Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 28
PENINGAMÁL 2001/1 27 árið áður, sem leiddi til þess að innflutningur jókst um 23%. Eftirköst þessa tímabils komu ekki svo mjög fram í hagvexti, heldur fyrst og fremst 30% gengislækkun á árunum 1984-1986. Rýrnun viðskiptakjara átti ekki beinan þátt í hallaskeiðinu sem varð á árunum 1989-1990. Þvert á móti kynti öflugur viðskiptakjarabati (22%) árin 1988-1989 undir ofþenslu og stuðlaði að mikilli hækkun nafngengis sem varð til þess að innflutn- ingur óx um 22% árið 1989. Eftirköstin urðu 1,1% samdráttur árið 1991 eftir dræman hagvöxt árið á undan, vaxandi atvinnuleysi og aukinn halli hins opinbera, sem nam 6% af landsframleiðslu árið 1992. Hallarekstur hins opinbera var sennilega afleiðing þess að samdráttur varð í landsframleiðslu árið áður, í kjölfar ofþenslu, fremur en sjálfstæð uppspretta viðskiptahallans. Stefnan í ríkisfjármálum ýtti þó undir eftirspurn og varð til þess að hægar dró úr met- viðskiptahallanum en ella. Þriðja hallaskeiðið stóð árin 1998 og 1999, ef miðað er við 5% mörkin, en segja má að það standi enn, því er áætlað er að hallinn hafi aðeins verið lítið eitt undir 5% á síðasta ári og OECD spáir 4½% halla á þessu ári. Að auki var halli einnig yfir 5% árið 1995. Rót þessa síðasta hallaskeiðs liggur að öllum líkindum í öru innstreymi fjármagns, en hagvöxtur hefur verið öflugur og peningastefnan aðhaldssöm, sem leiddi til 10% raungengishækkunar árið 1996. Innflutningur jókst um 16% það ár. Í kjölfar krepp- unnar í Asíu var slakað á aðhaldinu og gengið lækkaði. Eftirköstin hafa ekki komið fram að öðru leyti en því að gengi ástralska dalsins hefur lækkað svo um munar. Síðari helming sl. árs var gengi ástralska dalsins u.þ.b. 35% lægra gagnvart Banda- ríkjadal en í ársbyrjun 1997. Þrátt fyrir samfelldan hallarekstur um 20 ára skeið hefur yfirleitt tekist að halda uppi ágætum hag- vexti í Ástralíu. Einungis í kjölfar mesta ofþenslu- skeiðsins í lok níunda áratugarins þegar viðskipta- hallinn fór yfir 5% í tvö ár samfleytt (auk þess sem verulegur viðskiptahalli var árin á undan) virðast eftirköstin hafa orðið veruleg. Gengi ástralska dals- ins dalaði hins vegar mjög á tímabilinu og stuðlaði líklega að nokkuð þróttmiklum vexti útflutnings, sem hefur verið u.þ.b. 7% að meðaltali undanfarin 20 ár. Innflutningur hefur vaxið álíka hratt. Skýringa á meiri halla við lok tímabilsins en í upphafi þess er því fyrst og fremst að leita í versnun viðskiptakjara og hreinnar stöðu þjóðarbúsins, og of litlum innlend- um sparnaði.11 Hrein staða þjóðarbúsins hefur þó e.t.v. versnað minna en ætla mætti eftir svo langt tímabil viðskiptahalla. Hrein erlend staða rýrnaði úr innan við -30% af landsframleiðslu um miðjan 9. áratuginn í u.þ.b. -45% af landsframleiðslu árið 1996, en batnaði verulega árið eftir þegar vöxtur út- flutnings hafði mælst í tveggja stafa tölu tvö ár í röð. Hafa verður í huga að þrátt fyrir allt hefur meðal- hallinn ekki verið nema rúmlega 1% umfram meðal- vöxt landsframleiðslu (3½%) og flest árin hefur hann 1970 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 0 1 2 -1 -2 -3 -4 -5 -6 -7 % 70 80 90 100 110 120 130 140 150 160 1995=100 Viðskiptahalli, % af VLF (v. ás) Meðalgengi (h. ás) Raungengi (h. ás) Ástralía: Viðskiptahalli og gengisþróun 1970-1999 Mynd 4 1970 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 0 1 2 -1 -2 -3 -4 -5 -6 -7 % 50 70 90 110 130 150 170 190 210 230 1995=100 Viðskiptahalli, % af VLF (v. ás) Viðskiptakjör (h. ás) Ástralía: Viðskiptahalli og viðskiptakjör 1970-1999 Mynd 3 11. Að þjóðhagslegur sparnaður sé lítill er auðvitað aðeins önnur hlið sama tenings. Þjóðhagslegur sparnaður er skilgreindur sem summa fjármuna- myndunar og viðskiptajafnaðar. Ef viðskiptahallinn er mikill er sparn- aðarhlutfallið því að öllu jöfnu lágt nema fjámunamyndun sé þeim mun meiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.