Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008 11 á þessu ári. Bemt Eidsvig, biskup og yfirmaður kaþólsku kirkjunn- ar, telur að fjöldi kaþólikka sé fjór- falt meiri en ríkisstyrkurinn gef- ur til kynna. Það er að hans sögn ekki eingöngu í Ósló sem þrengst hefur um söfnuðinn. Vandamál- ið er einnig til staðar í Drammen, Björgvin, Stafangri og á Kristjáns- sandi. Kirkja heilags Ólafs í Ósló Um fimm þúsund manns sækja messu hvern sunnudag. Nýleg reglubreyting stendur kirkjunni fyrir þrifum Kaþólska kirkjan í Noregi fær ekki ríkisstyrk vegna meirihluta pólskra kaþólikka í landinu. Sam- kvæmt breytingum á reglum sem gengu í gildi fyrir þremur ámm verða trúfélög sem standa utan norsku þjóðkirkjunnar að gefa upp ellefu stafa kennitölu fyrir alla meðlimi sína. Af um tvö hundruð þúsund kaþólikkum í Noregi stendur stærsti hlutinn skil á skatti og virð- isaukaskatti, en aðeins um fimm- tíu þúsund þeirra hafa norska kennitölu og því verður kirkjan af háum fjárhæðum. Ríkið styrkir kaþólsku kirkjuna vegna rúmlega fimmtíu þúsund skráðra meðlima Neitað um aukafjárveitingu Kaþólskakirkjansóttium auka- fjárveitingu upp á tvö hundruð tuttugu og fimm milljónir í fyrra- haust. Fjárveitingin átti að nýtast næstu tvö árin. Umsókninni var hafnað á þeim forsendum að hún færi í bága við reglur þar að lút- andi. Að sögn Bernts Eidsvig bisk- ups koma nýju reglumar verulega hart niður á kaþólsku kirkjunni þar í landi. í bígerð er að ráðast í fram- kvæmdir sem munu kosta hundr- uð milljóna króna. Kaþólska kirkjan telur að nauðsynlegt sé að byggja tíu kirkjur til að mæta stækkandi söfnuði. Ráðgert er að byggja tvær nýjar kirkjur í aust- urhluta Ósló-borgar, en þar hafa margar fjölskyldur frá Austur-Evr- ópu sest að. Eidsvig biskup sagði að ekki kæmi til greina að loka dyrum kirknanna fyrir erlend- um farandverkamönnum. „Nei, það vildi ég ekki hafa á samvisku minni," sagði hann. Völd Bandaríkjaforseta lítt takmörkuð á stríðstímum: Getur heimilað harkalegar yfirheyrsluaðferðir Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt skjal þar sem lögð er bless- un yfir notkun harkalegra aðferða við yfirheyrslu grunaðra hryðjuverka- manna. Heimildin er grundvölluð á því að völd Georges W. Bush Banda- ríkjaforseta á stríðstímum vægju þyngra á metunum en alþjóðleg boð ogbönn. í umræddu minnisblaði, sem dagsett er 14. mars 2003, er árétt- uð lögleg réttlæting harkalegra yf- irheyrsluaðferða gagnvart félögum al-Kaída og talibönum sem væru í varðhaldi utan Bandaríkjanna, svo fremi sem ætlunin sé ekki sérstak- lega að pynta viðkomandi. Einnig er réttlætt notkun lyfja sem hafa áhrif á andlegt ástand þeirra sem í hlut eiga, ef áhrif lyfjanna eru ekki „öfgafull". í skjalinu kemur fram að jafnvel þótt yfirheyrandi skaði hinn grun- aða á hátt sem álitinn væri pynting- ar samkvæmt alþjóðalögum myndi hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af málsókn vegna glæpsamlegs at- hæfis því ákvæði Sameinuðu þjóð- anna og aðrir alþjóðlegir samningar settu völdum Bandaríkjaforseta, sem æðsta yfirmanns hersins á stríðs- tíma, engar skorður. Dómsmála- ráðuneyti Bandaríkjanna hefur haf- ið innanhússrannsókn til að upplýsa hvort háttsettir embættismenn þess hafi heimilað eða kannað eina yf- irheyrsluaðferð leyniþjónustunnar gagnvart mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum, þar sem líkt er eftir drukknun. Aðferðin er harkalega gagnrýnd um allan heim, en ekki liggur ljóst fyrir hvort hið um- deilda minnisblað verði notað við rannsókn dómsmálaráðuneytisins, þar sem skjalið tekur eingöngu til aðferða hersins, en ekki leyniþjón- ustunnar. ímynd Bandaríkjanna í augum umheimsins að skána: Lítil breyting, en til batnaðar Nýleg könnun á vegum BBC sýnir að ímynd Bandaríkjanna í augum almennings víða um heim hefur skánað eilítið. Reyndar hefur þeim aðeins fjölgað um fjögur pró- sent, úr þrjátíu og einu í þrjátíu og fimm prósent, sem telja að Banda- ríkin hafi jákvæð áhrif. Þrátt fýrir að ekki muni miklu frá fyrri könnun hafa bandarískir embættismenn og almenningur tekið niðurstöðunum fagnandi. Kurt Volker hjá utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna sagði að allir vildu njóta velþóknunar, en Banda- ríkin væru öðrum löndum fremur undir smjásjá annarra þjóða. „Við erum stórveldi, við berum mikla ábyrgð, eigum stórt efnahagskerfi, teygjum okkur langt stjómmála- og hemaðarlega, svo eðlifega h't- ur umheimurinn til okkar af meiri athygli en annarra þjóða í heim- inum," sagði Volker. Að hans mati draga niðurstöðumar dám af því sem Bandaríkjamenn eru að gera, til dæmis samvinna þeirra með evrópskum ríkisstjómum. „Það er mikilvægt að vinna með öðmm," sagði Volker. lákvæðni í garð Bandaríkjanna dvínaði mjög árið 2005 þegar eft- irmál innrásarinnar í frak komu í ljós. Hvernig stríðið var háð og það ofbeldi sem fylgdi í kjölfarið, hneykslið sem umlukti starfsemi bandarískra hermanna í Abu Ghra- ib-fangelsinu illræmda og deildar skoðanir vegna fangelsisins í Gu- antanamo á Kúbu, ollu því að þeim íjölgaði sem töldu að Bandaríkin hefðu neikvæð áhrif á ástandið í heiminum. Julie Moss, fýrrverandi kennari frá New York, sagði að niðurstöð- urnar kæmu henni í opna skjöldu. „Útlendingar, sérstaklega Evrópu- búar og fólk í Mið-Austurlöndum, verða mjög fjandsamlegir þeg- ar þeir komast að því að þú sért Bandaríkjamaður, ég og eiginmað- ur minn grípum oft til þess ráðs að þykjast vera Kanadamennþegarvið ferðumst," sagði hún. LíkirsérviðRocky Engan uppgjafartón er að heyra hjá Hillary Clinton þrátt fyrir að hún liggi undir þrýstingi um að draga sig í hlé í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í væntan- legum forsetakosningum. „Þegar kemur að lokaslagnum eiga ég og Rocky margt sameiginlegt. Ég hætti aldrei. Ég gefst aldrei upp," sagði Hillary í ræðu í Fíladelfíu. Sá Rocky sem um ræðir er hugarfóstur leik- arans Sylvester Stallone, hnefaleik- ari sem á einmitt rætur að rekja til borgarinnar. Þess má geta að í lok fýrstu myndarinnar um Rocky laut hann í lægra haldi fýrir hinum þel- dökka Apollo Creed. Stjómarandstaðan lýsir yfir sigri Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórn- arandstöðuflokksins MDC í Simb- abve, missti þolinmæðina í gær. Hann lýsti yfir sigri í nýafstöðn- um kosningum þrátt fýrir að engar opinberar tölur hefðu verið birtar. Flokkurinn birti sínar eigin niður- stöður og sagði talsmaður hans, Tendai Biti, að Tsvangirai hefði hlotið 50,3 prósent atkvæða en Robert Mugabe, forseti landsins, hefði fengið 43,8 prósent. Ríkisdagblaðið The Herald leiðir líkur að því að kjósa þurfi að nýju og ríkisstjórnarflokkur Mugabes segir að yfirlýsing stjórnarandstöð- unnar dragi dám af óskhyggju. Nýbresksmámynt í fyrsta skipti síðan 1968 hefur Kon- unglega myntsláttan í Bretíandi kosið að breyta bakhlið breskr- ar smámyntar. Nýja myntin varð löglegur gjaldmiðill í gær og um er að ræða mynt að verðgildi frá einu pensi upp í eitt sterlingspund. Efnt var til almennrar samkeppni um hönnun myntarinnar og sá sem stóð uppi sem sigurvegari er tut- tugu og sex ára hönnuður frá Bang- or í Suður-Wales, Matthew Dent. Hægt er að raða pensunum upp þannig að þau myndi konunglega skjaldarmerkið, en eins punds myntin sýnir merkið í heild sinni. Myntin fer í umferð í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.