Peningamál - 01.02.2001, Síða 47

Peningamál - 01.02.2001, Síða 47
Fyrr á þessu ári tók Írland þátt í áætlun Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um mat á fjár- málageiranum (World Bank – IMF Financial Sector Assessment Program, FSAP). Hún fól í sér mat á veikleikum fjármálageirans og á því hversu vel hann fer eftir og framfylgir eftirlitsstöðlum og bestu vinnuvenjum. Áætlunin leiddi í ljós að á Írlandi er traust og afar þróað fjármálakerfi sem hefur verið mjög stöðugt, jafnvel á tímum sem einkennst hafa af uppnámi á alþjóðlegum mörkuðum. Eignastaða bankanna er mjög góð og gæði eignanna mikil, og arðsemisstig er hærra en hjá flestum evrópskum samkeppnisaðilum. Matið leiddi einnig í ljós að heildarumgjörðin, bæði varúðarreglur og varúðar- eftirlit (e. prudential regulation and supervision), er vel þróuð hjá Seðlabankanum og hún sýnir að vel er fylgst með og farið eftir alþjóðlegum viðmiðum og reglum. Í skýrslunni er greint frá því að sú þróun sem nú stendur yfir – nýbreytni í fjármálageiranum, aukin samkeppni, aukin starfsemi yfir landamæri í tengslum við Alþjóðlega fjármálamiðstöð Dyflinnar (Dublin's International Financial Services Centre) og loks viðvarandi hraður útlánavöxtur – felur í sér umtalsverða áskorun fyrir markaðsaðila og eftirlits- aðila um að viðhalda þeim stöðugleika sem einkennt hefur fjármálamarkaði á Írlandi. Í stuttu máli: Írland er nú aðili að sameiginlegu myntkerfi þar sem peningamálum er stjórnað út frá þörfum evrusvæðisins í heild. Einstök lönd verða að taka mið af þessum aðstæðum – sem henta ekki alltaf miðað við sérstakar þarfir þeirra. Eins og lýst var hér að ofan hafa þeir sem stefnuna móta yfir nokkrum stýritækjum að ráða til þess að fást við ójafnvægi í hagkerfinu og til að bregðast á skilvirkari hátt við svæðisbundnum áföllum sem hljóta að ríða yfir öðru hverju. Skilvirk notkun þessara stýritækja ætti að lágmarka þau áhrif sem missir eigin peninga- og gengisstefnu hefur á hagkerfið. Yfirstandandi vandamál og viðfangsefni Eins og ég minntist á hér fyrr er mikilvægasta verk- efnið, sem tengist aðild Íra að EMU, að stýra hag- kerfinu inn á feril hóflegri hagvaxtar eftir hinn afar mikla vöxt sem einkennt hefur efnahagslífið undan- farin sjö ár. Þetta verður ekki auðvelt verkefni í ljósi þess að ójafnvægi er þegar farið að láta á sér kræla. Verðbólga Ef til vill er sýnilegasta dæmið um þau vandamál sem nú er við að etja aukning mældrar verðbólgu sem átt hefur sér stað undanfarna tólf mánuði eða svo. Samræmd vísitala neysluverðs (harmonized index of consumer prices, HICP) hefur hækkað úr lægsta gildinu sem hún hefur komist í nú um skeið, eða 1,8%, á miðju ári 1999, upp í 6% nú. Þó að hluti þessarar aukningar endurspegli tímabundna þætti á borð við breytingar á óbeinum sköttum þá hefur nú um nokkurt skeið verið greinilegur verðbólguþrýst- ingur. Verðbólga á Írlandi mælist um 3¼ prósentu- stigum hærri en á evrusvæðinu í heild. Áætlað hefur verið að með hliðsjón af lækkun evrunnar á alþjóð- legum gjaldeyrismörkuðum megi skýra um það bil hálft prósentustig af þessum mun með því að írska hagkerfið er tengdara svæðum sem hafa aðra gjald- miðla en evru. Auk þess má skýra um eitt prósentu- stig með meiri framleiðnivexti í þeim hluta hag- kerfisins sem framleiðir vörur og þjónustu sem versl- að er með milli landa í samanburði við þann hluta hagkerfisins sem framleiðir eingöngu til innanlands- nota. Þetta leiðir til þess að laun eru hærri í þeim hluta hagkerfisins sem framleiðir vöru og þjónustu til innanlandsnota, og þegar við bætist minni fram- leiðnivöxtur í þeim geira, veldur það þrýstingi á verðlag upp á við. Ef tekið er tillit til þessara þátta stendur eftir verðbólgumismunur milli Írlands og evrusvæðisins sem er um 1¾ prósentustig. U.þ.b. ¾ prósentustig af þeim mun stafa af hækkun óbeinna skatta á Írlandi og afganginn má að miklu leyti eigna mikilli innanlandseftirspurn á Írlandi. 46 PENINGAMÁL 2001/1 Tafla 6 Greining á verðbólgumismun milli Írlands og evrusvæðisins prósentustig Samræmd vísitala neysluverðs – Írland ............................ 6 Samræmd vísitala neysluverðs – evrusvæðið ................... 2¾ Munur á verðbólgu ........................................................... 3¼ þar af: Samleitni verðlags ......................................................... 1 Áhrif vegins meðalgengis ............................................. ½ Áhrif óbeinna skatta ...................................................... ¾ Umframeftirspurn innanlands ....................................... 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.