Peningamál - 01.02.2001, Side 42

Peningamál - 01.02.2001, Side 42
PENINGAMÁL 2001/1 41 Iðnaður var mestmegnis smár í sniðum og enn stóð yfir bæði aðlögun hans að lækkun tollamúra og aukinni samkeppni, og einnig að því að sjónarmið höfðu breyst og ríkari áhersla var lögð á útflutning. Í þessu umhverfi var framleiðni tiltölulega lítil og lífs- kjör tiltölulega slök. Á þeim rúmu þrjátíu árum sem liðin eru síðan landið gekk í Evrópusambandið hefur iðnaðargeirinn breyst í grundvallaratriðum. Mikilvægi hefðbundnu atvinnugreinanna – sem gjarnan byggðust á tiltölu- lega lítt þjálfuðu vinnuafli sem vann úr staðbundnum aðföngum – er tiltölulega minna en áður var og í þeirra stað hafa komið fyrirtæki, sem að miklu leyti eru í eigu útlendinga, í hátæknigreinum á borð við framleiðslu á tölvuvélbúnaði, kemískum efnum, hug- búnaði og lækningatækjum. Nú verða um þrír fjórðu hlutar framleiðslunnar til í þessum nýju undirgrein- um og næstum tveir fimmtu hlutar af vinnuafli í iðn- aði vinnur í þeim. Þessum kerfisbreytingum í hag- kerfinu hefur einnig fylgt talsverð breyting á áfanga- stöðum útflutningsins, aðallega þannig að útflutning- ur hefur minnkað til Stóra-Bretlands en aukist til annarra Evrópusambandslanda. Bein erlend fjárfesting Ýmsir þættir liggja til grundvallar þessari umbylt- ingu iðnaðarins. Í fyrsta lagi hefur reglugerðar- umhverfi sem varðar stofnun og rekstur fyrirtækja á Írlandi verið tiltölulega þægilegt. Í öðru lagi hefur verið lögð áhersla á hraða nútímavæðingu innviða fjarskiptakerfisins í landinu. Loks hefur verið fylgt árangursríkri atvinnustefnu sem gengið hefur út á að hvetja útlendinga til beinnar fjárfestingar í landinu. Þetta er mikilvægasti þátturinn. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að laða erlend fyrirtæki til Írlands. Þar á meðal má nefna lága skatta á fyrirtæki, aukna menntun og tæknikunnáttu vinnuaflsins, tiltölulega lágan kostnað í landinu og tækifærið til að nota Írland sem inngang að hinum gríðarstóra Evrópu- sambandsmarkaði. Fram til þessa hefur bein fjárfesting útlendinga venjulega verið í líki „frumfjárfestingar“ (e. „green- field investment“) jafnt sem stækkunar á þeim verk- smiðjum sem fyrir eru. Þetta hefur haft meiri bein áhrif á framleiðslu og atvinnustig en verið hefði ef fjárfestingin hefði falist í sameiningu fyrirtækja og yfirtöku. Auk þess hefur bein fjárfesting útlendinga hjálpað til við að flytja tækni, kunnáttu og nútíma- lega stjórnunarhætti með tiltölulega auðveldum hætti inn í írskt efnahagslíf. Hátæknigeirarnir hafa blásið nýju lífi í atvinnulífið og hafa gefið af sér mikinn fjölda nýrra fyrirtækja sem stofnuð hafa verið af fyrr- verandi starfsmönnum þessara erlendu fyrirtækja. Ef til vill er hugbúnaðargeirinn besta dæmið um þetta. Einnig er rétt að geta þess að þó að töluvert hafi blásið um fyrirtæki í eigu innlendra aðila í þessu nýja fríverslunarumhverfi hefur orðið róttæk nútímavæð- ing á stórum hluta iðnfyrirtækja í eigu innlendra aðila og rekstri þeirra verið hagrætt. Bandaríkjamenn standa fyrir umtalsverðum hluta beinnar erlendrar fjárfestingar á Írlandi: Árið 1998 áttu Bandaríkjamenn 41% allra iðnfyrirtækja á Ír- landi sem voru í eigu erlendra aðila. Á árunum 1994 til 1998 nam árlegt innstreymi beinnar fjárfestingar Bandaríkjamanna í iðnaði um það bil 1,5% af vergri landsframleiðslu á Írlandi. Reyndar rennur stór hluti Tafla 2 Verg landsframleiðsla eftir geirum % 1970 1980 1990 1999 Landbúnaður .................... 17 12 9 4 Iðnaður ............................. 36 37 35 38 Þjónusta ........................... 47 51 56 58 Heimildir: National Income and Expenditure (ýmis hefti), Central Statistics Office. Tafla 3 Umbylting í iðnaðargeira 1983 1990 1998 % af heild Írland Útlönd Írland Útlönd Írland Útlönd Framleiðsla ...... 41 59 32 68 18 82 Atvinna ............ 61 39 55 45 53 47 Heimildir: Census of Industrial Production, ýmis hefti. Tafla 4 Skipting útflutnings eftir áfangastöðum % 1970 1980 1990 1999 Stóra-Bretland .......................... 66 43 34 22 Önnur Evrópusambandslönda ............. 9 32 41 43 Önnur lönd (þ.á m. Bandaríkin) 25 25 25 35 (a) Aðildarlönd að Efnahagsbandalagi Evrópu/Evrópubandalaginu/Evrópu- sambandinu á viðkomandi árum. Heimild: Central Statistics Office.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.