Fréttablaðið - 12.04.2016, Page 4
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
Korputorg
112 Reykjavík
Sími 551 5600
utilegumadurinn.is
FERÐAVAGNAR
KAUPLEIGA
GRÆNIR BÍLAR
Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16
LMC hjólhýsiG
æði og
glæsileik
i
Húsnæðismál Ef leigjandi vill spara
sér aurinn borgar sig að leigja í
úthverfum Reykjavíkur. Gríðarlegur
munur getur verið á leiguverði vest-
an og austan við Kringlumýrarbraut,
ódýrast er að leigja á Kjalarnesi og í
Mosfellsbæ.
Til að leigja þriggja herbergja átta-
tíu og fimm fermetra íbúð í Reykja-
vík vestan Kringlumýrarbrautar og á
Seltjarnarnesi þarf par með tvö börn
að vera með 747 þúsund krónur í
ráðstöfunartekjur á mánuði. Parið
þarf töluvert lægri ráðstöfunartekjur
til að leigja á Kjalarnesi eða í Mos-
fellsbæ, eða 692 þúsund krónur.
Ef barnlaust par hyggst leigja
tveggja herbergja sextíu fermetra
íbúð á höfuðborgarsvæðinu þarf það
502 þúsund krónur í ráðstöfunar-
tekjur á mánuði til að leigja í vestur-
hluta Reykjavíkur, en töluvert minna
eða 460 þúsund krónur til að leigja á
Kjalarnesi og í Mosfellsbæ.
Samkvæmt neysluviðmiðum vel-
ferðarráðuneytisins má áætla að par
með tvö börn, annað í leikskóla, hitt
í grunnskóla og í mötuneyti og gæslu
eftir skóla, eyði 554.190 krónum
á mánuði án húsnæðiskostnaðar.
Barnlaust par eyðir samkvæmt við-
miðum 349.302 krónum á mánuði
án húsnæðiskostnaðar.
Fermetraverðið er langhæst í
Reykjavík vestan Kringlumýrar-
brautar og á Seltjarnarnesi hvort sem
litið er til tveggja eða þriggja her-
bergja íbúðar. Ef leigjandi vill spara
sér aurinn lækkar leiguverð verulega
við það að fara í úthverfi.
Lítill munur er á leiguverði í
Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði
og svæðum Reykjavíkur sem eru
lengra frá miðbænum, til dæmis í
Grafarvogi og Breiðholti. Þegar litið
er til þriggja herbergja íbúða sést að
gríðarlegur munur er á því að leigja
í Reykjavík vestan Kringlumýrar-
Dýrt að sækja í Vesturbæinn
Gríðarlegur munur getur verið á leiguverði vestan og austan við Kringlumýrarbraut. Fermetraverðið er
langhæst í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. Að meðaltali er tæplega þrjátíu þúsund króna munur á leiguverði.
Heimild: Þjóðskrá Íslands. Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis síðastliðna þrjá mánuði
brautar og á Seltjarnarnesi eða milli
Kringlumýrarbrautar og Reykjanes-
brautar. Að meðaltali er tæplega þrjá-
tíu þúsund króna munur á leiguverði,
það munar álíka miklu að búa á Kjal-
arnesi og í Mosfellsbæ eða í Reykjavík
milli Kringlumýrarbrautar og Reykja-
nesbrautar. saeunn@frettabladid.is
Alþingi Hægt mjakast í viðræðum
stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi.
Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið
svör við því hvaða mál þurfi að
hjálpa ríkisstjórninni með í gegnum
þingið fyrir kosningar og hefur ekki
verið svarað um nákvæma dagsetn-
ingu alþingiskosninga í haust.
Helgi Hjörvar, þingflokksfor-
maður Samfylkingarinnar, segir það
skjóta skökku við að geta ekki svarað
því til hvaða mál þurfi að aðstoða
stjórnina með í gegnum þingið.
„Þeir gátu hvorki svarað um dag-
setningu kosninga né hvaða mál
þyrfti að hjálpa þeim með. Maður
skyldi ætla að að þeir gætu sagt
okkur hvaða mikilvægu mál þetta
séu. Ég trúi ekki öðru en að búið
verði að svara þessari spurningu
fyrir þingfund [í dag]. Það er erfitt
að skipuleggja þingstörf ef þeir sem
eiga að stjórna vita hvorki hvenær
eigi að ljúka þingi eða hvað eigi að
taka fyrir,“ segir Helgi. „Við gerum
lágmarkskröfu um ákveðinn ramma
um þingstörfin, sérstaklega eftir það
sem á undan hefur gengið.“
Guðlaugur Þór Þórðarson segir nú
unnið að því að sigta út þau mál sem
þurfi að verða að lögum í vor og í
sumar áður en gengið er til kosninga.
„Á meðan sú vinna er í gangi er ekki
hægt að svara fyrirspurn minnihlut-
ans um kosningar eða fjölda mála.
Næstu dagar fara í það að skoða
þessi mál og vinna þau í samvinnu
flokkanna í ríkisstjórn og í samtölum
við stjórnarandstöðuna,“ segir Guð-
laugur Þór.
Ríkisstjórnin kom saman í gær
til fyrsta fundar og voru þar þrjú
mál rædd. Þar ræddi Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra Panama-
skjölin og viðbrögð stjórnvalda við
þeim. Bjarni var einn þeirra sem var
nefndur í umræddum skjölum, og
innanríkisráðherra, Ólöf Nordal. – sa
Mynduðu stjórn um mikilvæg málefni en vita ekki hver þau eru
stjórnmál Dagskrágerðarmaður-
inn Margrét Blöndal hefur óskað
eftir leyfi frá störfum hjá RÚV til
þess að starfa sem kosningastjóri í
komandi forsetakosningum. Þetta
staðfestir hún í samtali við Frétta-
blaðið. Margrét var ekki tilbúin til
þess að staðfesta fyrir hvaða fram-
bjóðanda hún starfaði en sagði
hann þó vera „virkilega góðan
kandídat“. – þh
Margrét
Blöndal ráðin
kosningastjóri
Margrét Blöndal
útvarpskona
stjórnmál Tónninn í erlendum
fjölmiðlum varð jákvæðari þegar
leið á umfjöllun um tengsl forsætis-
ráðherra við Wintris, ekki síst þegar
fjallað var um mótmæli á Austur-
velli og þegar ný ríkisstjórn tók við.
Þetta kemur fram í samantekt utan-
ríkisráðuneytisins um fjölmiðlaum-
fjöllunina og áhrif hennar á orðspor
og ímynd Íslands sem Lilja Dögg
Alfreðsdóttir, nýr utanríkisráð-
herra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í
morgun. Mat ráðuneytisins er „að
til skemmri tíma litið hafi ímynd
og ásýnd Íslands á alþjóðavettvangi
ekki beðið umtalsverðan hnekki
þrátt fyrir talsverða ágjöf“. – skh, þea
Jákvæðari eftir
brotthvarfið
EfnAHAgsmál Á verðlagi dagsins
í dag kostaði Apollo-áætlunin,
eða það að koma fólki til tungls-
ins, sem nemur tuttugu og fimm
földum fjárlögum Íslands. Það
gerir um 17.000 milljarða íslenskra
króna.
Kostnaðurinn dreifðist yfir ára-
tug og nemur 3,4 prósentum af
fjárlögum Bandaríkjanna í ár og
fimmtungi útgjalda þeirra til hern-
aðar á ári.
Menn hafa ekki farið til tungls-
ins síðan árið 1972. Ekki er sami
áhugi og áður á að fara til tungls-
ins vegna þess að ekki er pólitískur
vilji til þess. Þar að auki er mun
dýrara að senda fólk til tungsins
en vélmenni.
Þetta segir Björn Berg Gunnars-
son, fræðslustjóri VÍB. Hann ásamt
Sævari Helga Bragasyni, formanni
Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnar-
ness, heldur fyrirlestur um fjármál
NASA og ESA og framtíðina í geim-
ferðum. – sg
Tunglförin kostaði 17 þúsund milljarða
Kostnaðurinn við Apollo-áætlunina dreifðist yfir tólf ár að sögn Björns Bergs.
FréttABlAðið/AFP
Við gerum lág-
markskröfu um
ákveðinn ramma um þing-
störfin, sérstaklega eftir það
sem á undan
hefur gengið.
Helgi Hjörvar, þing-
flokksformaður
Samfylkingarinnar
Næstu dagar fara í
það að skoða þessi
mál og vinna þau í samvinnu
flokkanna í ríkisstjórn.
Guðlaugur Þór
Þórðarson, varafor-
maður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins
747.000
krónur þarf par að vera með í ráðstöfunartekjur á mánuði til
að leigja vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi.
Hvað þarf par í ráðstöfunartekjur til að legja á höfuðborgarsvæðinu?
tveggja herbergja 60 fermetra íbúð
þriggja herbergja 85 fermetra íbúð
501.842kr 746.658kr 490.002kr 719.373kr
479.982kr 712.063kr
480.682kr 711.525kr
480.482kr 714.641kr
479.982kr 714.075kr
460.422kr 692.103kr
Reykjavík vestan
Kringlumýrarbrautar
og Seltjarnarnesi
Kópavogur
Garðabær og
Hafnarörður
Grafarvogur, Grafarholt,
Árbær, Norðlingaholt og
Úlfarsárdalur
Breiðholt
Kjalarnes og
Mosfellsbær
Reykjavík milli
Kringlumýrarbrautar og
Reykjanesbrautar
✿ Hvað þarf par að hafa í ráðstöfunartekjur
á mánuði til að eiga fyrir leigu?
n Tveggja herbergja 60 fermetra íbúð n Þriggja herbergja 85 fermetra íbúð
Samkvæmt neysluviðmiðum
velferðarráðuneytisins má
áætla að par með tvö börn,
annað í leikskóla, hitt í grunn-
skóla og í mötuneyti og gæslu
eftir skóla, eyði 554.190
krónum á mánuði án húsnæðis-
kostnaðar. Barnlaust par eyðir
samkvæmt viðmiðum 349.302
krónum á mánuði án húsnæðis-
kostnaðar.
lilja Dögg
Alfreðsdóttir utan-
ríkisráðherra
1 2 . A p r í l 2 0 1 6 þ r i ð j U D A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð
1
2
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
0
7
-4
8
A
8
1
9
0
7
-4
7
6
C
1
9
0
7
-4
6
3
0
1
9
0
7
-4
4
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K