Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 35

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 35
Núverandi hallatímabil í ljósi fortíðarinnar og alþjóðlegs samanburðar Samanburður við fyrri tímabil gæti varpað ljósi á hvers er að vænta í kjölfar núverandi hallaskeiðs. Ástæða er þó til að setja fyrirvara við slíkan saman- burð ekki síður en hvað áhrærir alþjóðlega saman- burðinn. Hagvaxtargeta er t.d. að öllum líkindum minni nú í samanburði við fyrri ár, sem gerir það að verkum að þjóðarbúskapurinn þolir verr langvarandi viðskiptahalla. Erlendir raunvextir hafa einnig verið mjög breytilegir á tímabilinu. Aðstæður eru að auki gjörbreyttar að því leyti að fjármagnshreyfingar eru nú óheftar. Óheftar fjár- magnshreyfingar gera það að verkum að auðveldara er að fjármagna stóran viðskiptahalla nú en áður, en jafnframt geta umskiptin orðið þeim mun meiri ef traust markaðsaðila á sjálfbærni viðskiptahallans brestur. Sem fyrr segir þá stefnir núverandi hallaskeið í það að verða mesta hallaskeið í hálfa öld, þ.e.a.s. ef einungis er litið til tímabila þegar viðskiptahallinn fór yfir 5% af landsframleiðslu í 2 ár samfleytt eða lengur. Að hvaða leyti er núverandi hallaskeið frá- brugðið þeim sem fyrr hafa gengið yfir? • Það fyrsta sem vekur eftirtekt er að ólíkt fyrri halla- skeiðum eiga hvorki viðskiptakjararýrnun né stórfelld- ur aflabrestur hlut að máli, þótt stöðnun hafi ríkt í sjávarútvegi sl. ár. • Ólíkt fyrri hallaskeiðum er ekki að sjá að hátt raun- gengi eigi verulegan þátt í myndun hallans. Miðað við raungengi síðustu tveggja áratuga er það nú nálægt meðalstöðu, töluverður vöxtur er í þeim greinum út- flutnings sem ekki sæta framboðstakmörkunum og ekki er að sjá að útflutningsfyrirtæki séu verulega að- þrengd. Samanburður við hin fyrri skeið er þó að því leyti varhugaverður að flest höft á milliríkjaviðskiptum hafa verið afnumin, sem kann að hafa haft lækkun jafn- vægisraungengis í för með sér. Eigi að síður er ljóst að mikill munur er á meira en tvöföldun raungengis í aðdraganda hallaskeiðsins 1945-1947, þriðjungs hækkun raungengis 1962-1966 eða 50% hækkun í aðdraganda hallaskeiðsins 1974-1975 annars vegar og 8% hækkun raungengis frá sögulegu lágmarki í að- draganda núverandi hallskeiðs, hins vegar.18 Raunar hækkaði raungengi einnig mun meira, eða 21%, á árunum 1983-1988. Þá varð hallinn þó aðeins 3½%, þrátt fyrir 6½ og 8½% hagvöxt, og tímabilið því ekki talið með sem tímabil óhóflegs viðskiptahalla hér að framan. Þessi tiltölulega hóflega hækkun kann að stafa af því að viðskiptakjör hafa ekki batnað jafn mikið í aðdraganda þeirrar uppsveiflu sem nú er að renna sitt skeið á enda og í hinum fyrri. Jafnframt er verðbólga nú minni og hækkun raungengis því hægari þegar leitast er við að halda nafngengi stöðugu. • Þótt deila megi um hvort aðhald hins opinbera hafi verið nægilegt á síðustu árum er staða þess betri en á hinum fyrri hallaskeiðum. Þau hallaskeið erlendis sem urðu á 8. og 9. ára- tugnum áttu sér einnig nær undantekningarlaust ræt- ur í viðskiptakjarabreytingum, undangenginni hækk- un raungengis eða óstjórn í ríkisfjármálum. Halla- skeið sem urðu á síðasta áratug áttu sér ekki jafn augljósar ástæður. Þau eiga það sameiginlegt með núverandi hallaskeiði hérlendis að koma í kjölfar þess að frelsi til fjármagnshreyfinga var aukið. Getur sagan hérlendis sem erlendis sagt okkur eitthvað um það við hverju er að búast í kjölfar tíma- bils mikils viðskiptahalla? Í flestum tilvikum lauk tímabili mikils viðskiptahalla með samdrætti lands- framleiðslu.19 Oft er þó erfitt að segja hvort sam- drátturinn stafaði af nauðsynlegri aðlögun innlendrar eftirspurnar vegna hallans eða óhagstæðari ytri aðstæðum sem voru orsök hans í upphafi. Í flestum tilvikum hafa samdráttarskeiðin verið fremur stutt. Nokkur samdráttarskeið hafa þó varað lengur en eitt ár: Á Íslandi árin 1949-1952 og 1967-1968, Nýja- Sjálandi árin 1988-1991, í Portúgal 1983-1984, Finn- landi 1991-1993, Taílandi 1997-1998 og Tékklandi 1997-1999. Það er e.t.v. ekki uppörvandi fyrir Íslend- inga að sumar dýpstu kreppurnar hafa orðið í kjölfar hallatímabila sem líkjast íslenskum aðstæðum mest. Það má rekja til þess að í þeim tilvikum lauk halla- skeiðunum með fjármálakreppu. Í Finnlandi dróst landsframleiðslan saman um 11%, í Mexíkó um 6% og í Tælandi um tæp 12%. Ólíkt fyrri hallskeiðum er raungengi krónunnar ekki augljóslega úr takti við undirliggjandi hagþróun og viðskiptakjör eru einnig nálægt meðalstöðu. Í 34 PENINGAMÁL 2001/1 18. Hér er miðað við raungengi á verðlagskvarða, enda ekki annað að hafa í samanburði við hin fyrri tímabil viðskiptahalla. Á mælikvarða launa hefur raungengi hækkað um 18%, enda var raungengi þannig metið enn meira undir meðalstöðu árið 1994. 19. Þótt landsframleiðsla hafi ekki dregist sama eftir hallatímabilið 1974- 1975 drógust þjóðarútgjöld saman um 14%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.