Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008
Fréttir DV
ÞETTA HELST
- ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST ÍVIKUNNI
LÖGGATEKUR PILT HÁLSTAKI
Myndband af harðri fram-
göngu lögreglumanns
gagnvart unglingspilti vakti
mikla athygli í vikunni.
Lögreglumanninum var
vikið úr starfi tímabundið á með-
an mái hans er rannsakað. Lög-
reglumaðurinn sem sést á mynd-
bandinu heitir Sigurður Pétur
Ólafsson og lauk námi í lögreglu-
skólanum fyrir nokkrum árum
með þriðju hæstu einkunn allra
nemenda, eða 8,39 í meðaleink-
unn. Þeir sem DV náði tali af og
þekkja til Sigurðar Péturs segja
sér hafa brugðið mjög. Gamall
vinnufélagi Sigurðar Péturs segir
hann mikinn rólyndismann sem
aldrei hafi verið þekktur fyrir
ofbeldi eða æsing. Fyrrverandi
skólafélagi segir hann vera kurteisan og koma vel fyrir.
; SGUROUR PETUR ÖLAfSS0N TOK UNGUNÖ KVERKATAKt
toppnemi
ILOGREGLU
ISKÓLA
* EtHgöur d«afancrúður
uHrlkfll*gL“i«glr móðlrin
NAKINN NÁGRANNI
Stunainn á
leið úrTívolí
SS
VARNARLAUS
GEGN NÖKTUM
NÁGRANNAL
FJOLSKYLDAN GETUR EKKERT GERT
jA, EG GERÐI ÞETTA," SEGIRHANN ÆB
_______________w
FÁÐU FIT-KOSTNAÐINNTILBAKi
Fjögurra manna fjölskylda
í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði
hefúr þurft að glíma við
nágranna sem áreitt hefur
konuna um nokkurt skeið.
Síðasta mánudag stóð ná-
granninn nakinn í dyragættinni
í íbúðinni sinni og fitlaði við sig
þegar konan var á leið til vinnu.
Lögreglan hefur tekið skýrslu af
nágrannanum, sem segist vera
alveg hættur að gera þetta. Eigin-
maður konunnar viðurkennir að
hann óttist um öryggi fjölskyldu
sinnar með þennan mann bú-
settan í blokkinni. „Ég er búinn
að hitta hann eftir þetta og hellti
mér alveg yfir hann. Honum
brá greinilega og lofaði að hann
myndi aldrei gera þetta aftur."
GUNNARWATHNEIVANDA
0
LOFAÐI
TVÖFALDRI V
AV0XTUNV&
Gunnar Stefán Wathne,
hefur verið kærður í
Bandaríkjunum fýrir að
hafa svikið fé út úr konu
með því að telja hana á að
fjárfesta í fasteign í Moskvu.
Hann lofaði henni að fjárfestingin
myndi tvöfaldast á tveimur mán-
uðum. Fyrirtækið Wathne Corp.,
sem móðursystir hans, Berg-
Ijót Wathne, er í forsvari fyrir, er
einnig kært vegna fjársvikanna.
Gunnar bíður enn dóms vegna
ákæru á hendur honum um að
hafa þvættað rúmlega 200 millj-
ónir króna. Konan segir Gunnar
Stefán hafa lofað henni að ef
hún fjárfesti fyrir 150 þúsund
Bandarfkjadollara, sem samsvarar tæplega 11 milljónum króna, í
rússneskri fasteign myndi fjárfesting hennar tvöfaldast að verðmæti
á tveggja mánaða fresti.
HANN ER ENGINN BÓFI
Jónas Gunnarsson var
dæmdur í fimm mán-
aða fangelsi fyrir að hafa
í tvígang stolið sér til
matar í febrúar síðast-
liðnum. Jónas stal meðal
annars bollasúpu í 10-11 fýrir .
250 krónur. Hann er sviptur fjár-
ræði og sjálfræði og hefur átt við
geðræn vandamál að stríða um
langt skeið. „Ég held að hann sé
ekki sakhæfúr, hann er geðveik-
ur og hefur verið um langt skeið.
Ég hélt að slíkir menn væru ekki
lokaðir inni í fangelsi," sagði
Halldóra Gvmnarsdóttir, systir
hans, í viðtali við DV. „Ég hef
áhyggjur af honum því hann er enginn bófi." Matthías
Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir erfitt að tjá sig um einstök mál.
„Stundum getur það hins vegar verið þannig að menn geri sér sjálfir
grein fýrir eðli málsins til að fara í fangelsi, en í flestum tilvikum er
það betra að þeir fái að fara á ákveðnar deildir."
GEÐSJUKUR
í FANGELSI
FYRIRSÓPU
isulfyrtiiúiumlkiíinur
HITTMALIÐ
Sigurður Helgi Guðjónsson. formaður Húseig-
endafélagsins, hefur marga fjöruna sopið á löngum starfsferli sín-
um. Hann hefur um árabil reynt að miðla málum og finna lausnir
á nágrannaerjum af ýmsum toga. Hann segir hér frá deilumáli
sem á sér fáar hliðstæður.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Sigurður Helgi
Guðjónsson Hefur í
áraraðir reynt að miðia
málum í nágrannadeilum
Ráðþrota maður frá Isafirði hafði
samband við Húseigendafélag-
ið fyrir nokkrum árum og bar sig
illa. Hann hafði um nokkurt skeið
þurft að horfa upp á dónaleg, ögr-
andi og meiðandi orð og teikningar
á bílskúrsvegg nágranna síns. Þessi
ófögnuður blasti við úr stofu- og eld-
húsglugga mannsins sem vildi vita
hvort nágrannar mættu mála hvaða
viðbjóð sem er á veggina sína. Fóm-
arlambið skulum við hér nefna Jón.
Svívirðingar og hótanir
„Jón tók fram að málarinn hefði
lengst af verið hinn prúðasti. Þeir
hafi raunar verið ágætis félagar þar
til hann hafi fengið þá flugu í höfuðið
að Jón ætti vingott við konuna hans,"
segir Sigurður og bætir við: „Hann
sagði að það væm liins vegar ýkjur
og nánast úr lausu lofti gripið, eða
þannig. Fram að þessu hafði gafl-
inn verið einlitur og ekki sært blygð-
unarsemi neins. Jón sagði hins veg-
ar að nú væru þar hæðnisleg og klúr
skilaboð, dónalegar myndir og teikn-
ingar. Þar væm hreinar svívirðingar,
dónaskapur, klám og jaftivel dulbún-
ar hótanir," rifjar Sigurður upp. Jón
sagðist þess fullviss að þetta beind-
ist allt ljóst og leynt að sér vegna áð-
umefnda ranghugmynda nágrann-
ans. Þessar teikningar yllu fjölskyldu
sinni mikilli armæðu og hugarvíli.
Konan sín væri buguð og eyðilögð og
tengdaforeldrarnir gætu ekki leng-
ur komið í heimsókn. „Hann bar sig
afar illa og sagði að ókunnugt fólk
væri farið að koma í skoðunarferðir
og hefði af því gaman," segir Sigurð-
Siðferðileg hundahreinsun
Jón hafði að eigin sögn ítrekað
rætt við listrænan nágranna sinn
og reynt að koma fýrir hann vitinu,
reynt að fá hann til að mála yfir við-
bjóðinn. „Hann neitaði því og sagði
að hórkörlum væri bara hollt að fá
siðferðislega hundahreinsun og vera
minntir á boðorðin og brot á þeim.
Hann réði því sjálfúr hvar og með
hvaða hætti hann tjái sig og spyrði
hvorki kóng né prest um það," segir
Sigurður.
Biblíutilvitnanir á bílskúrsvegg
Sigurður segir það gamla sögu
og nýja að áhrif og áreiti sé háð því
sem fer fram í huga þess er horfir og
les. Það þurfi alltaf einhvern til að
túlka hlutina, en góð og gild boðorð
séu ein og sér ekki gerð til að særa,
jafnvel þótt þeim fýlgi myndskreyt-
ingar. Það sem vekur ógeð og óhug
getur öðrum verið til ánægju og ynd-
isauka. „Þeir sem hafa misjafnt mjöl
í sínu hjónapokahomi horfa á slíkt
og túlka með angist, kvöl og pínu
meðan við hinir erum sælir og sátt-
ir við guð og menn," segir Sigurður
en hann mat það svo að erfitt væri
að fá biblíutilvitnanir á bílskúrsgafli
bannaðar með lagalegum aðferðum,
jafrivel þótt þau kunni að koma mjög
illa við einhverja, eins og þessi. Hann
sagðist þó hafa sett spumingarmerki
um heilsu fólks sem skreytti hús sín
með djöflamyndum eða dulbúnum
hótunum.
Ýmis úrræði
Þrátt fýrir eðli málsins segir Sig-
urður að nágranninn, sem taldi sig
verða fyrir þessum svívirðilegu árás-
um, hefði getað nýtt sér ýmis lagaúr-
ræði. „Þarna gat verið um hegning-
arlagabrot að ræða sem kæra má til
lögreglu. Hótanir em refsiverðar. í
svívirðingum, hvort heldur em í orð-
um eða myndum, geta falist æm-
meiðingar. Einnig kemur til álita
hvort þarna hafi verið brotið gegn
blygðunarsemi með lostugu athæfi.
Þá kann að hafa verið brotið gegn
Frá (safirði Hér má sjá
myndirnar umræddu.
„Hann neitaði því og
sagði að hórkörlum væri
bara hollt að fá siðferð-
islega hundahreinsun
og vera minntir á boð-
orðin og brot á þeim."
klámákvæði hegningarlaga en það
er eins og alþjóð veit bæði loðið og
teygjanlegt," segir Sigurður og bæt-
ir því við að hugsanlega hefði mátt
skoða hvort þessar teikningar gætu
verið refsiverðar sem guðlast. Þá
hefði þetta einnig getað verið brot á
byggingarlöggj öfinni, ef byggingar-
yfirvöld teldu údit hússins til óprýði.
„Sá sem þurfti að horfa upp á þenn-
an ófögnuð og líða við það vítiskval-
ir hefði líka getað gripið til úrræða
einkaréttareðlis á gmndvelli reglna
um grenndarrétt. Farið í einkamál
og krafist þess að gleðigjafinn málaði
yfir ósköpin eða allavega þau mestu,
ef til vill að viðlögðum dagsektum,"
segir Sigurður.
Taka lögin í sínar hendur?
Jóni lék einnig forvimi á að vita
hvort hann ætti sjálfur að gerast lag-
anna vörður. Sigurður segir það ekki
vænlegt. „Telji menn á sér brotíð
ber þeim að snúa sér til réttra yfir-
valda og grípa til þeirra lagalegu úr-
ræða sem í lög em skrifuð og fara í
hvívetna eftir forskriftum laga í því
efni. Þótt menn eigi rétt og réttur
sér á þeim brotinn mega þeir ekki
taka lögin í sínar hendur og fram-
fýlgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði
slíkt myndi fljótíega loga í illindum
þar sem hver væri dómari í sinni
sök," segir Sigurður léttur í bragði
en deilurnar sem að ofan em raktar
leystust á þann hátt að annar aðil-
inn sá sæng sína út breidda og flutti
á brott.
wmæ