Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2008, Page 15
PV Sport ÞRIÐJUDAGUR 1. APRlL 2008 15 Þriðjudagur 1. apríl 2008 Benedikt Guðmundssyni, þjálfara íslandsmeistara KR í körfuknattleik, var létt eftir sigur á ÍR. EKKITILBÚNIR í SUMARFRÍ Benedikt Guðmundssyni, þjálf- ara íslandsmeistara KR, var gríðar- lega létt eftir nauman sigur liðsins á fR í átta liða úrslitum Iceland Ex- press-deildarinnar. Þar með tryggði liðið sér oddaleik sem fram fer á fimmtudag um sæti í undanúrslit- um. „Ég myndi segja að þetta væri karaktersigur. Við vorum einfaldlega ekki tilbúnir til þess að fara í sumar- frí,” sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir sigurleik gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express- deildar karla í körfubolta í gær. KR-ingar unnu þá leik tvö í ein- víginu, 86-80, eftir framlengdan leik þar sem ÍR-ingar leiddu bróðurpart- inn af leiknum. „Þetta leit ekki vel út á tímabili fyrir okkur en þá fórum við að gera breytingar. Við skiptum um varnir og reyndum nýja hlutí sem virkuðu. Þetta var ósköp svip- að og í fyrsta leiknum þar sem okk- ur vantaði þriggja stíga skot og víta- hittni. Um leið og það fór að detta inn kom þetta hjá okkur. Ég veit ekki hvað við ldikkuðum á mörgum vítum í dag. Það fóru þret- tán forgörðum í fyrsta leiknum og þetta var eitthvað svipað. Ég var alltaf að bíða eftir því að við færum að setja stóru skotín niður og þau fóru að detta undir lokin,” sagði Benedikt sem hafði varað alla við að þetta yrði ekki auðveld sería fyr- ir meistarana. „Ég hef aUtaf talað um að þetta yrði stórhættuleg sería fyrir okkur enda ÍR-liðið mjög gott lið. Þetta lið á ekkert að vera í sjöunda sæti í deildinni, það á að minnsta kosti að vera í topp fimm,” sagði Bene- dikt að lokum. tomas@dv.is Benedikt Guðmundsson Þjálfari KR var sigurreifur í leikslok.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.