Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 2
Fréttir DV 2 FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008 aSW. . - - Il-t Brunaæfing í bígerð Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í hjálparæfingu í Menntaskólan- um við Hamrahlíð á laugardag. Æfingin snýst um bruna í blokk í Eskihlíðinni og rýma þarf tvær blokkir í kjölfarið. Til að gera æfinguna sem raunverulegasta er óskað aðstoðar sjálfboðaliða. Hver fær sérstakt hlutverk til að leika en allir verða þeir þolendur sem skrá sig inn í fjöldahjálpar- miðstöð. Æfingin hefst klukkan tólf á hádegi. Ahugasamir sendi póst á thora@redcross.is. Valdþreyta í ákvarðanatöku Bjarni Harðarson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, ósk- ar eftir skriflegum svörum frá samgönguráðuneytinu um málefni Gríms- eyjarferju og hvern- ig verði tekið á því að verklagsregl- um ráðuneytisins var ekki fylgt eftir. „Það liggur fyrir yfirlýsing ráðuneyt- isstjóra um að þarna hafi stjórn- sýslan ekki verið góð. Grímseyj- arferjumálið er eitthvað sem þarf að læra af," segir Bjarni og segir Grímseyjarferjumálið hafa ein- kennst af valdþreytu í ákvarðana- töku. Bjarni vonast eftir skjótum svörum ffá samgönguráðherra. Sautján ára stúlkaá150 Sautján ára stúlka var tekin fyrir hraðaksmr á Reykjanes- braut, sunnan Hafiiarfjarðar, í fyrrinótt, en bíll hennar mældist á 153 kílómetra hraða. Á þessum hluta vegarins er 90 kílómetra hámarkshraði. Spurð um akst- urslagið sagðist stúlkan vera að flýta sér í bæinn. Hún hefur ekki áður komið við sögu hjá lög- reglu. Nokkrir aðrir voru teknir fyrir hraðakstur í umdæminu í gær en brot þeirra voru ekkert í líkingu við þetta. Aukiðfjármagní heilbrigðismál Heildarútgjöld til heilbrigðis- mála aukast ár ffá ári og námu í fyrra um 117 milljörðum króna. Þar af var hlutur hins opin- bera um 97 milljarðar en hlut- ur einkaaðila 20 milljarðar. Af heildarútgjöldum hins opinbera runnu 19 prósent til heilbrigðis- mála. Útgjöld á hvern íslending vaxa einnig lítillega á milli ára. Þegar miðað er við hin OECD- ríldn er fsland í 10. til 11. sæti yfir þá sem veita mest hlutfall af vergri landsframleiðslu í heil- brigðismál. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir hann og Magnús Pétursson, fyrr- verandi forstjóra Landspítalans, hafa átt í ágætu samstarfi. Magnús hætti hjá stofnun- inni á mánudag eftir níu ára starf. Slv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir Magnús einn liprasta og öflugasta embættismann landsins. Hún segir hann hafa þurft að sæta óréttmætum breytingum. ÁGÆTT SAMSTARF VIÐ MAGNUS „Samskipti við ráð- herra eru minni heldur en þau voru með fyrri ráðherrum" RÓBERT HLYNUR BALDURSSON blaðanwdur skrifar: roberthb&dv.is 9 Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra segist starfa eftir stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann er spurður út í breytingar á yf- irstjórn Landspítalans. Tilkynnt var um starfslok Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítalans, um miðjan síðasta mánuð og hætti hann nú á mánudaginn. Starfslok Magnúsar hafa verið harðlega gagnrýnd af stjórnarand- stöðunni og talin vera til þess fallin að liðka fyrir breytingum til einka- væðingar innan Landspitalans. Ög- mundur Jónasson, þingflokksfor- maður vinstri grænna, hefur sagt Magnús hafa verið mótfallinn hug- myndum um einkavæðingu stofn- unarinnar og því hafi hann verið látinn fjúka. 'IM ..Afó’.. •>’.. ■ '' n Hætti á mánudag Magnús Pétursson liætti störfum hjá Landspitalanum á mónudag eftir níu ára starf. Stjórnarsáttmálinn skýr f samtali við DV segir Guðlaugur Þór að hann starfi eftir samkomu- lagi ríkisstjórnarinnar í heilbrigðis- málum og það megi vera að stjórn- arandstaðan sé ekki fylgjandi þeirri stefnu. Guðlaugur segir stefnu sam- komulagsins mjög skýra þar sem meðal annars sé lögð áhersla á að heilbrigðisþjónustan verði kostn- aðargreind og að tekin verði upp blönduð fjármögnun á heilbrigðis- stofnunum, þar sem fjármagn fylgi sjúklingum. Þannig fái heilbrigðis- stofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Þá segir að skapað verði svigrúm til fjölbreyti- legri rekstrarforma í heilbrigðis- þjónustu, meðal annars með út- boðum og þjónustusamningum. Guðlaugur segir að hann og Magnús hafi átt í ágætu samstarfi sem og við nefnd Landspítalans sem fer með tillögur um framtíðarskipan spítal- ans. Hann segir stjórnendur Land- spítalans hafa meðal annars að eftir kostnaðargreiningu að fyrra bragði og unnið að henni í mörg ár. Nýr forstjóri fyrir 1. septemb- er Starfslok Magnúsar bar brátt að, en hann hafði verið við stjórn- * völinn á spítalanum í níu ár. .r Munu Anna Stefánsdóttir, fram- W kvæmdastjóri hjúkrunar, og Björn Zoéga, framkvæmda- stjóri lækninga, gegna starfi forstjóra þar til annar hefur I verið ráðinn. „Spítalinn er í öruggum höndum. Þarna eru tveir öflugir stjórnendur sem fylgja honum eftir núna," segir Guðlaugur. Guðlaugur segir að nýr forstjóri verði ráðinn til Landspítalans í síð- asta lagi 1. september. Gert sé ráð fyrir því að starfið verði auglýst nú í sumar. Aðspurður hvort Magn- ús hafi fengið starfslokasamn- ing þegar starfslok hans bar að neitar Guðlaugur því. Magnús hefur neit- að því að ágrein- i M ingur hafi verið uppi milli hans og Guðlaugs. í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Magnús þó að samskipti þeirra hefðu mátt vera meiri. „Sam- skipti við ráðherra eru minni held- ur en þau voru með fýrri ráðherr- um. Þess í stað er sett á fót sérstök tilsjónarnefnd sem fjallar um mál- efni spítalans, stór sem smá rekstr- arverkefni. Við slíkt hlýtur staða for- stjóra að veikjast," sagði Magnús. Furðuleg tímasetning Siv Friðleifsdóttir, fýrrverandi heilbrigðisráðherra, segir Magnús hafa sætt mjög óréttmætum breyt- ingum af hálfu Guðlaugs. „Það er mjög sérstakt að tilkynning um þetta hafi borist sautján dögum áður en starfslokin bar að. Sú staða sem er komin upp er afar óheppileg fýrir heilbrigðisþjónustu í landinu. Þarna er staðfest að það er algjör- lega óljóst hvert heilbrigðisráð- herra stefnir í heilbrigðismál- maður landsins verið látinn taka pokann sinn. „Magnús hefur hald- ið utan um flaggskipið í heilbrigðis- þjónustunni með afar góðum hætti um langt skeið og tókst með góð- um hætti að fylgja sameiningu spít- alanna eftir. Þjónustan hefur verið framúrskarandi góð og sé ég í við- tölum við Magnús að hann deilir áhyggjum margra sem þekkja vel til heilbrigðismála. Ég spyr, hverju á að breyta núna?" segir Siv. Siv segir það mikla skammsýni að fara út í grundvallarbreytingar og hafnar því alfarið að farin verði svipuð leið og í heilbrigðismálum í Bandaríkjunum. „Það er merkilegt að Samfylkingin skuli leggja bless- un sína yfir þessa stöðu sem upp er komin," segir Siv. íslenskir háskólar fengu 420 milljónir i styrki úr einkageiranum: HÍ fékk styrk frá Bear Stearns Háskóli íslands fékk tveggja millj- óna króna styrk frá bandaríska fjár- málafyrirtækinu Bear Stearns til starfsemi sinnar á síðasta ári. Bear Stearns hefur verið meðal þeirra sem bent hefur verið á sem orsök hinnar aljþóðlegu niðursveiflu á fjármagns- mörkuðum. Erfiðleikar bankans komu fyrst ffam á sjónarsviðið um miðjan síð- asta mánuð og lyktaði þeim með því að fjármálarisinn JP Morgan Chase keypti upp bankann á nauðungar- sölu. Bear Stearns hefur verið eitt af flaggskipum lausafjárkrísunnar, en erfiðleikum hans varmeðalþesssem kennt var um gríðarlegt gengisfall ís- lensku krónunnar nú rétt fyrir páska. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdótt- ur, rektor Háskóla Islands, þegar eftir því var leitað, en þó verður að teljast ólíklegt að þessi styrkur Bear Steams komi til með að verða reglulegur. I helgarblaði DV verður farið yfir styrki fyrirtækja, samtaka og ein- staklinga til háskólastarfs á Islandi. Þar kemur ffam að Háskóli fslands, Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri fengu samanlagt í kringum 420 milljónir króna í styrki á síðasta ári frá einkageiranum. Þeirri stefnu er hald- séu mikilvægir til að efla rannsókna- og fræðastarfþeirra. Háskólinn á Ak- ureyri hefur ekki mótað sér formlega tekjustefnu í þessu sambandi. Gunnlaugur H. Jónsson, innri endurskoðandi Háskóla íslands, segir stefnu skólans að efla tengslin við atvinnulífið og segir styrki mik- ilvæga viðbót við opinberar fjárveit- ingar. „Þeir styrk- ir sem ekki em úr ið á lofti innan skól- anna að styrk- irnir Bear Stearns styrkti um tvær milljónir I Bear Stearns, sem kennt hefur verið um jíj alþjóðlegu fjármálakrísuna, lagði fram tvær K milljónir króna til Háskóla íslands á síðasta ári. Ifet-JLMJt-ML J1 11 !l samkeppnissjóðum koma oftast að ffumkvæði Háskóla Islands sem sér þörf fyrir tiltekin rannsóknatæki eða tiltekna kennarastöðu og leitar eftir styrktaraðila. Styrldmir em veittir án annarra skilyrða en þeirra að þeim sé varið til kaupa á tilteknum tælq- um sem gagnist ákveðinni náms- grein eða til að ráða kennara," segir Gunnlaugur. roberthb@dv.is I H t nr tt- -3 r ■ m. '5! jt ; .■'lL'-f -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.