Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 Sport OV MEISTARADEILD ARSENAL-LIVERPOOL 1-1 1-0 Emmanuel Adebayor ('23), 1-1 Dirk Kuyt ('26). FENERBACHE-CHELSEA 2-1 0-1 Deivic (Sjálfsmark) ('13),1-1 Colin Kazim-Richards (64), 2-1 Deivid (80). UMSPIL 1. DEILD KARFA FSU-VALUR 67-63 FSu vann einvíglð 2-1 og leikur i lceland Express deild karla næsta tímabil. ÍÞRÓTTAM0LAR CHELSEA VILL PALACIO Rodrigo Palacio, leikmaður Boca Juniors, er nú orðaður við Chelsea. Útsendarar Chelsea flugu til Argentínu og kíktu á pilt. Hann var í aðalhlutverki (4-3 sigri Boca á Colo-Colo á þriðjudag. Hinn 26 ára Argentinumaður kostar rúma tvo milljarða króna, reiknað á gamla genginu en borgi Chelsea í íslenskum krónum gæti verðið farið hækkandi. „Tevez og Mascherano tala vel um deildlna á Englandi en eins og er vil ég vera f Boca og hjálpa liöinu," sagði Palacios. Arsenal reyndi að ná (pilt þegar það var að leita að arftaka Thierrys Henry en varð frá að hverfa. CAHILL KEMURTIL BAKA A NÆSTA TlMABILI Tim Cahill, leikmaður Everton, ætlar að verða enn betri á næsta tfmabili. Cahill erfótbrotinn og Kklega er tfmabilið búið hjá Ástralanum knáa. Hann missti af fyrstu 13 leikjum liðsins en þegar hann kom til baka fór Everton á flug. Það tapaði ekki leik f 13 leikjum (röð, merkilegt nokk, og skoraði Cahill sex sinnum.„Ég mun kema sterkari á næsta tfmabili. Ég kom of snemma til baka og því fór sem fór." HUNTELAAR FER EKKINEMA ÞAÐ HENTIHONUM Klaas-Jan Huntelaar, einhver eftirsóttasti leikmaður Evrópu f dag, segist ekki ætla að fara frá Ajax nema það henti honum. Hinn 24 ára Huntelaar hefur verið orðaður við flest stórlið f Evrópu að undanförnu en ætlarekki að fara nema eitthvað gott komi upp á yfirborðið. „Spánn er með eitthvað aföllu, England er með frábæra aðdáendur, (talir eru óöir í fótbolta þannig að þetta er erfitt val." Huntelaar segir þó að koma Marcos Van Basten til liðsins næsta tímabil gæti spilað stóra rullu.„Hann vill að ég verði hér áfram og ég mun setjast brátt niöur með félaginu og skoða mfn mál." RONALDO f ATTUNDA SÆTI Kaka er best launaði knattspyrnumað- urheimsins í dag með 143 þúsund pund á viku sem ekki er hægtað reikna ( íslenskar krónur þar sem gengið f dagerallt annað en það var í gær. Gengi krónunnarer það fáránlegt að ekki verða reiknuð út laun knattspyrnumanna eins og venjan er. Ronaldinho er f öðru sæti með þúsund pundum minna en Kaka, Frank Lampard er í þríðja sætl, samherji hans John Terry í því fjórða, FernandoTorres i því fimmta og flopp allra tíma, Andriy Shevchenko, kemur (sjötta. Michael Ballacker í þvf sjöunda og Ronaldo í þvf áttunda. Enginn Arsenal-maður er (topp 20 en þeir greiða grlöarlega bónusa sem ekki eru reiknaöir I vikulaunin. Samningur Davids Beckham er ekki inni f þessu. Liverpool er í bílstjórasætinu fyrir seinni leikinn gegn Arsenal í átta liða úrslitum meist- aradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli á Emirates-vellinum í gærkvöldi. Markið á útivelli gæti skipt sköpum þegar upp er staðið. TOMAS ÞÓR ÞORÐARSON bladamadur skrifar: tomasig'dv.is Eflaust bjuggust margir við bragð- daufum leik eins og tíðkast hefur þegar ensk lið mætast í meistara- deildinni. Það virtist þó allt ætla að stefna í athyglisvert kvöld á hinum hljóðláta Emirates-leikvangi þegar markvörður Liverpool, Pepe Reina, var kominn í ruglið strax á fyrstu mínútunum. Hann ætlaði þá að mæta boltanum framarlega í teign- um en misreiknaði hann jafnilla og boltann gegn Manchester United um daginn og lenti í ógöngum. Hon- um til happs tókst Adebayor ekki að gera sér mat úr mistökum Spánverj- ans. Mörk lituðu daufan hálfleik Það var ekki hægt að hafa á orði að fyrri hálfleikurinn hafi ver- ið skemmtilegur. í raun var hann allt það sem var búist var við, dauf- ur, staður og hægur. Mörk leiksins komu þó í þessum bragðdaufa fyrri hálfleik og það eftir að Van Persie hafði klúðrað dauðafæri fyrir Arsen- al. Van Persie hefur glímt við meiðsli allt tímabilið og nær engan veginn upp sínum besta leik þessa dagana. Annar framherji Arsenal, Tógó- maðurinn Emmanuel Adebayor, hefur þó verið ögn iðnari við kolann og tókst að skora eftir 23 mínútna leik. Adebayor skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Van Persie en hann var svo óvaldaður í teignum að það er leitun að öðru eins. Aðeins fjórum mínútum seinna voru Liverpool-menn búnir að jafna. Steven Gerrard sem hafði gjörsam- lega ekki sést í leiknum fram að því bryddaði upp á tíu sekúndúm af hreinni snilld þegar hann fór fram- hjá tveimur Liverpool-mönnum, renndi boltanum fyrir á Dirk Kuyt semjafnaði leikinn, 1-1. Vítið sem aldrei varð Seinni hálfleikurinn var allt annað og í raun heimsauglýsing fyrir ágæti enska boltans. Arsenal fékk það hlut- verk sem það helst óskar sér, það er að sækja, enda útivallarmarkið rán- dýr gjöf til Liverpool. Liðið hefði allajafna átt að fá tæki- færi til að komast yfir úr vítaspyrnu hefði dómari leiksins haft skilning á fótbolta. Alexander Hleb bauð þá upp á stórkosdegan sprett inn fyrir teiginn og markaskorarinn Kuyt varð næst- um orðinn skúrkurinn þegar hann augljóslega reif Hleb niður í teignum. Til allrar lukku fyrir Liverpool dæmdi dómarinn ekkert þótt hann væri í frá- bærri aðstöðu til að sjá atvikið. Nicklas Bendtner hefur held- ur ekkert skapað sér meiri vinsæld- ir í Arsenal, allavega hjá félaga sín- um Adebayor, þegar hann varði skot Cescs Fabregas nánast á marklínu. Hefði Bendtner tekist að hoppa yfir boltann hefði markið staðið hjá Fa- bregas og var það sannarlega mark sem Arsenal hefði þurft. Jafnteflið og útivallarmarkið ætti að vera nóg fyrir Liverpool að kom- ast áffam því þótt Arsenal sé ffábært lið eru Liverpool-menn ekkert mik- ið í þeim bransanum að gefa mörk í meistaradeildinni á heimavelli. Aldrei víti „Ég togaði ekki í peysuna hans Hlebs. Þetta var aldrei víti þótt það hefði verið nálægt því," sagði Dirk Kuyt við fféttamenn eftir leikinn en Hollendingurinn var ánægður með markið. „Útivallarmörk telja mjög mikið í svona leikjum og það var æð- islegt að skora í þessum leik. Arsen- al var mjög gott í leiknum en okkur tókst að komast í veg fyrir allt sem það gerði. Það verður erfitt fyrir það að koma á Anfield í næstu viku enda vita allir hvernig stemningin er þar á Evr- ópukvöldum. Næstu tveir leikir gegn þeim verða allavega mjög áhugaverð- h," segh Kuyt. Fenerbache lagði Chelsea með 2-1 eftir glæsilegt sigurmark frá Deivid: ÚRSKÚRKIÍHETJU Drogba i dansi Mehmet Aurelio og Didier Drogba eigast við í leiknum í gær Fenerbache sýndi enn á ný hvað í það er spunnið í Meistaradeildinni þegar liðið lagði Chelsea 2-1 á tyrk- neskri grundu í gær. Brasilíumað- urinn Deivid skoraði sjálfsmark en bjargaði andlitinu með því að skora sigurmark leiksins með þrumuskoti af þrjátíu meha færi. Chelsea-menn virtust ætla að fara létt með Fenerbache þegar tuttugu mínútur voru búnar af leiknum. Stað- an orðin 0-1 eftir sjálfsmark há Dei- vid og Chelsea með yfirhöndina. Minnstu munaði að Didier Drogba skoraði annað mark Chelsea undir lok fyrri hálfleiks en Önder markvörð- ur bjargaði með góðu úthlaupi. Líkt var og nýtt lið hefði mæh til leiks hjá heimamönnum í síðari hálf- leik. Fenerbache hóf að ógna marki Chelsea og Kazim Kazim jafnaði leik- inn eftir stungusendingu á 65. mín- útu. Chelsea-mönnum var brugðið þótt þeir hafi áham reynt að sækja að marki heimamanna. Níu mínútum fyrir leikslok kvihaði Deivid fyrir mistökin í fyrri hálfleik með mögnuðu marki. Miðjumaður- inn negldi knettinum efstí markhorn- ið af þrjátíu meha færi. Sannarlega glæsilegt mark hjá kappanum sem kemur Fenerbache í lykilstöðu fyrir síðari leikinn á brúnni sem kennd er við Stamford á Englandi. Avram Grant, hamkvæmdastjóri Chelsea, horfði á björtu hliðarnar að leik loknum. „Við spiluðum vel ham að fyrsta markinu. Við stjórnuðum öllu í leiknum, sköpuðum góð færi og vorum á sigurbraut. En svona er fót- boltinn og ef þú ert ekki með einbeit- inguna allan tímann tapar þú leikj- um," segir Grant. Frank Lampard var tekinn af leikvelli um 15 mínútum fyr- ir leikslok og virtist ekki par hrifinn af þeirri ákvörðun þjálfarans, en Grant gerði ekki mikið úr því. „Hann er að jafna sig eftir veikindi og hefur aðeins æfi tvívegis með liðinu síðan hann jafhaði sig," segir Grant. „Þetta eru mikil vonbrigði. Við áh- um að vinna hér og þeh áttu aldrei að komast inn í leikinn. Eina sem hægt er að gleðjastyfir er að við eigum heima- leikinn eftir og við munum vinna þar," sagði Ballack. vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.