Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 30. MAl 2008
HelgarblaB PV
Konan
UMSJÓN; KOLBRÚN PÁLI'NA HELGADÓTTIR kolbrun@dv.is
DANSAÐ MEÐ BIRNU
Sex vikna dansnámskeið eru um það bil að hefjast hjá
margreynda dansaranum Sigrúnu Birnu Blomster-
berg. Sigrún sem státar af níu ára reynslu sem dansari,
danshöfunundur og danskennari ætlar að kenna fólki
nýjustu dansstílana við heitustu lögin og verður ekkert
gefið eftir. Námskeiðið sem byrjar 2. júní er fyrir byrj-
endur sem og lengra komna og ættu áhugasamir ekki
að láta það framhjá sér fara. Skráning fer fram á blom-
ster99@gmail.com
IÐ ER NYJA
SNAKASKINNIÐ
„Taskan setur punktinn yfir i-ið þegar
kemur að heildarútlitinu og því ekki
ónýtt að geta sameinað skjölin, snyrtivör-
urnar, peningaveskið, símann og tölvuna
í einni glæsilegri tösku,“ segir Fjóla
María Ágústsdóttir hönnuður um glæsi-
legar tölvutöskur sem hún hannar.
„Tölvutaskan er þannig hönnuð að
hún nýtist sem veski, skjalataska
og tölvutaska. Fólk er í sífellt meira
mæli farið að taka tölvurnar með sér
hvert sem það fer og ferðatölvur eru
sífellt að léttast og minnka. Tölvan
er að verða fylgihlutur eins og gems-
inn og þá er gott að eiga fallega
tölvutösku," segir Fjóla María Ág-
ústsdóttir hönnuður um glæsileg-
ar tölvutöskur sem hún hannar úr
íslensku roði. Fjóla hefur frá unga
aldri skapað og hannað skartgripi,
mósaíkverk og föt.
fslenska roðið fyrir valinu
Leið Fjólu lá þó ekki í hönnun-
arnám heldur MBA-nám í alþjóða-
viðskiptum. „1 náminu spratt upp
sú hugmynd að virkja sköpunar-
þörf mína og viðskiptamenntun og
hanna tölvutöskur en ég sá að úrval-
ið af þeim var ekki mikið."
Að mati Fjólu voru þær tölvu-
töskur sem í boði höfðu verið fyrir
íyrir konur of karlalegar og hannað-
ar eingöngu með hagkvæmnissjón-
armið í huga frekaren fagurfræði-
leg.
„Mig langaði til að hanna tösku
sem væri bæði hagnýt og falleg. fs-
lenska roðið varð fyrir valinu sem
hráefni í töskurnar en það er ein-
stakt efni sem einungis er unnið á
fslandi."
Stofnaði eigið fyrirtæki
Árið 2007 steig Fjóla skrefinu
lengra og stofnaði fyrirtækið, Fjol-
amariadesign og hófst framleiðsía á
einu módeli af tösku aðeins nokkr-
um mánuði síðar. „Um haustið 2007
hafði ég náð samningi við ffam-
leiðslufýrirtæki í Kína. Framleiðslu-
fyrirtækið sérhæfir sig í tölvutösk-
um svo að allir öryggisstaðlar eru
uppfylltir og þannig tryggt að tölv-
an skemmist ekki í töskunni." Fjóla
segir móttökurnar hafa farið fram úr
sínum björtustu vonum. „Það hef-
ur greinilega verið þörf fyrir þetta
á markaðnum." f haust mun svo
koma ný týpa af töskum frá Fjólu
sem höfða á til yngri kynslóðar-
innar. „Taskan verður í öðrum
gæðahópi og þar af leiðandi
ódýrari."
Náttúruverndar-
sjónarmið
Breska verslunar-
keðjan House of Fras-
er hefur sýnt hönnun
Fjólu mikinn áhuga.
„House of Fraser er
einstaklega hrifið af
fiskroðinu og segir roð-
ið vera það sem koma
skal. Fiskroðið er ekki bara
sterkt og gott eins og snáka-
skinn heldur náttúruvænt.
Krókódíla- og snákaskinn sem
hafa mikið verið notuð í hönnun
ytra eru skinn af dýrum sem mörg
hver eru komin í útrýmingarhættu.
fnnkaupastjórar verslunarkeðjunn-
ar eru því farnir að horfa meira til
fiskroðsins og segja það nýja snáka-
skinnið. Ekki hefur þó orðið af
samningi á milli Fjólu og keðjunn-
ar en tíminn mun leiða í ljós hvað
verður. Tölvutöskur Fjólu má nálg-
ast í versluninni Kraum í Aðalstræti,
Apple búðinni og Epal í Leifsstöð.
koma skal Fjóla
vinnur eingöngu %
með íslenska
fiskroðið.
AFBRVÐISEMI
Öll upplifum við afbrýðisemi á einhverjum tímapunkti í lífinu.
Því miður getur hún farið illilega úr böndunum og eyðilagt ann-
ars gott samband. En hvernig getum við vitað hvort við séum að
missa tökin á tilfinningunni afbrýði? Á heimasíðunni femin.is má
finna marga fróðlega pistía um málefhi sem þessi.
■ Hvað erafbrýði? Afbrýðisemi í
ástarlífinu er ein af sterkustu og
óþægilegustu tilfinningum sem við
getum upplifað. Þú telur að það sé
einhver sem hái baráttu um athygli
elskhuga þíns. Það getur verið önnur
manneskja eða jafnvel vinna eða
áhugamál makans sem storkar þér
svona.
■ Ef þú þjáist af afbrýði Hugsaðu um það
hvað veldur þessari tilfinningu.
■ Ertu ósanngjörn/gjarn? Ef þú býrð
með manneskjunni sem vekur með þér
þessari afbrýði eða mjög nálægt, og
manneskjan er nær aldrei heima eða
með þér, ertu í réttmætri stöðu að ræða
þetta opinskátt og segja að þú kjósir að
verja meiri tíma saman.
■ Ef manneskjan ver miklum tíma með
þér spyrðu sjálfa/n þig hversu sann-
gjörn/gjarn þú ert. Því það er hárfín llna
á milli þess að vilja verja tlma með
einhverjum og stjórna þeim hinum
sama. Ef sú er raunin skaltu ekki sitja
heima og vorkenna þér þegar þið eruð
ekki saman. Farðu út, finndu þér
áhugamál, og sinntu þvf til að dreifa
huganum og láta ekki afbrýðisemina ná
völdum yfir þér. Og mundu, að það
getur enginn sett eignarhald sitt á aðra
manneskju!
■ Ef þú hefur aldrei haft ástæðu til að
telja að makinn sé þér ótrúr verðurðu að
horfa framan í sjálfa/n þig og viður-
kenna fyrir þér að þú þjáist af ofsóknar-
brjálæði og þú mátt ekki láta það bitna á
makanum þínum. Margir hafa gaman af
saklausu daðri en f flestum tilfellum er
ekkert illt meint með því. Ef daðrið
skekur þig skaltu reyna að útskýra það
varlega fyrir maka þínum og ekki gera
stórmál úr þvf eða hóta honum öllu illu.
Afbrýði má oft rekja til óöryggis og hinir
afbrýðisömu óttast það mest að makinn
fari frá þeim. Ef það er engin haldgóð
ástæða fýrir afbrýðiseminni geturðu fælt
makann burtu frá þér með látunum (þér
og röflinu.
■ Ef makinn hefur verið þér ótrúr og
virðist ekki hafa breyst mikið og fer ekki
leynt með áhuga sinn á öðrum, sem
setur þig í afar óþægilega stöðu, er
kannski tími til að snúa honum baki og
jafnvel fara að horfa í kringum þig.
■ Ef makinn er afbrýðisamur út í þig
■ Ef þú hefur hagað þér svo sæmd er að,
en makinn þinn er samt sem áður
afbrýðisamur, kann ástæðan að vera sú
að hann þurfi meiri athygli frá þér og að
upplifa það að hann sé þinn. Merki um
að afbrýðisemi sé að fara úr böndunum
er meðal annars: hann hringir (þig í
farsímann þegar þú ert fjarri til að
athuga hvar þú ert og hvernig þér reiðir
af, hann hlustar á samtöl þín við aðra í
símanum, hann bannar þér að klæðast
fötum sem þú lítur vel út í hann fer í
gegnum töskuna þína til að leita að
sönnunum um að þú sért honum ótrú/r
■ Þeir sem verða gagnteknir af heift af
völdum afbrýði og án nokkurrar
sýnilegrar ástæðu, þurfa vafalaust á
faglegri aðstoð að halda, sér í lagi ef þeir
verða árásargjarnir. Ef þeir neita slíkri
aðstoð, forðaðu þér úr sambandinu -
það er harla ólíklegt að sá hinn sami
muni breytast (sama hversu mikið hann/
hún lofarendurbótum) og þú gætir
verið að setja þitt eigið öryggi í hættu.