Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 48
Væntingar um laun Vinnumarkaður er dæmi um svið þar sem ójafnvægi hefur verið sýnilegt um nokkurt skeið. Náðst hefur nánast full atvinna og því hefur samningsstaða breyst þannig að samningsstyrkurinn hefur færst frá vinnu- veitendum yfir til launþega. Þetta hefur valdið því að þrýstingur er upp á við á launakjör í öllum geirum atvinnulífsins. Þó að hækkandi laun kunni að vera einn þeirra krafta sem að lokum munu hægja á hag- kerfinu, er hætta á því að launaþróunin sé knúin áfram af væntingum sem reistar eru á hinum óvenju- mikla hagvexti að undanförnu. Í þessu samhengi verður að gera launasamninga með tilliti til þess að óumflýjanlegt er að hagvöxtur minnki og komist niður á hóflegra stig, og einnig verður að taka tillit til þess hversu opið hagkerfið er og berskjaldað fyrir þróun í öðrum löndum. Um þessar mundir hagnast fyrirtæki á Írlandi, sér í lagi fyrirtæki í hefðbundnum atvinnugreinum, á því að gengi evrunnar gagnvart sterlingspundinu hefur lækkað. Í þessu umhverfi myndu launahækkanir sem færu saman við nokkra gengishækkun evrunnar geta haft alvarleg áhrif á samkeppnishæfni þessara fyrirtækja. Innviðir Álagið á innviði samfélagsins – sér í lagi á umferðar- mannvirki og húsnæði – hefur verið bersýnilegt um nokkurn tíma. Í þeim löndum sem eru þróaðri hefur hagþróunin almennt séð verið hægara ferli. Þannig gátu umbætur á efnislegum innviðum átt sér stað samstiga hagvextinum. Á Írlandi hefur ekki verið unnt að láta þróun innviðanna fylgja eftir hinum ákafa hagvexti sem hefur átt sér stað á tiltölulega skömmum tíma, svo að flöskuhálsar hafa myndast. Til að reyna að draga úr því hvernig hallað hefur á innviðina hefur ríkisstjórnin hleypt af stokkunum áætlun um talsvert aukin útgjöld og er hún hluti af svonefndri þróunaráætlun landsins, National Devel- opment Plan. Þar sem byggingariðnaðurinn starfar nú þegar við fulla afkastagetu mun líða nokkur tími uns ábatinn af þessu kemur í ljós. Fjölþætting/næmi fyrir áföllum á einstaka geira Það er skilgreiningaratriði að erfitt er fyrir lítil og opin hagkerfi að tryggja fjölþættingu á háu stigi. Afleiðingin af því er sú að áföll sem ríða yfir einn geira geta haft afleiðingar á hagkerfið í heild sinni. Þegar um Írland ræðir, er gagnlegt að beina sjónum að hinum tveimur skýrt aðgreindu megingeirum hagkerfisins. Hinn fyrri samanstendur af hefðbundn- um iðngreinum og hluta landbúnaðargeirans. Þessir geirar eru enn býsna háðir markaðnum á Stóra-Bret- landi og eru berskjaldaðir fyrir gengisþróun evrunn- ar gagnvart sterlingspundi. Ef ofan á launaskrið í þessum geira bættist skyndileg og umtalsverð hækk- un á evrunni gagnvart sterlingspundinu gæti ástand- ið orðið alvarlegt fyrir þennan hluta utanríkisversl- unarinnar. Auk þess eru sumir hlutar hátæknigeirans enn sérlega berskjaldaðir fyrir þróun heimsbúskap- arins og sér í lagi í Bandaríkjunum. Þessar aðstæður verða skiljanlegri sé höfð í huga sú staðreynd að árið 1999 stóðu tíu fyrirtæki í eigu útlendinga fyrir rétt rúmlega þriðjungi alls vöru- og þjónustuútflutnings Íra. Hækkun eignaverðs Á húsnæðismarkaði jókst hraði verðhækkana skyndi- lega árið 1996 og við hinn gífurlega árlega vöxt sem átt hefur sér stað síðan þá, hefur húsnæðisverð meira en tvöfaldast. Ýmsir þættir hafa stuðlað að þessu. Eftirspurn eftir húsnæði hefur aukist talsvert. Þetta endurspeglar grundvallarþætti svo sem vöxt mann- fjöldans sem er á þeim aldri sem stofnar heimili, talsvert hærra atvinnustig og hækkandi ráðstöfunar- tekjur. Auk þess hafa væntingar – sem nú hafa ræst – um lægri vexti vegna þátttökunnar í EMU stuðlað að hinni snörpu verðhækkun. Á hinn bóginn voru viðbrögð frá framboðshlið býsna treg þar til nýlega. Á undanförnu einu ári eða svo hefur hins vegar orðið PENINGAMÁL 2001/1 47 Tafla 7 Hækkun eignaverðs Íbúðar- Atvinnu- %-hækkun á ári húsnæðia húsnæðib Leigac 1994 .................................. 4,1 7,6 2,3 1995 .................................. 7,2 4,2 1,8 1996 .................................. 11,8 11,1 8,2 1997 .................................. 17,2 17,0 10,6 1998 .................................. 22,6 32,1 14,6 1999 .................................. 18,5 23,8 16,1 2000d ................................ 13,9 21,6 16,2 (a) Department of Environment and Local Government, National New House Prices. (b) Jones Lang LaSalle, Capital Values. (c) Jones Lang LaSalle, Rental Value for Irish Commercial Property. (d) Janúar-september 2000 (hækkun frá fyrra ári).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.