Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008 BlLAR DV ARIELATOM Eins konar millistig eða blendingur sportbíls, körtubíls og mótorhjóls. aBMBBHDMi BigBlock HPI Savage X 4,6 fjarstýrður bensín torfærutrukkur úmsrunonHúM Tómstundahúsið. Nethyl 2,sími 587-0600, www.tomstundahusid.is MHMMMMI HHHHHHHHHHHI SMS Bílasprautun og réttingar • Réttum og málum allar tegundir bíla • Við vinnum fyrir öll vátryggingarfélögin • Fjót og góð þjónusta • Útvegum bilaleigubila • Yfír 20 ára reynsla CABAS Tjónamat Smiðshöföi 12-110 Reykjavlk • bilasprautunsms@simnet.is • SimiS67 1101 • GSM M68 8317Fax 567 1182 ..i einum graenum Vlð bjóðum helldarlausnir í snjókeðjum Vlðgerðlr Breytlngar ÞJónusta Smiðjuveg 30, Rauð gata, 200 Kóp. S. 577 6400 SERHÆFÐ ÞJONUSTA FYRIR Jeep CHRYSL.ER , w.. □ ODGE BILJOFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is Nýtt breskt tryllitæki. ótrúlega góður akst- jafnhlægilegir til að sjá í bflnum eins i ,nl x , . . ,.■ | og þeir verða í leðurbúningi á mót- ursbill að mati Jeremys Clarkson. orhjóusemþeirhafaheiduíausekid gott vald á. Minni hætta sé á að þeir Lítið fyrirtæki í Somerset í Bretlandi með sjö starfsmönnum hefur hann- að bíl sem er eins konar millistig eða blendingur sportbíls, körtubfls og mótorhjóls. Fyrirbærið nefnist Ariel Atom og er tveggja manna. Burðar- virki bílsins er grind úr stálrörum og þar sem hún umlykur ökumanninn og farþegann er hún klædd gegn- sæju plexigleri þannig að flest sem máli skiptir í bflnum, eins og stjórn- tæki og fjöðrunarbúnaður, er sýni- legt. Vélin í bflnum, gírkassi og drif er frá Honda Civic. Vélin er með túrbínu og er í kringum 300 hest- öfl. Vegna þess hve bfllinn er létt- ur (500 kfló) eru hestöflin jafngildi 600 hestafla á tonn, sem er talsvert meira en í Ferrari Enzo sem er einn aflmesti og dýrastí sportbfll samö'm- ans. Viðbragð Ariel Atom er því með hreinum fádæmum og viðbragðið úr kyrrstöðu í hundraðið ræðst að langmestu leyti af því hversu öku- maðurinn er snöggur að skipta upp milli gíra. Þeir sem eru verulega fim- ir við skiptingarnar eru tæpar þrjár sekúndur að koma honum í hundr- aðið. Ariel Atom er einn viðbragðs- fljótasti, stöðugasti og hraðskreið- astí sportbfll heims. Verðið er hins vegar ekkert í líkingu við það sem hraðskreiðustu sportbflar kosta. Við verksmiðjudyr er það einungis frá um 20 þúsund pundum eða um þrjár milljónir króna meðan dýru bflarnir kosta frá 10 milljónum. Jeremy Clarkson, stjórnandi breska bflaþáttarins Top Gear, tók Ariel Atom til kostanna nýlega. Hann segir að bfllinn sé einn fallegasti og skemmtilegasti akstursbfll sem hann hafi ekið og veití algert akstursá- nægju-algleymi (Driving Nirvana). Hann vill ekki miða hann við til dæmis hreina kappakstursbfla eins og tíl dæmis Formúlubfla sem eru lítíllega sneggri og hraðskreiðari, en sem ekki mega vera á götum og veg- um. Munurinn á þeim og Ariel Atom er sá að Atómið er löglegur götu- og vegabfll. Hann mælir með því að þeir sem komnir eru á miðjan aldur og vilji láta lífshættuleg- an unglingadrauminn um afl- mikið mótorhjól rætast - draum- inn sem foreldrarnir sáu tíl að ekki rættist þegar þeir voru 17 ára - hugleiði frekar að fá sér Ar- iel Atom. í honum sé slysahættan minni en á mótorhjóli. Hálfgaml- ir menn með ístru verði heldur ekki detti og drepist og augun úr þeim lendi kannski í höfðinu á einhverj- um sem þeim fyrirlitu í lifanda lífi. Vetrardekk á veturna, sumardekk á sumrin, segir Michelin Nordic: 13% á sumardekkjunum yfir veturinn Það er beinlínis háskalegt að aka á sumardekkjunum að vetrarlagi. Ef dekkin undir bflnum hafa ekki viðunandi veggrip er háski á ferð- um. Sumardekkin hafa minna veg- grip í kuldum vegna þess að slit- flötur þeirra harðnar, auk þess sem mynstrið hæfir ekki vetraraðstæð- um og vetrarfæri. Þetta segir fram- leiðslustjóri hjá Michelin Nordic við norræna fjölmiðla. Michelin Nordic hefur fengið könnunarfyrirtæki til að rannsaka hversu stór hlutí bifreiðaeigenda sldptir ekki yfir á vetrardekk heldur heldur áffam að aka á sumardekkj- unum. I ljós kemur að 19 prósent danskra bfleigenda skipta ekki yfir á vetrardekk heldur aka áfram á sum- ardekkjunum. Könnunin leiðir einn- ig í Ijós að 21 prósent danskra bfl- stjóra ekur allt árið á svokölluðum heilsársdekkjum og stendur í þeirri trú að þeir séu öruggir á þeim í vetr- arfærinu. Framleiðslustjórinn, Bernt Wahlberg, segir þetta misskilning og varar við honum og segir að í norð- lægum löndum sé ekkert vit í svoköll- uðum heilsársdekkjum. Mjög mikill munur er á hitafari sumars og vetr- ar og á vegyfirborðinu sjálfu. „Heils- ársdekkin" séu í raun grófmynstruð sumardekk. Gúmmíblandan íslitfleti þeirra sé svipuð og í sumardekkjum og hún harðni mjög í kuldum og við það dragi mjög úr veggripinu. Heils- ársdekkin auki því áhættu fólks í um- ferðinni. Þáséuhinsvonefnduheilsársdekk yfirleitt ekki eins slitþolin og hefð- bundin sumardekk og slitni hraðar í sumarfærinu og séu því oftar en ekki orðin of slitin þegar vetur gengur í garð og af þeim sökum háskalegri en ella. Þegar heildardæmið er gert upp sé því „heilsársdekkjaakstur" allt árið einfaldlega dýrari þegar upp er staðið en að skipta yfir á vetrardekk á haustin og á sumardekk á vorin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.