Peningamál - 01.02.2001, Side 52

Peningamál - 01.02.2001, Side 52
PENINGAMÁL 2001/1 51 ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN Niðurstaða sendinefndar í lok viðræðna við fulltrúa íslenskra stjórnvalda 18. janúar 2001 1. Íslenska hagkerfið hefur styrkst til muna síðast- liðinn áratug. Að verulegu leyti má rekja þetta til breyttra áherslna í hagstjórn. Með þeim var lögð áhersla á stöðuga og fyrirsjáanlega hagstjórn og skipulagsbreytingar í efnahagslífinu. Lykillinn að hjöðnun verðbólgu á fyrri hluta síðasta ára- tugar fólst í því að nota stöðugt gengi sem kjöl- festu og millimarkmið við stjórn peningamála. Þetta undirbjó jarðveginn fyrir þá efnahagslegu uppsveiflu sem hófst árið 1995. Góðan árangur í efnahagsmálum má einnig þakka staðfestu stjórnvalda í að treysta stöðu ríkisfjármála og efla samkeppni með því að opna markaði og selja ríkisfyrirtæki. Þrátt fyrir þetta hefur of- þensla og mikill halli á viðskiptum við útlönd sett mark sitt á uppsveifluna í efnahagslífinu eftir því sem á leið. 2. Umsvif í efnahagslífinu hafa vaxið undanfarin tvö ár samhliða auknum tekjum og meiri atvinnu. Vegna mikillar uppsveiflu í efnahags- lífinu var framleiðsla umfram getu fjórða árið í röð. Aflvakinn var einkum ört vaxandi eftirspurn innanlands. Í síðustu heimsókn [1999] lét sendi- nefndin í ljós áhyggjur af hættu á ofþenslu ef að- hald efnahagsstefnunnar yrði ekki aukið. Þetta sýnist hafa gengið eftir. Ekki hefur enn tekist að draga nægjanlega úr verðbólgu þótt Seðlabank- inn hafi hvað eftir annað hækkað stýrivexti sína; aukinnar spennu hefur gætt á vinnumarkaði; og bæði viðskiptahalli (9% af landsframleiðslu árið 2000) og hrein erlend skuldastaða (59,2% af landsframleiðslu í lok september 2000) eru komin á það stig að viðbragða er þörf í náinni framtíð. 3. Að mati stjórnvalda mun hægja á hagvexti úr 4% árið 2000 í 1,6% árið 2001. Ástæðan er minni vöxtur ráðstöfunartekna, skerðing veiðiheimilda og umtalsvert minni fjárfesting. Reiknað er með að atvinnuleysi, sem er mjög lítið, aukist eitt- hvað en verðbólga verður líklega um 5% að því gefnu að áhrifa gengislækkunar krónunnar gæti að nokkru í verðlagi. Loks er búist við að viðskiptahallinn verði yfir 9% af VLF, ekki síst vegna aukinna vaxtagreiðslna af erlendum lánum. Sendinefndin er ekki eins viss um að slík mjúk lending gangi eftir, einkum í ljósi þess hve viðskiptahallinn er mikill og þrálátur og vegna þeirra veikleika í fjármálakerfinu sem birtast til dæmis í lækkun eiginfjárhlutfalla að undanförnu. 4. Ríkisfjármál hafa almennt verið rekin með ábyrgum hætti síðasta áratuginn. Það hefur leitt til þess að kerfislægum halla hefur verið snúið í afgang. Þetta hefur stuðlað að umtalsverðri lækkun opinberra skulda í hlutfalli við VLF. Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti sér íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórn- valda dagana 10.-18. janúar sl. Á lokafundi nefndarinnar lagði formaður hennar fram álit og niður- stöður af viðræðum hennar og athugunum hér á landi. Hliðstæðar viðræður fara fram árlega við nánast öll aðildarríki sjóðsins, 182 að tölu. Hér birtist álit sendinefndarinnar í lauslegri íslenskri þýðingu.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.