Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 3. APR(L 2008 Siðast en ekki sist DV BÓKSTAFLega „Þú sagðir að íslendingar væru forvitn- ir um hvað væri að gerast hjá mér. Þeir Í*eta farið til jandans. Bölvaðir mann- hatarar. Gleðilega páska." ■ Leoncie við blaðamann Séð og heyrt í nýjasta tölublaði þess. „Ég er náttúrulega algjör svampur þegar kemur að mat. Mér finnst alls ekki leiðinlegt að borða." ■ Brynjar Már Valdimarsson tónlistarmaður í yfirheyrslunni í nýjasta tölublaði Vikunnar. „Kannski gondólaræðari í Feneyjum. Það kannski vantar einn slíkan núna." r*. ■ Jóhann R. Benediktsson lögreglu- stjóri á Suðurnesjum í DV. Aðspurður hvað hann vildi vinna við væri hann ekki lögga. „Já, leikstjór- inn klippti prumpiö mitt út! Gæða- prump. Kunni ekki að meta gæðaprump gæða- leikara; ■ Þorsteinn * Guðmundsson í Fréttablaðinu, en Þorsteinn var einn þeirra leikara sem ' lentu illa (þvíá klippiborði Stóra plansins. „í sjúkrabílnum suður fann ég hvern- ig mátturinn minnkaði jafnt og þétt enda missti ég tvo lítra af blóði." ■ Böðvar Rafn söngvari Dalton, (Séð og heyrt um fólskulega líkamsárás sem hann varð fyrir. „Sæll Arnar, mér þyk- ir leiðinlegt að þú skulir vilja tala við mig því ég hef engan áhuga á að tala við þig." ■ GeirH. Haarde forsætisráðherra svarar fundar- beiðni frjáls- hyggjumannsins Arnars Sigurðsson- „... kom á rúmlega 300 kílómetra hraða inn í teiginn og stangaði boltann í netið." ■ Iþróttafrétta- maður DV um markið sem Ronaldo skoraði fyrir Manchestur United gegn Roma í Meistaradeild- inni (fyrrakvöld. „Gullklósett og skeinipapp- ír úr silki af því hrjúfari pappír hef- ur slæm áhrif á mikilvæga endaþarma alþingismanna'í ■ Dr. Gunni spyr hvaö sé næst hjá þingmönnum, sem baða sig upp úr munaði á þessum slðustu og verstu. SPURNINGINVAR BARA HVENÆR Hvert verður framhaldið hjá þér ef þú vinnur í þættinum? „Það er nokkuð óljóst eins og er, það sem ég veit er hins vegar það að vinningsstúlkan mun starfa í ár á eftir sem talsmanneskja fyrir keppnina en í því felast launin eða verðlaunin. Held að það sé í lagi fyrir rúmar sjötíu milljónir." Eru fleiri spennandi verkefni fram undan hjá þér? „Gallabuxnaframeiðandinn D. Brand hefur beðið mig að hanna gallabuxnalínu fyrir fyrirtækið. Ekki hefur verið gengið frá samn- ingum, en ef af því verður, verður MAÐUR DAGSINS línan markaðssett í Skandinavíu. Þeir voru styrktaraðlilar Hawaii- an tropic-keppninnar minnar hér í Svíþjóð og fannst ég passa vel við ímynd þeirra." Hver er draumurinn? „Ég set mér alltaf markmið og fylgi þeim eftir, draumurinn er að éggeti haft það gott á efri árunum og horft til baka sátt við það sem ég hef tek- ið mér fyrir hendur." Ásdís Rán Gunnarsdót öðlaðist þátttökurétt í í áströlsku raunveruleikaþætti eftir að hún v í efsta sæti mars mánaðar í Is She Hot?-keppninni. Sigurlaunin í þættinum eru milljón dollarar. Hver er konan? „Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri og fótboltaeigin- kona." Hvað drífur þig áfram? „Ég er mjög heppin að því leyti að ég fæddist metnaðarfull. Metnað- urinn hefur drifið mig áfram allt mitt líf." Hvar ert þú alin upp? „Ég er alin upp á þremur stöðum, Egilsstöðum, Reykjavík og Höfn í Hornafirði." Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „Metnaðarfull, fjölskyldumann- eskja og framagjörn." Hver eru þín áhugamál? „Að kynnast nýjum menningar- heimum, borða góðan mat, drekka góð vín, heilbrigður lífsstíll, fótbolti og fyrirsætustörf." Uppáhaldsmaturinn þinn? „Eg er mikil matmanneskja og á svona frekar erfitt með að velja á milli. Mér finnst flestur matur góð- ur, ég vel þó lax, túnfisk, góð salöt og mat í hollari kantinum." Varst þú viss um að komast áfram í raunveruleikaþáttinn? „Já, égvar viss um að komast áfram, spurningin var bara hvenær?" Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir þáttinn? „Ég ætla að fara í líkamsræktarátak og vera í fittnesformi þegar ég fer í þáttinn. Ég er einmitt að leita mér að styrktaraðlium núna enda er að mörgu að huga. Ég þarf að fara í trimform, kaupa fæðubótarefni og margt fleira. Eg þarf að nota allar leiðir tíl að líta sem best út." Verður ekki erfitt að fara frá fjölskyldunni? „Ég er öllu vön, ég hef ferðast mikið í gegnum tíðina og börnin eru vön því að ég sé frá í viku og viku. Ég er mikill harðjaxl og efast um að ég verði grátandi af heimþrá. Ég mun samt að sjálfsögðu sakna fjölskyld- unnar mjög mikið." SAi\DKORi\ ■ Áheimasíðukvikmyndavefj- arins Lands og sona kemur ffam að í framleiðslu séu um i ,** 18verkefni á þessu ári, sem ætluð eru fyrir sjónvarp eða bíó. Þar ámeðal má nefna gamanþátt- inn Ríkið, spennuþættina Hamarinn og Svarta engla og kvikmynd- irnar Brim, Baldur, Rokland, Hátíð í bæ og Reykjavík Whale Watching Massacre. Þá eru þrjár kvikmyndir sem tekn- ar verða upp á ensku, eða The Good Heart, A Journey Home og Hollywood-mynd Baltas- ars Kormáks, Run for Her Life. Nóg að gera í bíóbransanum á íslandi. ■ Nýjasta eintak af Séð og heyrt kemur í búðir í dag. Þar segir meðal annars frá upptökum á myndbandi sem Merzedes Club gerði nýlega við nýtt lag eftir Barða Jóhannsson og er taiið vera eitt af dýrustu myndbönd- um íslands- sögunn- ar. Á einni myndinni í blaðinu sem teknar voru á tökustaðnum sjást Gillzenegger og Rebekka Kolbeinsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, í innilegum kossi. Á forsíðu blaðsins er svo önnur mynd af innilegum kossi þar sem eiga í hlut Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Sveinn Rúnar Hauksson, formaður samtakanna ísland- Palestína, í áttræðisafmæli þess fyrrnefnda. Má vart á mifli sjá hvort parið státar af heitari ástríðum sín á milli. ■ Tónlistarmaðurinn Borko heldur útgáfutónleika sína í Tjarnarbíói í kvöld. Borko og hljómsveitarmeðlimir hans eru þekktir fyrif að rífa sig á hlýrabolina á tónleikum og er ekki við neinu öðru að búast í kvöld. Þegar Borko var á tónleik- um í Dan- mörku fyrir skemmstu varð einum kvenkyns- gesti tónleikanna svo um þegar hún sá strákana á hlýrabolun- um að hún fleygði brjóstahald- aranum sínum upp á svið. Slúöurtímaritið Star hvetur fólk til þess að fara til íslands: Umhverfisvæntfríá íslandi 1 nýjasta hefti breska slúðurtíma- ritsins Star má finna hugmyndir að umhverfisvænum sumarfríum. Er ísland þar með talið. I umfjöllun- inni kemur fram að menn á borð við Leonardo DiCaprio hafi heim- sótt klakann í sama tilgangi, sem ku víst ekki vera rétt, þar sem DiCaprio kom einungis við á klakanum tíl þess að fara í myndatöku fyrir Van- ity.Fair. Þá er fólki bent á að sigla með bátnum Eldingu, sem eins og þekkt er gengur fyrir vetni og meng- ar því ekki. Þá er fólki bent á að fara í hvalaskoðun, þar sem hægt sé að sjá hvali í sínu eölilega umhverfi, án þess að raska ró þeirra. Bláa lónið er svo á sínum stað eins og annars staðar þegar reynt er að trekkja ferðamenn til lands- ins og að lokum er fólk hvatt til þess að borða í Sjávarréttakjallaranum. 1 heildina eru sex staðir, þar sem hægt er að fara í umhverfisvænt ffí, en hinir eru Suður-Afríka, Cumbria í Bretlandi, Flórída, Klettafjöllin í Kanada og Taíland. Svo þrátt fyrir fregnir breskra fjölmiðla af versn- andi íslensku efnahagslífi og óham- ingju má telja víst að að slúður- tímaritín og fræga fólkið hafi ekki yfirgefið okkur. Enn bíða margir spenntir eftír því að Keira Knighley láti sjá sig á götum Reykjavíkurborgar, en eins og frægt er greindu bresk slúður- blóð frá því að hún hefði í hyggju að heimsækja landið á Valentínus- ardeginum, 14. febrúar ásamt kær- asta sínaum Rhys Ifans. Hins vegar sást Keira hvergi og er enn verið að skimast um eftir henni. doritadv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.