Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 27
26 PENINGAMÁL 2001/1 Þetta litla dæmi sýnir að tiltölulega smávægilegar breytingar á forsendum framreiknings af þessu tagi geta skilið á milli feigs og ófeigs þegar reynt er að leggja mat á sjálfbærni viðskiptajafnaðar. Hækki erlendir vextir u.þ.b. 2% verður viðskiptahallinn hér að framan ósjálfbær, þ.e.a.s. í þeim skilningi að hrein staða þjóðarbúsins hverfur ekki til fyrri stöðu eða a.m.k. hættir að rýrna innan þess tímabils sem hér er sýnt. Þeim mun meiri eru þessi áhrif sem hreinar skuldir þjóðarbúsins eru meiri. Í raunveruleikanum er auðvitað mikil óvissa til staðar um flestar stærðir, þ.á m. um hagvöxt, verðbólgu og vexti. Vegna þess hve þessar stærðir sveiflast mikið geta lönd því auðveldlega sveiflast úr sjálfbærri stöðu í ósjálfbæra. Eiginleikar hagkerfisins leiða hins vegar til þess að jafn mikill halli og framreiknaður var hér að framan stenst ekki til lengdar, heldur kallar á aðlögun að jafnvægi á nýjan leik. Slík aðlögun er hins vegar sjaldan sársaukalaus. Viðskiptahallinn í alþjóðlegu ljósi Nægilega öflugt spálíkan til þess að sjá fyrir skil í hagþróun og bera þar með kennsl á ósjálfbæran við- skiptahalla er ekki fyrir hendi. Hins vegar er hægt að leggja mat á sjálfbærni viðskiptahalla með því að skoða hliðstæður sem varpa ljósi á hugsanleg eftir- köst mikils eða þráláts viðskiptahalla. Hér á eftir verða því skoðuð hallaskeið nokkurra annarra landa; stærð viðskiptahallans, undirrót hans, lengd halla- tímabils og afleiðingar sem hallareksturinn hafði á stöðu þjóðarbúsins, hagvöxt og lífskjör. Við slíkan samanburð er þó margt að varast. Eftirköstin ráðast m.a. af hagvaxtargetu viðkomandi landa, fjármuna- myndun og raunvöxtum sem þau þurfa að greiða af erlendum skuldum á hverjum tíma. Því er ljóst að taka verður með miklum fyrirvara samanburð við minna þróuð lönd, sem geta vegna vanþróunar sinnar líklega vaxið mun hraðar til langs tíma litið, einfald- lega með því að halda uppi nógu mikilli fjárfestingu. Vanþróuðustu löndin njóta mörg hver einnig veru- legrar þróunaraðstoðar og eru því alls ekki saman- burðarhæf. Hér mun samanburðurinn því að mestu einskorðast við lönd á svipuðu þróunarstigi og Ísland, í grófum dráttum aðildarlönd OECD, þótt ein- nig sé svipast um til nokkurra hraðvaxtarlanda. Ástæður þess að lönd ganga í gegnum tímabil mikils viðskiptahalla geta verið af ýmsum toga: Við- skiptakjör kunna að versna tímabundið (jafnvel varanlega) eða löndin verða fyrir öðrum framboðs- og eftirspurnarskellum. Of hátt gengi gjaldmiðils, þ.e.a.s. hátt raungengi, kann að grafa undan sam- keppnisstöðu fyrirtækja sem stunda útflutning eða keppa við innflutning. Opinber fjármál kunna að vera í ólestri. Óhófleg bjartsýni byggð á tímabundinni vel- gengni kann að stuðla að óhóflega miklu fjármagns- innstreymi og fjárfestingarbylgju. Tímabil viðskiptahalla sem orðið hafa á meðal OECD-ríkja undanfarna þrjá áratugi spanna flestar tegundir halla sem nefndar hafa verið hér að framan. Sum þessara hallatímabila eru tiltölulega skamm- vinn, þótt hallinn hafi tímabundið orðið mikill, en önnur eru langvinn, en hallinn e.t.v. ekki mjög mikill. Tveir áratugir viðskiptahalla í Ástralíu: Viðskiptakjör og ónógur sparnaður Ástralía hefur glímt við afar þrálátan viðskiptahalla um langt skeið. Í 20 ár samfleytt hefur hallinn verið meiri en sem nemur 3% af landsframleiðslu – þó aldrei eins mikill og á Íslandi sl. 3 ár. Mestur varð hallinn rúmlega 6% af landsframleiðslu árið 1989. Í samtals 7 ár á 3 tímabilum var hallinn 5% eða meiri, en 4,7% að meðaltali. Ástæða þessa þráláta halla er e.t.v. ekki augljós. Þó er freistandi að skýra hann að hluta til með langvarandi rýrnun viðskiptakjara, enda nam rýrnun þeirra frá miðjum áttunda áratugnum til loka þess tíunda 50-60%. Hins vegar verður ekki séð að rýrnum viðskiptakjara hafi átt verulegan þátt í öllum þeim sveiflum sem hafa orðið á viðskiptahall- anum yfir skemmri tímabil. Rýrnandi viðskiptakjör hafa þó sennilega orðið til þess að ástralski þjóðarbú- skapurinn var oft lengi að ná ytra jafnvægi. Ef litið er til þeirra ára sem viðskiptahalli var meiri en sem nam 5% af landsframleiðslu má greina 3 megintímabil.10 Fyrsta hallaskeiðið stóð á árunum 1984-1986. Þá var viðskiptahallinn á bilinu 5-6%. Viðskiptakjör höfðu rýrnað mjög árin á undan og hélt sú þróun áfram allt tímabilið. Þrátt fyrir það varð mikil uppsveifla á árinu 1984 í kjölfar samdráttar 10. Það er vissulega síður en svo sjálfgefið að 5% sé eðlilegasta viðmið- unin. Ástæða þess að stuðst er við þessi mörk er einfaldlega sú að ef miðað væri við lægri mörk yrðu tímabilin óhóflega mörg og löng, en fá og stutt ef miðað er við hærri mörk. Það virðist þó ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að flest lönd þoli halla innan við 5% af landsframleiðslu nokkuð lengi án þess að lenda í alvarlegum vanda miðað við að ekki er óraunhæft að gera ráð fyrir a.m.k. 5% nafnvexti landsframleiðslu til lengri tíma litið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.