Peningamál - 01.02.2001, Side 56

Peningamál - 01.02.2001, Side 56
PENINGAMÁL 2001/1 55 Janúar 2000 Hinn 1. janúar tóku gildi nýjar reglur um verðtrygg- ingu sparifjár og lánsfjár o.fl. Breytingar voru gerðar á ákvæði um jöfnuð verðtryggðra eigna og skulda lánastofnana. Leyfileg mörk misvægis voru aukin úr 20% í 30% af eigin fé. Ekki voru gerðar breytingar á heimildum til verðtryggingar sparifjár og lánsfjár eins og stefnt hafði verið að samkvæmt reglum bankans frá júní 1995. Lágmarksbinditími verð- tryggðra innlána verður áfram 3 ár og lágmarksbindi- tími verðtryggðra lána 5 ár. Hinn 1. janúar tók gildi breyting á lögum nr. 36/1986 um Seðlabanka Íslands og fluttist yfirstjórn bankans frá viðskiptaráðherra til forsætisráðherra. Hinn 1. janúar fékk Greiðslumiðlun hf. Visa Ísland starfsleyfi sem lánastofnun. Hinn 12. janúar hækkaði Seðlabanki Íslands vexti sína um 0,8 prósentustig. Hinn 24. janúar birti Seðlabanki Íslands verðbólgu- spá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 5% milli áranna 1999 og 2000 en hækkun frá upphafi til loka árs 2000 yrði 3,8%. Spáð var að verðlag á fyrsta ársfjórðungi myndi hækka um 0,9% eða 3,7% á ársgrundvelli. Febrúar 2000 Hinn 1. febrúar tóku gildi nýjar reglur á millibanka- markaði með krónur. Helstu breytingar eru þær að framvegis skuldbinda markaðsaðilar sig til þess að gera tilboð í tilteknum fjárhæðum með lánstíma til 9 og 12 mánaða. Seðlabanki Íslands mun reikna út og birta REIBOR og REIBID til 9 og 12 mánaða. Hinn 1. febrúar tóku gildi nýjar reglur um viðskipti Seðlabanka Íslands við bindiskyldar lánastofnanir. Meginbreytingar voru að gildandi ákvæði um leið- réttingar á færslumistökum voru felld inn í reglurnar og að tilkynningar um uppboð endurhverfra við- skipta verða birtar vikulega á mánudagsmorgni í stað föstudagskvölds. Þá bættist við nýr skuldabréfa- flokkur SLST023/2 sem er hæfur í viðskiptum við Seðlabankann. Hinn 3. febrúar veitti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch IBCA íslenska ríkinu lánshæfismatið AA- fyrir lang- tímaskuldbindingar í erlendri mynt, fyrir skamm- tímaskuldbindingar í erlendri mynt F1+ og fyrir skuldbindingar í innlendri mynt fékk ríkið AAA sem eru hæstu einkunnir sem fyrirtækið gefur. Hinn 11. febrúar tilkynnti Seðlabanki Íslands hækk- un vaxta sinna um 0,3 prósentustig og um víkkun vikmarka gengisstefnunnar úr ±6% í ±9%. Mars 2000 Hinn 21. mars tóku gildi nýjar reglur um viðskipti á millibankamarkaði í íslenskum krónum. Meginbreyt- ingin á reglunum er sú að sett hefur verið hámarks- vaxtabil milli inn- og útlána í tilboðum þátttakenda til eins mánaðar og lengri tíma. Hámarkið er 25 punktar. Ekkert hámarksvaxtabil er skilgreint fyrir viðskipti til skemmri tíma. Hinn 30. mars veitti viðskiptaráðherra FBA starfs- leyfi sem viðskiptabanka skv. 4. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði. Apríl 2000 Hinn 10. apríl var undirrituð samrunaáætlun Íslands- banka hf. og FBA hf. sem leiddi til stofnunar nýs fé- lags undir nafninu Íslandsbanki-FBA hf. Maí 2000 Seðlabanki Íslands birti verðbólguspá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 5,5% milli ár- anna 1999 og 2000, en hækkun frá upphafi til loka árs 2000 yrði 5,0%. Spáð var að verðlag á öðrum árs- fjórðungi myndi hækka um 1,4% eða 5,7% á árs- grundvelli. Annáll fjármálamarkaða Janúar 2000 – janúar 2001

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.