Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 Fréttir DV ROBERT HLYNUR BALDURSSON bladamaður skrifar: roberthb@dv,ls Afborganir af húsnæði stór hluti af ráðstöfunartekjum Hlutur húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum hefur aukist síðustu árin. Síðasta vor var hann í kringum 20 prósent en búist er við því að hann hafi hækkað mikið á því ári sem nú er liðið. Almennt gildir að hlutfallið megi ekki fara yfir þriðjung. Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi íslands, segir vel mega búast við því að vaxtagjöld sem hlutfall af ráðstöfunartekj- um heimilanna hafi aukist veru- lega samhliða efnahagsþróuninni að undanförnu. ASÍ vinnur nú að því að kanna hversu mikið vaxta- byrði heimilanna hefur breyst síð- ustu 2 til 3 árin. Árið 2005 námu vaxtagjöldin hátt í 10 prósentum af ráðstöfunartekjum, miðað við 6 til 7 prósent fyrir tíu árum. Ætla má að afborganir og vextir af húsnæði vegi í dag að meðaltali um 20% af útgjöldum heimilanna. íþyngjandi vaxtabyrði Stefán bendir á að undanfarin ár hafi sum heimili getað létt á vaxta- byrði sinni með endurfjármögnun lána, lengingu lánstíma eða lán- töku í erlendri mynt. Nú eru þessir möguleikar ekki lengur fyrir hendi og hafa fjármálaleg skilyrði heim- ila farið versnandi. „Þetta má bæði sjá í verðtryggðum lánum, þar sem verðbólga mælist nú 8,7 prósent á ársgrundvelli og höfuðstóllinn hækkar samsvarandi þeirri þróun. Þá hefur veikari króna áhrif á er- lendu lánin, þar sem æ fleiri krón- ur þarf til að borga til baka erlendu lánin. Það er ekki hægt að skjóta á hver vaxtabyrðin er í dag, en hún er þegar orðin íþyngjandi þegar hún er orðin 10 prósent af ráðstöfunar- tekjum," segir Stefán. Frá árinu 1994 til ársins 2005 jukust vaxtagjöld úr 6,7 prósentum í 9,8 prósent sem hlutfall af ráðstöf- unartekjum, eða um 45 prósent. Til samanburðar er hlutfallið 4 til 5 prósent innan Evrópusambands- ins, á milli 3 og 4 prósent í Svíþjóð og enn minna í Finnlandi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla íslands, seg- ir almennt gilda að húsnæðis- kostnaður megi vera allt að þriðjungur af ráð stöfunartekjum heimilanna. „Það er aft- ur á móti ekki al- gild regla," seg- ir Þor- vald- £t-' frumvarp fyrir Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að stimpilgjöld af fyrstu íbúðakaupum verði afnum- in 1. júlí. Stefán segir aðgerðirnar vissulega koma til með að minnka kostnaðinn af því að koma sér upp húsnæði. „Þetta skiptir samt eng- um sköpum miðað við hvað húsnæðislánin eru há, hve verð- bólgan er mik- il og hversu veik krón- langbest borgið með því að k. vinda ofan af verðbólgunni, sem dreg- ur úr kaupmætti og hefur áhrif á vaxtagjöldin. Þó meðalheimilið geti tekist á við þetta, getur þetta verið mjög íþyngjandi fyrir þá sem eru að koma inn á húsnæðismark- aðinn. Okkur hjá ASf langar að skoða sérstak- lega áhrifin á þann hóp," segir Stef- án. „Þetta skiptir samt engum sköpum miðað við hvað húsnæðislánin eru há, hve verðbólgan er mikil og hversu veik krónan er." Erfitt fyrir fyrstu húsnæðis- kaup Stefán segir þessa þróun sér- staklega erfiða fyrirþásem eru að stíga sín fyrstu skref í húsnæðiskaupum. Árni Mathiesen fjár- málaráðherra hefur lagt Þessir þættir Önnur valda útgjöld því að hækka byrðin einnig verður Stefán mjög segist einn- þung. ig búast við Hags- því að aðr- munum ir stórir út- allra er gjaldaliðir, líkt og matar- innkaup og sam- göngur, hafi hækk- að verulega. Stefán segir matvælaliðinn hafa minnkað á und- anförnum árum eftir því sem landið hef- ur þróast. „f tengslum við boðað- ar verð- hækkanir á matvæla- verði má þó búast við því að umskipti verði á þessu," segir Stef- án. Fjárhagsstaðan góð Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að þrátt fyrir að vaxtabyrðin hækki sé fjárhagsstaða heimilanna góð al- mennt séð. „Þegar talað er um fjár- hagsstöðuna er hún að ýmsu leyti öruggari en áður hjá þeim sem hafa tekið verðtryggð lán. Seðlabanki fs- lands hefur hækkað stýrivexti al- mennt til að þyngja vaxtabyrðina og minnka einkaneyslu. Þeir sem hafa komið nýir inn á markaðinn bera þyngstu byrðina, ásamt þeim sem þurfa á yfirdráttarlánum að halda eða þeir sem tóku gengis- bundið lán," segir Ásgeir. Ásgeir telur að afnám stimp- ilgjalda á fýrstu íbúð komi ekki til með að hafa mikil áhrif á hús- næðismarkaðinn eins og staðan er núna, í ljósi hárrar verðbólgu og hárra vaxta. Hann telur að skyn- samlegast væri að stimpilgjöld væru afnumin almennt. Staða heimilanna góð Ásgeir Jónsson segir stöðu heimilanna almennt góða þrátt fyrir aukna vaxtabyrði Erfiðleikar hjá fyrstu húsnæðiskaupendum ^ Stefán Úlfarsson segir verulega erfitt fyrir fólk að koma inn á markaðinn til fyrstu húsnæðiskaupa eins og staðan er. Hann segir að afnám stimpilgjalda af fyrstu íbúð breyti lit Ætla má að afborganir og vextir af húsnæði vegi í dag að minnsta kosti 20 prósent af útgjöldum heimilanna. Búast má við þvi að stærstu útgjaldaliðir heimilanna hafi hækkað verulega að undanförnu. Stefán Úlfarsson hagfræðingur hjá Alþýðusambandi íslands, segir veika krónu og verðbólgu gera heimilunum erfitt fyrir. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir Qárhagsstöðu heimilanna almennt góða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.