig Dísa. Dísa heitir Brynd- ís Jakobsdóttir og er dóttir Stuð- mannanna Ragnhildar Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar. Það var því ekki annars að vænta en að hún kynni eitthvað. Stúlkan HJÁLMAR ★★★★'^ &DÍSA NASA 1. mars 2008 TONLEIKAR birtist með sítt hárið greitt fram og minnti örlítið á Janis Joplin heitna. Lögin hennar og söngur minntu einnig á hana. Með magnaða sviðsframkomu og gott sjálfstraust náði hún að heilla flesta í kringum mig. Ef Dísa hefur samið öll lögin sín sjálf hefur hún staðfest það að hún er dóttir foreldra sinna sem hafa í gegnum tíðina farið algjör- lega sínar eigin leiðir. Dísa er ung

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.