Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöiö-Vísir Otgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRi: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SAIVDKORIV ■ Ohf-un Ríkisútvarpsins þýðir ekki bara hærri laun og launa- leynd fyrir lykilstarfsmenn. Hún virðist líka þýða að erfiðara verður að fá margvísleg- ar upplýs- ingar um starfsemi fýrirtækis- ins. Þegar Ríkisútvarpið var ríldsstofnun birtust fundargerðir útvarpsráðs alltaf á netinu. Nú hefur útvarpið fengið stjórn í stað útvarpsráðs en þá ber svo við að fundargerðir eru ekki birtar. Ómar Bene- diktsson segir þó hægt að fá svör við spurningum á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á næstunni. ■ Nafnleyndin á sér margar myndir. Þannig fjallaði Frétta- blaðið um það í gær að stúlka Bsem hefði kært Guð- mund Jóns- son í Byrg- inu hefði nú kvartað til umboðs- manns Alþingis undan því sem henni fannst einelti af hálfu forstöðumanns hjá Félagsbú- stöðum. Brá svo við að blað- ið nafngreindi Birgi Ottósson forstöðumann og Guðmund en ekki konuna ungu, og það þó ekki færi á milli mála að þar væri um Ólöfu Ósk Erlendsdóttur að ræða. ■ Lokaifestur til að leggja ffarn ný frumvörp á Alþingi til af- greiðslu þetta árið rann út í fyrra- dag. Þá skiluðu ráðherrar inn allnokkrum frumvörp- um. Þó er vitað af nokkrum frumvörpum sem stend- ur til að af- greiða áður en þing- menn fara í frí ff á þingstörfum í lok maí sem ekki hafa verið lögð fram, til að mynda ffumvarp um bætur til Breiðavíkurstráka. Því má búast við að Sturla Böðvars- son, forseti Alþingis, og kollegar hans eigi eftir að fá mörg frum- vörp upp í hendumar enn. ■ Einhvem tíma var sagt að það væri ekki nóg að breyta rétt í stjórnmálum heldur yrðu menn líka að sjást breyta rétt. Þessu virðast Geir H. Haarde °g Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alveg hafa gleymtþegar þau ákváðu að leigja einkaþotu vegna Natófundarins sem þau fóm á í gær. Margir hefja upp raust sína og fordæma slæma fyrirmynd ráðherranna. Jónas Kristjánsson er einn þeirra: „Einkaþota ráðherra er eins fár- ánleg í kreppunni og að spUa á fiðlu þegar Róm brennur." bþg Seint í rassinn gripið LEIÐARI BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON FRÉTTASTJÓRI Vid skylclutii l>ú cililrei nijplifa tíu prósenta uerðbólgu edci meira cí ný? Það að vera íslendingur er dálítið eins og að vera fastur í rússíbana. Við erum ýmist á uppleið eða niðurleið en sárasjaldan á beinni braut. En þar lýkur samlíkingunni. Meðan rússíbanareiðin er spennandi og skemmtileg fyrir marga er sú óvissa sem íslendingar mega búa við í efna- hagsmálum erfið og íþyngjandi. Verðbólgan er á uppleið, að hluta vegna utanaðkomandi að- stæðna, en við skulum ekki vanmeta það sem hefur farið úr- skeiðis hér. Nú eru liðin fjögur ár síðan verðbólgan var síðast í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Stefnan er sú að verðbólgan sé 2,5 prósent en það hefur aldeil- is ekki gengið eftir. Vikmörkin, eða raun- ar hættumörkin, eru við fjögurra prósenta markið og meira að j' - segja það hefúr ekki gengið eftir nema endrum og sinnum síðustu árin. Verðbólgan hefur aðeins tvisvar verið undir fjór- um prósentum frá í september 2005. Allt síðan þá höfum við þurft að greiða meira fyrir lán- in okkar og vörurnar okkar en ef stjórnvöldum og Seðlabanka i ! hefði tekist að halda aftur af verðbólgunni, halda fast um stjórn efnahagsmála. Ráðamenn reyna nú að fría sig ábyrgð af stöðu efnahagsmála á íslandi í dag með því að segja að enginn hafi getað séð fyrir hvað gerðist í Bandaríkjunum og breiddi sig út um heiminn. Þetta I snýst bara ekki að öllu leyti um það. Við höfum mátt búa við of I háa verðbólgu árum saman. Verðbólgan hefur þrívegis nálgast tíu prósentin á innan við áratug. Hún fór í 9,4 prósent í janúar 2002, hún fór í 8,6 prósent á síðasta ári og mældist nú síðast í 8,7 prósentum. Við skyldum þó aldrei upplifa tíu prósenta verð- bólgu eða meira á ný? Það gerðist síðast í október 1990 þegar þjóðarsáttin var farin að bíta og verð- bólgan á hraðri niðurleið úr 23 prósentum. Ekk- ert af þessu hafa stjórn- völd séð fyrir og ekkert hafa þau ráðið við. Er von að fólk sé orðið þreytt á háum vöxtum, mikilli verðbólgu og óvissu? "m FJÁRANS FYRSTIAPRÍL SVARTHÖFDI Svarthöfði er grandvar maður og velviljaður. Hann treystir fólki, því traust er undirstaða samfé- lagsins. Og hann veit ekkert verra en að ljúga. Þess vegna er 1. aprfl eins og dómsdagur í hans huga. * Ifyrradag vom allir fjölmiðlar uppfullir af lygum. Og Svart- höfði fékk beinlínis hlaupa- sting. „Ekki lýgur Mogginn," var einu sinni haft á orði. Hann laug hins vegar sex sinnum í gær. Bob Dylan og Jojo í Austurstræti, Nick Cave í Kringlunni, Barnaland á dönsku, ókeypis kvikmyndaniðurhal, for- tíðartölvupóstur og vörubflstjórar sturtuðu möl á Austurvelli. Svart- höfði er eins og sært dýr eftir daginn og trúir engum. Hann er ennþá að sigta út satt frá röngu. Veröldinni hefúr verið snúið á hvolf. Eymundsso Svarthöfði hljóp af stað þegar hann las í DV að framsókn- ■ armaðurinn Björn 'fSth Jjj Ingi Hrafnsson myndi árita endur- núiuiijjggbóksína í Eymunds- son í Kringlunni. Tilvist þessa bókmenntaverks kom Svart- höfða í opna skjöldu, en hann hafði lengi þráð að rekja sig lengra eftír þráðum REI-málsins. Honum fannst einmitt vanta meiri umfjöllun um málið. En allt kom fyrir ekki. Enginn var Bingi í Eymundsson og Svart- höfði endaði á að handleika ævisögu Guðna Ágústssonar tíl að sefa blygð- unarkennd sína. Næst hijóp Svarthöfði þeg- ar fregnaðist að femínistar myndu bera brjóst sín í Vest- urbæjarlauginni. Ekki veit hann af hverju hann hljóp af stað, nema efvera skyldi tíl að hía, en hann snerist á hæli I og tók þá afstöðu að sökum rökvillu gæti ekld verið að þær hygðust mótmæla hlutgervingu líkam- ans með þessum hættí. Hann sá líka í gegnum fféttína um að eitthvert góss væri að reka á fjörur höfuð- borgarsvæðisins. En þegar húma tók að kveldi lækkaði hann varnir sínar. barst frá góðum vini hans. Svart- höfða barst smásldlaboð klukk- an hálf tólf að kvöldi fyrsta aprfl. „Sæll, er í veseni. Bfllinn bilaður á bensínstöðinni og síminn batterís- laus. Gætir þú hringt í mig þangað í 5359988!" Svarthöfða varð hverft við. Honum rann blóðið tíl skyld- unnar og rauk upp úr rúm- inu til að liðsinna vini í vanda. Hver veit hvaða hættur steðja að hinum umkomalausa og kærkomna vini á bensínstöðinni! Svarthöfði stimpl- aði inn númerið með hraði og þrýsti á símtalshnappinn. Það er óhætt að segja að það hafi komið flatt upp á hann þegar silkimjúk rödd svaraði með orðunum: „Þetta er homma- spjallið hjá Rauða torginu." * ir, úlf- I ur," kallaði Svarthöfði upp yfir sig. Hann hafði verið ginnt- ur til að síma í hommalínuna, rammgagnkyn- hneigður mað- urinn. Hann hafði kokgleypt blekldnguna og þurftí að svara fyrir sig með öllum tíltækum ráðum. Svarthöfði dokaði við eitt smndarkorn og sendi síðan svarið: J afnvel fólkið sem stendur Svart- höfða næst laug að honum. Verst þóttí honum þegar neyðarkall s æll. Ég hringdi og pabbi þinn svaraði?!" DOMSTOLL GOTUIVIVAR A RÍIvID AÐ BJARGA BÖNKUNUM? „Ég hef enga skoðun." Sóley Rut Jóhannsdóttir, 15 ára nemi „Þetta er erfið spurning, þannig lagað, en þetta útspil virðist vera réttast f þessari stöðu. Þetta er grfðarleg upphæð, en ef þetta bjargar bönkun- um er þetta réttlætanlegt." Sigurður Axelsson, 75 ára ellilífeyrisþegi „Nei, af því að ég held að það sé nóg komið af lántökum og menn ættu að taka til heima hjá sér." Svangerður Aradóttir, 49 ára húsmóðir „Já, mér finnst að þeir ættu að bjarga okkur þar sem þeir komu okkur í þetta vesen upprunalega." Eiríkur Rafn Stefánsson, 20 ára verslunarmaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.