Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 41
40 PENINGAMÁL 2001/1 málum sem tengjast atvinnuleysi, hlýtur sú staðreynd að náðst hefur nánast full atvinna að vera afar upp- örvandi einkenni efnahagsþróunar nýliðinna ára. Með mikilli og stöðugri eftirspurn eftir vinnuafli hefur stig langtímaatvinnuleysis, þ.e.a.s. atvinnuleys- is sem varir í eitt ár eða lengur, fallið mjög frá árinu 1997, niður í 1,4% nú. Flutningur fólks úr landi vegna bágborins atvinnuástands – sem svo lengi hefur verið táknmynd hins ömurlega efnahags- ástands á Írlandi – hefur stöðvast og um nokkurra ára skeið hefur fleira fólk flutt til Írlands en frá því. Frá árinu 1994 hefur fólksfjöldinn vaxið um nálægt 1% á ári, og má rekja 2/5 hluta þeirrar aukningar til hreins aðflutnings fólks, bæði áður brottfluttra sem snúið hafa aftur heim og annarra. Sú umbylting hagkerfisins sem hefur leitt af sér aukna efnahagsstarfsemi hefur einnig leitt af sér gagnger umskipti í opinberum fjármálum. Frá árinu 1997 hefur opinberi geirinn skilað afgangi og í ár er búist við að afgangur á rekstri hins opinbera verði 3,7% af vergri landsframleiðslu. Bætt staða í ríkis- fjármálum og aukning framleiðslunnar hefur leitt til þess að hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu hefur fallið niður í kringum 41,5% í ár, sem er eitt hið lægsta sem þekkist í Evrópusambandinu. Fram- leiðsluaukning undanfarinna ára ásamt tiltölulega lágum nafnvöxtum á alþjóðlegan mælikvarða hafa leitt til þess að skuldabyrðin hefur minnkað talsvert. Þessi hagstæða þróun hefur haft margvísleg áhrif sem sum hver eru alveg ný fyrir okkur. Verðbólgu- hraði hefur talsvert aukist, þrýstingur á vinnumarkaði fer vaxandi og ýmsar eignir hafa hækkað talsvert í verði nú um nokkurra ára skeið. Mikil aukning útlána hjá bönkum hefur fylgt þessu og samhliða því hafa skuldir í einkageiranum aukist. Auk þess hefur myndast mikill halli á rekstri innviða samfélagsins en það hefur ekki aðeins áhrif á hagþróunina heldur einnig á lífsgæði á Írlandi. Þátttaka Írlands í Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu þýðir að ekki er unnt að beita peningamálastefnu til þess að fást við þessa þróun. Ég mun fjalla meira um þessi málefni síðar. Reynsla af þátttöku í Evrópusambandinu Breytt gerð hagkerfisins Tiltölulega góður gangur var í írsku efnahagslífi í um það bil tvo áratugi frá því seint á sjötta áratugnum og langt fram á þann áttunda. Þetta gerðist í kjölfar þess að tekin var upp opnari stefna gagnvart útlöndum en áður. Við þetta hlaut hagkerfið að breytast og hnign- un sumra fyrirtækja og atvinnugreina var óumflýjan- leg. Þetta átti við um fyrirtæki og atvinnugreinar sem höfðu þróast bak við tollamúra sem gátu verið býsna háir. Aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE) árið 1973 var mikils háttar skref í þessa átt. Samt var ljóst, að teknu tilliti til ástands mála á Írlandi árið 1973, að aukið frelsi í viðskiptum sem aðildinni fyl- gdi hlyti að valda meiri háttar breytingum á viðskip- tatengslum írska hagkerfisins og gerð þess. Á Írlandi var tiltölulega stór landbúnaðargeiri áður en landið gerðist aðili að Efnahagsbandalaginu og sá geiri var mjög háður hinum nálæga markaði í Stóra-Bretlandi. Tafla 1 Vísbendingar um efnahagsþróun undanfarin ára % 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000c Verg þjóðarframleiðsla ................................................. 6,3 8,2 7,4 9,3 7,8 7,8 8½ Verg þjóðarframleiðsla á mannsbarn ............................ 6,0 7,7 6,6 8,3 6,6 6,7 7¼ Atvinnab ........................................................................ 3,2 5,0 3,6 3,9 6,8 6,3 4¾ Atvinnuleysib ................................................................ 14,7 12,2 11,9 10,3 7,8 5,6 4½ Verðbólga á mælikvarða neysluverðs ........................... 2,4 2,5 1,6 1,5 2,4 1,6 5½ Útflutningur/VLF .......................................................... 78,8 86,3 87,6 90,7 98,9 102,4 107,0 Afkoma hins opinbera .................................................. -2,0 -2,2 -0,2 0,7 2,1 1,9 3,7 Tekjur hins opinbera/VLF ............................................ 40,1 37,4 37,8 36,9 36,0 36,2 35,2 Útgjöld hins opinbera/VLF ........................................... 42,1 39,7 38,0 36,2 33,9 34,3 31,5 (a) Tölur sýna hlutfallslegan vöxt, að undanskildum tölum yfir atvinnuleysi og afkomu hins opinbera (sem er tilgreind í % af vergri landsframleiðslu). (b) Miðað við aprílmánuð á hverju ári, nema árin 1999 og 2000 en fyrir þau ár eru gefin meðaltöl fyrir árið allt, byggð á ársfjórðungstölum. (c) Spá Seðlabanka Írlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.