Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 6
PENINGAMÁL 2001/1 5 Þörfin fyrir vísbendingar um framtíðarverðlagshorfur hefur aukist gríðarlega á síðasta áratug og þeim aðilum sem spá um breytingu vísitölu neysluverðs fjölgar stöðugt. Áreiðan- leiki og gæði spánna eru misjöfn. Samanburður á spánum og mælingar á marktækni þeirra er því nauðsynlegur, bæði fyrir spáaðila sjálfa og aðra sem fylgjast með efnahags- málum eða nota spárnar með einum eða öðrum hætti. Hér á eftir fer mat og samanburður á árs- og ársfjórðungsspám Seðlabankans og sambærilegum spám annarra. Við mat á verðbólguspám er horft á meðalskekkju (bjögun) og staðalfrávik spáskekkju. Meðalskekkjan sýnir meðalfrávik spánna frá eiginlegri verðbólgu og þar með hvort verið er kerfisbundið að of- eða vanspá verðbólgu. Staðalfrávikið er mælikvarði á hversu langt spágildið er frá réttu gildi að meðaltali. Í töflu 1 er birt yfirlit yfir ársspár Seðlabankans og annarra aðila og eiginlega verðbólgu áranna 1994-2000. Miðað er við breytingu vísitölu neysluverðs milli ársmeðaltala. Til og með ársins 1998 var tilhneiging til þess að ofspá verðbólgunni en það snérist við árið 1999 þegar allir aðilar vanspáðu verðbólgunni. Spár fyrir árið 2000 reyndust allar mjög nálægt því sem verðbólgan varð á tímabilinu nema hjá Þjóðhagsstofnun sem spáði töluvert minni verðbólgu á árinu. Ársspár Seðlabankans á þessu tímabili hafa haft bæði lægsta staðalfrávikið og minnstu skekkjuna af þeim aðilum sem hafa verið að spá. Staðalfrávik í spám Seðlabankans er 0,7% en 0,9% bæði hjá Þjóðhagsstofnun og Gjaldeyrismálum. Meðalskekkja hjá Seðlabankanum er 0,1% samanborið við 0,2% hjá Þjóðhagsstofnun og 0,4% hjá Gjaldeyrismálum. Hjá Íslandsbanka-FBA er aðeins um tvær ársspár að ræða og því afar hæpið að draga ályktanir af því. Tafla 2 sýnir samanburð á ársfjórðungsspám Seðla- bankans, Gjaldeyrismála og Íslandsbanka-FBA. Gjald- eyrismál birta þó ekki ársfjórðungsspár heldur mánaðar- leg gildi vísitölunnar 3 mánuði fram í tímann og eru þau umreiknuð yfir í ársfjórðungsspá. Svipað gildir um fyrstu ársfjórðungsspár Íslandsbanka-FBA en eftir sameiningu hafa verið birtar ársfjórðungsspár. Litið er á 3 mislöng tímabil og það stysta nær aðeins yfir árin 1999-2000 til að einnig sé unnt að skoða spár Íslandsbanka-FBA. Litlu skiptir hvort notaðar eru spár FBA (eins og í töflu) eða Íslandsbanka fyrir sameiningu. Sé litið á spár Seðlabankans er meðalskekkjan ekki marktækt frábrugðin núlli og staðalfrávik um eða undir staðalfráviki metinnar spájöfnu, eða um ½%. Gjaldeyris- Rammi 1 Spáskekkjur í verðbólguspám Seðlabankans og annarra aðila Tafla 1 Ársspár ýmissa aðila 1994-20001 % 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 Seðlabankinn ........................................................... 5,0 1,9 2,6 2,1 2,4 2,5 1,4 Þjóðhagsstofnun ...................................................... 3,9 2,5 2,7 2,5 2,5 2,5 2,5 Gjaldeyrismál .......................................................... 5,0 2,3 3,2 2,3 2,9 3,0 1,3 Íslandsbanki-FBA2 .................................................. 4,9 1,7 Verðbólga tímabilsins ............................................. 5,0 3,4 1,7 1,8 2,3 1,7 1,5 1. Breytingar milli ársmeðaltala í vísitölu neysluverðs. Notaðar eru spár sem gerðar eru sem næst áramótum hvers árs. 2. Notaðar eru spár FBA fyrir sameiningu Íslandsbanka og FBA nema hvað ársspá ársins 1999 er frá Íslandsbanka. Tafla 2 Samanburður á ársfjórðungsspám % Staðalfrávik Meðalskekkja Seðlabankinn 1995:1-2000:4 .................... 0,42 0,06 1997:1-2000:4 .................... 0,47 0,06 1999:1-2000:4 .................... 0,54 0,00 Gjaldeyrismál 1995:1-2000:4 .................... 0,45 0,26 1997:1-2000:4 .................... 0,45 0,27 1999:1-2000:4 .................... 0,39 0,12 Íslandsbanki-FBA1 1999:1-2000:4 .................... 0,67 0,03 1. Notaðar eru spár FBA fyrir sameiningu Íslandsbanka og FBA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.