Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 9
DV Neytendur
FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008 9
feMFYTFMni IR ®°nus er 4>6 prósentum ódýrari en Krónan samkvæmt nýrri verðkönnun DV. Litlu
QliL. I lUiUU11 munar ámatarkörfunum tveimur enBónus er undantekningarlaust meðlægra verðið.
í samanburði við eldri kannanir kemur í ljós að matarverð hefur hækkað um 12 prósent á einum mánuði.
Bónus Ennmeö
lægsta verðið.
12 PROSENTA HÆKKUN
Matarkarfan er tæplega fimm pró-
sentum ódýrari hjá Bónus en hjá
Krónunni ef marka má verðkönn-
un sem gerð var í gær. Bónus var
undantekningarlaust með lægra
verð á þeim 22 vörutegundum sem
athugaðar voru. í flestum tilfell-
um munar mjög litlu á verði á milli
búðanna tveggja.
í samanburði við eldri kannanir
kemur í ljós að matvælaverð hefur
hækkað gríðarlega á einum mán-
uði eða um 12 prósent. Á einni viku
hefur verðið hækkað um 6 prósent
að meðaltali.
Lítill verðmunur
Matarkarfan er 221 krónu ódýr-
ari í Bónus en Krónunni Hún kost-
ar 4.806 krónur í Bónus en 5.027 í
Krónunni. Það miðast við þær 22
vörutegundir sem voru til á báðum
stöðum í sömu pakkningum. Með-
al þeirra tegunda sem voru kann-
aðar voru brauð, mjólkurvörur,
kaffi, morgunkorn,
græn- meti,
hveiti, gos, vítamín, nasl og hreinsi-
efni. Verðmunur á einstökum vöru-
tegunum var yfirleitt lítill. í tveimur
tilfellum fór munurinn yfir 25 pró-
sent. 375 gramma Axa musli kostar
287 krónur í Bónus en 375 krónur
í Krónunni sem gerir 30 prósenta
mun. Eins er 715 gramma Hon-
ey nut Cheerios hundrað krónum
ódýrara í Bónus.
Mjög áberandi var hversu Krón-
an og Bónus eru með mismun-
andi stærðir og gerðir af sömu teg-
undinni. Ýmist voru mismunandi
vörutegundir eða ólíkar stærðir.
Sem dæmi er Filippo Berio-ólífu-
olía. í Krónunni er til 750 ml flaska
en í Bónus einungis 500 ml og llítra
flaska. Auk þess eru mjög mismun-
andi stærðir í flokki morgunkorna.
Hækkanirnar herja á
Matarkarfan hefur hækkað um
12 prósent að meðaltali á rúmum
mánuði samkvæmt samanburði
DV. Matarkarfan sem notuð er í
samanburðinum er sú sama og not-
uð var í verðkönnun sem gerð var á
höfuðborgarsvæðinu 25. febrúar
2008 og aftur 26. mars 2008. Um
er að ræða átta
vörutegundir.
Samkvæmt útreikningum hefur
matarkarfan hækkað um heil 12,5
prósent í Krónunni og 11,5 pró-
sent í Bónus. Þetta eru miklar verð-
hækkanir á stuttum tíma. Ljóst er
að hinar miklu verðhækkanir sem
von var á eru farnar að herja á Is-
lendinga.
6 prósent á viku
Munur er mismikill á einstök-
um vörutegundum. Matvaran hef-
ur hækkað um rúm 6 prósent á
aðeins einni viku. Karfa sem kost-
aði 1.330 krónur í Bónus 26. mars
kostaði 1.417 krónur 2. apríl.
Flestar hækkanir eru á bil-
inu 3-5 prósent og er það á mjólk,
kaffi og gosi. Mesta hækkunin í
körfunni var á kiwi. Kílóverðið á
því hefur hækkað um 33 prósent
síðan í síðasta mánuði. Hækkan-
ir sem voru á bilinu 12 til 15 pró-
sent voru á Smjörva, Fjörmjólk og
örbylgjupoppi. Þess má geta að
dós af Orabaunum hefur lækkað
um eina krónu og er á sama verði
í Krónunni og áður. Það þykja tíð-
indi á meðan flestar matartegundir
hækka í verði.
Hunt's tómatsósa 1,02 kg
Nýmjólk 1.1
Fjörmjólk 1.1
Smjörvi
Merrild Mellemristet 103
Kiwi kllóverð
Ora baunir450 gr
Orville popp 6pack
Coka Cola 2.I
Myllu hveitibrauð
Axa musli fibersund
Skyr.isjarðaberja
Neutral color þvottaefni 850 gr
Nýr Geisli 700 ml
Dala fetaostur 325 gr
Doritos nacho cheese
Pillsbury hveiti
Homeblest kex
Agúrkuríslenskar
GM Honey nut cheerios 715 gr
ISI04 matarolla 1.1
Heilsutvenna
SAMTALS
BONUS KRONA N MUNU
129 130 0,78%
77 78 1,30%
98 99 1,02%
161 162 0,62%
382 383 0,26%
239 240 0,42%
68 70 2,94%
229 242 5,68%
163 164 0,61%
169 170 0,59%
287 375 30,66%
77 78 1,30%
459 460 0,22%
267 268 0,37%
246 247 0,41%
157 158 0,64%
179 180 0,56%
106 107 0,94%
98 99 1,02%
398 498 25,13%
258 259 0,39%
559 560 0,18%
4806 5027 4,60%
Verðhækkanir
Matarkarfan hækkaði um
6 prósent á einni viku.
■ í T. ,»• •? . -S&. aiwia MRI IDfíllR n
SAIVIANDUlAWri 25.feb.08 BÓNUS 26.3.2008 2.apr.08 KRÓNAN 25.feb.08 26.mar.08 2.apr.08
Nýmjólk 1.1 73 73 77 5,48% 74 74 78 5,41%
Fjörmjólk 1.1 86 86 98 13,95% 87 87 99 13,79%
Smjörvi 143 143 161 12,59% 144 144 162 12,50%
Merrild Mellemristet 103 369 377 382 3,52% 370 370 383 3,51%
Kiwi kílóverð 179 189 239 33,52% 180 190 240 33,33%
* Orabaunir450gr 69 69 68 -1,45% 70 70 70 0,00%
Orville popp 6pack 198 229 229 15,66% 199 259 242 21,61%
1 Coka Cola 2.1 153 164 163 6,54% 154 165 164 6,49%
Hækkun 1270 1330 7,19% 1417 11,57% 6,54% 1278 1359 6,34% 1438 12,52% 5,81%