Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 30

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 30
PENINGAMÁL 2001/1 29 Portúgal þrjú tímabil: Eftirmál byltingar, ofþensla af völdum hins opinbera og… Í apríl 1974 varð bylting í Portúgal. Ein af afleiðing- unum var nokkuð djúp kreppa og mikill viðskipta- halli á árunum 1974-1977. Meðalhalli á tímabilinu var 6,4% en mestur varð hann 8,4% árið 1976. Hall- ann má einkum rekja til þess að ríkisstjórnin sem komst til valda eftir byltinguna jók raunlaun verka- fólks í Portúgal verulega, sem aftur leiddi til aukinn- ar eftirspurnar. Byltingin og pólitísk óvissa í kjölfar hennar truflaði framleiðslu og utanríkisviðskipti, auk þess sem Portúgal missti mikilvæga útflutningsmark- aði þegar nýlendur þeirra gengu þeim úr greipum. Afleiðing þessa óróa varð 4,3% samdráttur lands- framleiðslu árið 1975, sem tæpast er þó hægt að telja til eftirkasta hallatímabilsins. Á árunum 1980-1983 varð viðskiptahalli Portú- gals aftur mjög mikill. Í þetta skiptið átti hann ekki upptök sín í pólitískum umbrotum heldur í ofþenslu, uppskerubresti, versnandi viðskiptakjörum, miklum halla hins opinbera (8-11% af landsframleiðslu) og ört hækkandi erlendum afborgunum af lánum. Við- skiptahalli Portúgals jókst úr tæplega 4% af VLF árið 1980 í um 11,5% árið 1981 og í 14% árið 1982. Undirrót þenslunnar virðist hafa verið mikil útgjöld hins opinbera, sem jukust um 8% árið 1980 og upp- sveifla í fjárfestingu, einkum í íbúðarhúsnæði í kjöl- farið. Halli hins opinbera varð mestur tæp 11% af landsframleiðslu árið 1981. Um mitt ár 1983 greip ný ríkisstjórn í Portúgal til harkalegra aðhaldsaðgerða til þess að draga úr fjárlaga- og viðskiptahalla. Þessar aðgerðir leiddu til þess að vöxtur landsframleiðslu stöðvaðist árið 1983 og dróst saman um 2% árið eftir. Atvinnuleysi jókst einnig verulega. Í kjölfarið hvarf viðskiptahallinn að mestu á tveimur árum. Ástæður þriðja hallaskeiðsins sem hófst árið 1997 og stendur enn er ekki jafn auðvelt að greina. Raungengi var nokkuð hátt í upphafi tímabilsins, miðað við 20 ára meðaltal, en meginhækkunin átti sér stað strax á árunun 1988-1992. Það sem helst kemur til álita er lækkun vaxta og aukið traust efna- hagsstefnunnar í kjölfar þess að Portúgal ákvað að gerast aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu.13 Eftirköst eru engin enn sem komið er og vegna aðild- ar landsins að myntbandalaginu þarf Portúgal a.m.k. ekki að óttast gengisfellingu með tilheyrandi fjár- magnsflótta í kjölfarið. Grikkland (1984-1985): Halli hins opinbera og versnandi viðskiptakjör Á árunum 1979 til 1983 var viðskiptahalli Grikk- lands að jafnaði á bilinu 4-5% af landsframleiðslu. Árin 1984 og 1985 fór hallinn yfir 5% í tvö ár sam- fleytt og yfir 8% árið 1985. Einnig var mikill halli á árunum 1973-1974. Stöðnun hafði ríkt í grísku efna- hagslífi allt frá byrjun 9. áratugsins og fjármuna- myndun dróst saman um 20% á árunum 1980-1984. Rýrnun viðskiptakjara um 13% árin 1979-1983 átti hlut að máli. Raungengi hækkaði ennfremur um fjórðung árin 1981 og 1982, þrátt fyrir gengislækkun og útflutningur dróst saman um rúm 13%. Lausung í ríkisfjármálum megnaði ekki að örva hagvöxtinn, en varð til þess að halli á rekstri hins opinbera varð mjög mikill og jukust erlendar skuldir hratt. Árið 1985 var aðhald aukið í ríkisfjármálum. Gengi grísku drökmunnar var fellt og ráðist í aðgerðir til þess að halda aftur af hækkun launa. Eftirköstin urðu tiltölu- lega mildur samdráttur, ½% árið 1987, en kaupmátt- ur lækkaði um rúmlega 20% á tveimur árum. Gengis- fellingin og lægri launakostnaður leiddi hins vegar fljótt til þess að framleiðsla og sérstaklega útflutn- ingur tóku við sér. Írland 1976-1984: Viðskiptakjör og óstjórn í fjár- málum hins opinbera Á árunum 1972-73 bötnuðu viðskiptakjör Írlands um 20%, en sá bati gekk til baka og vel það árið 1974. Á sama tíma og viðskiptakjör versnuðu og næstu árin á 13. Heimssýning sem haldin var í Lissabon árið 1998 hafði einnig töluverð eftirspurnaráhrif í för með sér. 1970 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 0 2 4 -2 -4 -6 -8 -10 -12 % Viðskiptajöfnuður Jöfnuður hins opinbera Nýja-Sjáland: Viðskiptajöfnuður og jöfnuður hins opinbera, % af VLF 1970-2000 Mynd 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.