Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Page 7
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 3. APRfL 2008 7 Gríöarlegar biöraðir mynduðust á bensínstöðvum landsins í en þá lækkuðu flest olíufélög verð á eldsneyti um allt að 25 krónur. Guðjón Auðunsson hjá N1 var mjög sáttur við daginn en fyrirtækið reið á vaðið í gærmorgun. Verðlækkanirnar voru gerðar í skugga skemmd- arverka sem framin voru á stöð N1 á Bílds- höfða. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisílokksins, fagnar lækkun- um olíufélaganna og segir að ríkið sé að skoða sín mál. Biðraðir Fólk þurfti að láta sér lynda að bíða í röð eftir bensíni. Mikil örtröð myndaðist á bensín- stöðvum í gær en þá lækkuðu öll olíu- félögin að undanskildum Skeljungi, verð á eldsneytí um allt að 25 krón- ur í fullri þjónustu. Það var N1 sem reið á vaðið í gærmorgun og í kjölfar- ið fylgdu önnur olíufélög. Guðjón Auðunsson, ffam- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Nl, segir að N1 hafi viljað taka þátt í þeirri miklu umræðu sem á sér stað um hátt eldsneytísverð. Hann segir að N1 deili áhyggjum almennings, atvinnubílstjóra og atvinnulífsins ai- mennt af háu eldsneytisverði. Lækk- unin vakti verðskuldaða athygli enda almenningur vanari því að lesa um. hækkanir á verði frekar en lækkanir. Von á fleiri tilboðum „Við erum geysilega ánægðir með þetta og þetta var alveg ffábær dag- ur," segir Guðjón. Tilboðið var í gildi frá því klukkan sjö í gærmorgun tíl klukkan 19 í gærkvöldi. Guðjón seg- ir að álagið á stöðvunum hafi dreifst nokkuð vel en sama verðið var á öll- um bensínstöðvum N1 um allt land. „Við höfðum helst áhyggjur af því að bensínstöðvamar yrðu hreinlega bensínlausar en við höfðum verið duglegir undanfarna daga að fylla á tanka stöðvanna." Aðspurður hvort viðskiptavinir N1 getí átt von á fleiri óvæntum lækk- unum segir Guðjón að það sé frekar ólíklegt. „Ef svona tilboð kæmu oft væri þetta ekki góður rekstur. Ég get samt fullvissað fólk um að við mun- um koma með fleiri góð tilboð á næstu vikum," segir Guðjón sem vill þó ekki nefna nein dæmi um tilboð sem neytendur gætu átt von á. Verðlækkuní skugga skemmdarverka „Ég held að það séu bara óharðn- aðir unglingar sem gera svona hluti, annað getur varla verið," segir Sæ- mundur Karl Jóhannesson, stöðvar- stjóri á bensínstöð N1 á Bíldshöfða. Miklar skemmdir voru unnar á sjálfsölum bensínstöðvarinnar í fyrrinótt og því voru verðlækkanimar að hluta gerðar í skugga skemmdar- verkanna. Svo virðist sem skemmd- arvargarnir hafi gengið á milli með hamar og skrúfjárn og brotið allt sem á vegi þeirra varð. Engar myndavélar em á stöðinni vegna framkvæmda og því komust þrjótamir undan óséðir. „Það hefur verið krotað á vegg- ina hjá okkur að undanförnu en slík skemmdarverk blikna í samanburði við svona brjálæði," segir Sæmund- ur. Dælumar em þó enn nothæfar en þær em mikið skemmdar og ljóst að tjónið nemur nokkur hundruðum þúsunda króna. Gestir ánægðir Aðspurður hvort skemmdar- verkin geti hugsanlega tengst mót- mælunum gegn háu eldsneytisverði undanfarna daga segir Sæmundur að það sé ekki möguleiki. „Vörubfl- stjórarnir vom btjálaðir þegar þeir sáu þetta. Þeir versla mikið við okk- ur og þó að mótmælin hafi verið há- vær undanfarna daga held ég að full- orðnir menn myndu aldrei leggjast svona lágt," segir Sæmundur. Olíufélögin hafa mörg legið und- ir ámæli fyrir hátt bensínverð en N1 reið á vaðið í gærmorgun og lækkaði verð um heilar 25 krónur í fullri þjón- ustu. Gestir sem komu á bensínstöð N1 á Bíldshöfða vom því fullir sam- úðar að sögn Sæmundar. „Það vom margir voða leiðir yfir þessu enda er það alveg skiljanlegt. Það er samt ekki hægt annað en að líta á björtu hhðamar en það eina góða við þetta vom viðbrögð fólks þar sem margir þeirra. Illugi segir að stjórnvöld séu að skoða eldsneytisverðið og hvern- ig sé hægt að koma til móts við al- menning og atvinnulífið. Hann segir að staðreyndin sé samt sú að hlutur ríkisins í eldsneytisverði hafi verið óbreyttur frá árinu 2003. „Hlutur rík- isins hefur því lækkað að raunvirði undanfarin ár og ef við bemm okk- ur saman við nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum erum við lægst hvað varðar bensínið og næstlægst hvað varðar dísilinn." vom nokkuð reiðir," segir Sæmundur léttur í bragði. Hlutur ríkis lækkað Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, seg- ist fagna ákvörðun olíufélaganna að lækka verð á bensíni og olíu. „Þetta er einhliða ákvörðun þeirra og besta mál ef þeir sjá sér fært að framkvæma þetta," segir hann. Mótmælin und- anfarna daga hafa beinst að stjórn- völdum og meintu aðgerðarleysi N1 auglysti 1 gær 25 kronu afslátt af öllu eldsneyti sínu: N1 grípur til aðgerða N1 auglýsti í gær 25 krónu afslátt af öllu eldsneyti sínu. Að sögn Guð- jóns Auðunssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækjasviðs hjá Nl, er þetta gert til að taka þátt í þeirri umræðu sem á sér stað í dag um hátt eldsneyt- isverð. „Ástæðan fyrir því að við ger- um þetta, og erum með þessa tölu, er að við vildum bara taka þátt í þeirri umræðu sem á sér stað um hátt elds- neytisverð í dag. Og ekki halda okkur neitt til hlés í því enda engin ástæða til." Guðjón segir N1 deila áhyggjum almennings, atvinnubflstjóra og at- vinnulífsins almennt á háu eldsneyt- isverði. „Og það er bara þannig að það er okkur ekki hagkvæmt og er ekki til að auðvelda okkar sölu- og markaðs- starf að verða endalaust fyrir því að innkaup frá erlendum birgja, á þeirri Lækkaði eldsneytisverð N1 lækkaði eldsneytisverð til stuðnings baráttu almennings vöru sem skiptir mestu máli í okk- ar sölu, hækki stöðugt. Á síðustu 12 mánuðum hefur heimsmarkaðsverð á bensíni og gasolíu hækkað annars vegar um 38 prósent á bensíni og 62 prósent á gasolíu. Á sama tíma hef- ur doharinn hækkað um 15 prósent. Þannig að við vildum bara benda á þessa staðreynd með mjög afgerandi hætti og við þurfum að fara vel inn í árið 2007 til að finna verð sem er 25 krónum lægra en það er í dag til að sýna hversu hratt þessi þróun hefur átt sér stað. “ Að sögn Guðjóns dreifðist um- ferðin og ásóknin í tilboð N1 vel á allar stöðvar félagsins, og því hafi ekki myndast miklar umferðartafir á stöðvunum. Tilboð N1 gilti frá 7-19 í gær, það náði yfir aUt land- ið, og sama verð var í boði alls stað- ar. Guðjón segir það vissulega vera mögulegt að einhverjar stöðvar anni ekki eftirspurninni og verði hrein- lega bensínlausar. „Við tökum það fram að þetta tilboð gUdir á meðan birgðir endast." mikael@dv.is Birkiaska BETUSAN Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is ö FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.