Peningamál - 01.02.2001, Síða 43

Peningamál - 01.02.2001, Síða 43
af allri beinni fjárfestingu Bandaríkjamanna erlendis til Írlands. Til dæmis runnu um 7% beinnar fjár- festingar bandarískra aðila í iðngreinum í Evrópu- sambandsríkjum árið 1998 til Írlands, en þetta er ekki lítið hlutfall þegar litið er til þess að landið hefur í kringum 1% af vergri landsframleiðslu í Evrópusam- bandinu í heild. Sú velgengni sem ýmis útlend fjölþjóðafyrirtæki hafa notið hefur hvatt aðra aðila til þess að stofna framleiðslustöðvar á Írlandi. Afleiðing þess er sú að myndast hefur samsöfnunarhagkvæmni: velgengni hefur getið af sér velgengni. Á allra síðustu árum hefur iðnaðargeirinn notið góðs af því að vera „óháður fjarlægð“ sem kallað er – flutningskostnaður sem hlutfall af verðmæti framleiðslunnar hefur lækkað verulega fyrir hátæknivörur á borð við hug- búnað og efnavörur. Þetta hefur dregið talsvert úr þeim vanda sem mætt hefur Írlandi vegna stöðu þess á jaðri markaðarins. Sú stefna að setja markið á beina fjárfestingu útlendinga í hátæknifyrirtækjum hefur haft margvís- legar afleiðingar. Í fyrsta lagi hefur myndast skörp tvískipting innan iðnaðargeirans milli hins hefð- bundna geira, sem framleiðir aðallega fyrir markað innanlands og á Stóra-Bretlandi og hins líflega tæknigeira sem framleiðir aðallega fyrir önnur Evrópusambandsríki og fyrir Bandaríkin. Einkenni hins hefðbundna geira er að þar bætist lítið vinnslu- virði við í framleiðslunni, en einkenni tæknigeirans er að þar er þessu öfugt farið. Þessi tvískipting er ber- sýnilegust í gögnum um framleiðni, en þar er fram- leiðni í hátæknigeiranum metin fimm sinnum meiri en í hinum hefðbundna framleiðslugeira. Í öðru lagi hefur mikilvægi iðnaðargeirans farið hlutfallslega vaxandi á nýliðnum árum, þó að hraði þeirrar þróun- ar hafi verið hóflegur. Þessi þróun myndar skarpa andstæðu við önnur þróuð hagkerfi þar sem iðnaðar- geiranum hefur um nokkurt skeið hnignað hlutfalls- lega. Fjárstuðningur Evrópusambandsins Ég ætti einnig að minnast á að ýmis fjárstuðnings- kerfi Evrópusambandsins – uppbyggingar- og aðlög- unarsjóðir (Structural and Cohesion Funds) – hafa hjálpað til við aðlögun að hinu nýja efnahagslega umhverfi og við að fjármagna þróun innviða sam- félagsins. Þessi stuðningur hefur að meðaltali numið um 2¼% af vergri landsframleiðslu eftir 1989 og hann hefur farið hlutfallslega lækkandi á undanförn- um sex til sjö miklu hagvaxtarárum. Reyndar hefur því verið haldið fram að áhrif uppbyggingarsjóðs á stjórnsýslu og stjórnarfar hafi verið að minnsta kosti jafn mikilvæg og sjálf fjárfestingin. Sér í lagi má nefna að millifærslur í sambandi við rammann um stuðning við samfélög (Community Support Frame- work) hvöttu ríkisstjórnina til aukningar á opinberri fjárfestingu en hún var ákaflega lítil á níunda áratugnum. Loks hafa millifærslur til landbúnaðar- geirans verndað þann geira fyrir alþjóðlegum megin- straumum. Þær eru tengdar sameiginlegu landbúnað- arstefnunni (Common Agricultural Policy) og hafa numið að meðaltali 3½% af vergri landsframleiðslu frá 1989. Reynslan af þátttöku Írlands í hinum sameiginlega markaði Evrópusambandsins Rétt er að viðurkenna að þegar ákvörðunin var tekin um inngöngu í Evrópusambandið á miðjum níunda áratugnum báru margir þeirra, sem fjalla um írskt efnahagslíf á opinberum vettvangi, nokkurn kvíða í brjósti fyrir því þegar allar afleiðingar af hinum sam- einaða markaði Evrópusambandsins kæmu fram í árslok 1992. Þessar áhyggjur snerust um að kjarna- lönd Evrópusambandsins myndu njóta mests ábata af hinum nýja sameinaða markaði, og að hætta væri á að löndin á jöðrunum gætu orðið efnahagslegir út- kjálkar. Hér var tekið mið af þeim möguleika að já- kvæð ytri áhrif og stærðarhagkvæmni myndu líkleg- ast gagnast mest hinum þróaða, iðnvædda kjarna Evrópusambandsins. Iðnaður sem einkennist af stærðarhagkvæmni – framleiðsla vélknúinna farar- tækja, þungefnaiðnaður, manngerð trefjaefni og því um líkt – stóð djúpum rótum í löndunum í miðju Evrópusambandsins, en var heldur lítilvægur í jaðar- 42 PENINGAMÁL 2001/1 Tafla 5 Hlutdeild Írlands í beinni erlendri fjár- festingu Bandaríkjamanna í Evrópusambandinu % 1994 1995 1996 1997 1998 Iðnaður ............................ 8,4 2,9 10,9 15,0 7,0 þar af: Efnaiðnaður ................... 6,9 2,4 13,0 17,3 15,4 Rafmagns- og rafeindaiðnaður ............. 7,6 5,4 18,0 33,2 39,2 Heimild: Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.