Fréttablaðið - 12.04.2016, Side 12

Fréttablaðið - 12.04.2016, Side 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Skuldakreppan á evrusvæðinu undirstrikar hvað frjálsir markaðir með fjármagn geta verið óútreiknanlegir og gallaðir. Grikkland er eitt besta dæmið um þetta. Með aðstoð bandaríska bankans Goldman Sachs fegruðu Grikkir bókhald sitt til að uppfylla Maastricht- skilyrðin og komast inn í myntsamstarfið um evruna. Kjör á grískum ríkisskuldabréfum höfðu verið mjög slæm en stórbötnuðu í einni svipan eftir inngöngu í myntsamstarfið þrátt fyrir að munurinn á Grikklandi 2001 og 2002 sé í raun og veru enginn. Á einni nóttu eftir upptöku evru gat Grikkland fjármagnað sig á sömu kjörum og Þýskaland, sem varð til þess að það varð gríðarlegt innflæði fjár í grískt hagkerfi. Eftir skulda- kreppuna versnuðu kjörin hratt. Ávöxtunarkrafa á ríkis- skuldabréf Portúgals, Ítalíu og Spánar jafnaðist út eftir 2010 en Grikkir voru í sífellt verri stöðu. Skuldakreppan dýpkaði og þeir hafa ekki bitið úr nálinni með hana. Eftir að vandinn á evrusvæðinu kom upp hafa alls kyns spádómar litið dagsins ljós um endalok evrunnar en engir þeirra hafa ræst. Martin Sandbu færir fyrir því rök í bókinni Europe's Orphan, að hvorki evran sjálf né undirstöður hönnunar hennar séu rót vandans á evrusvæðinu. Þess í stað felist vandamálið í því hvernig ríkisstjórnir í Evrópu hafi ranglega sett endurgreiðslu skulda í forgang, fremur en aðgerðir til að örva eftir- spurn í hagkerfinu. Hagsmunir lánardrottna urðu ofan á, sem varð til þess að skuldakreppan dýpkaði. Fyrir 2008 varð gríðarlegt innflæði fjár á Íslandi í skjóli góðrar lánshæfiseinkunnar bankanna og ímyndaðrar ríkisábyrgðar. Annað gott dæmi um óút- reiknanlega hegðun frjálsra markaða. Stjórnvöldum á Íslandi mistókst að gæta að fjármálastöðugleika með því að hefta innflæði fjár. Skuldastaða þjóðarbúsins varð ósjálfbær og löggjafanum var nauðugur einn kostur að beita neyðarréttinum. Það er engum vafa undirorpið að neyðarlögin hefðu verið útilokuð í mynt- samstarfi um evruna. Þær gagnrýnisraddir sem segja að íslensku bankarnir hefðu ekki fengið að skuldasetja sig með þessum hætti hefði Ísland verið í ESB og í Evrópska myntbandalaginu verða býsna veikburða þegar skoðuð er staða Grikklands og að virtri þeirri staðreynd að Íslendingar gátu tekið alla þessa peninga að láni með krónuna sem ráðandi gjaldmiðil í hagkerfinu, ekki evru. En hvaða lærdóm getum við dregið af skuldakrepp- unni á evrusvæðinu og okkar eigin vanda? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, sagði í viðtali á Stöð 2 hinn 20. mars að hægt væri að reka öfluga peningastefnu með krónu. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Eiffelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörð- in og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp Kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust,“ sagði Gylfi í viðtalinu. Orð að sönnu hjá prófessornum. Grísland Það er engum vafa undirorpið að neyðar- lögin hefðu verið úti- lokuð í mynt- samstarfi um evruna. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjölbreyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Nú um stundir standa þúsundir ungmenna frammi fyrir því að velja sér námsleið að loknu grunnskólanámi. Með þeirri ákvörðun eru mörkuð skref í átt að framtíðarstarfinu. Sjaldan eða aldrei hafa möguleikar ungs fólks til menntunar verið jafn miklir og í dag. Tækifærin liggja víða. Í langan tíma hefur straumurinn legið í bóknám, það er hin hefðbundna leið til stúdentsprófs. Mig langar að vekja athygli þína lesandi góður á því að hægt er að taka stúdentspróf en ná sér á sama tíma í starfsréttindi sem eru alþjóðleg og opna möguleika til spennandi og skemmtilegra starfa. Í dag er hægur vandi að flétta saman iðnnámi og stúdentsprófi á sama tíma. Ímyndið ykkur hversu mikið forskot sá einstaklingur hefur sem kemur út úr framhaldsskóla tvítugur með bæði stúdentspróf og iðnmenntun í handraðanum. Atvinnumögu- leikar þess einstaklings aukast til mikilla muna. Atvinnurekendur hafa tekið höndum saman um eflingu vinnustaðanáms og hafa nú tæplega 200 fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins staðfest sátt- mála þess efnis að auðvelda á ungu fólki að komast á samning. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast í atvinnulífinu nú um stundir. Mikil nýsköpun og gróska. Tækninni fleygir fram á öllum sviðum sem gerir það að verkum að eðli margra starfa í iðnaði hafa gjörbreyst. Atvinnulífið þarf á ungu og öflugu fólki að halda. Við þurfum að fá hæfileikaríka ein- staklinga í okkar raðir sem geta sameinað hugvit sitt og verkvit. Þannig manneskju eru allir vegir færir. Við leyfum okkur að fullyrða að fólk sem stendur sig vel í iðnnámi fái starf að loknu námi og það sem meira er, það mun fá góð og vel launuð störf. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjöl- breyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Á næstunni fá foreldrar og nemendur í 9. bekk upp- lýsingar sendar frá Samtökum iðnaðarins sem sýna möguleika sem bjóðast. Atvinnulífið mun taka vel á móti ungu fólki sem velur sér iðngrein. Hvað viltu læra? Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins Opinn kynningarfundur ÁRLEGUR FUNDUR UM UMHVERFISMÁL Á GRUNDARTANGA Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits og umhverfisvöktunar á Grundartanga fimmtudaginn 14. apríl í félagsheimilinu Miðgarði kl 13:30. DAGSKRÁ SETNING FUNDARINS - Hallfreður Vilhjálmsson frá Hvalfjarðarsveit, fundarstjóri KYNNING Á BREYTTU FUNDAFYRIRKOMULAGI - Sigríður Kristjánsdóttir frá Umhverfisstofnun NIÐURSTÖÐUR EFTIRLITS OG UMHVERFISVÖKTUNAR - Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun ERINDI - Einar Friðgeir Björnsson frá Norðuráli ERINDI - Sigurjón Svavarsson frá Elkem NIÐURSTÖÐUR UMHVERFISVÖKTUNAR - Eva Yngvadóttir frá Eflu UMRÆÐUR Í LOK FUNDAR Nánari upplýsingar á umhverfisstofnun.is Leikhús fáránleikans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sendi flokksfélögum sínum í Framsóknarflokknum bréf í gær um Wintris-málið og síðustu daga í pólitík. Þar segir hann að and- stæðingar sínir vilji hvorki heyra né skilja sannleikann um fjármál hans. Allir skattar hafi verið greiddir af eignum Wintris. En fréttastofur 365 og RÚV koma að tómum kofanum þegar beðið er um CFC-skýrslur félagsins, árs- reikninga þess og upplýsingar um hversu mikið félagið hafði upp úr kröfum í bú föllnu bankanna. Gríska harmleikjaskáldið Sófókles sagði eitt sinn: „Sann- leikurinn fer aldrei neinar króka- leiðir“ og líka: „Engum ber heilagri skylda til að vera löghlýðinn en þeim sem setur lögin.“ Óskrifað blað Andri Snær Magnason rithöf- undur bauð sig fram til forseta í gær. Hann hafði raunar ætlað að stíga fram fyrr, en Wintris-vikan var ekki heppilegur tími til að stela sviðsljósinu. Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson er hættur við forsetaframboð en eitt af hans helstu afrekum á ritvellinum er sjálfshjálparbókin Hvernig gerirðu konuna þína hamingju- sama. Þá er aðeins viðeigandi að næsti rithöfundur á framboðs- listanum sé Andri. Það er ekki amalegt fyrir forseta lands að hafa skrifað bókina Draumalandið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. snaeros@frettabladid.is 1 2 . a p r í l 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B l a Ð I Ð SKOÐUN 1 2 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 7 -5 2 8 8 1 9 0 7 -5 1 4 C 1 9 0 7 -5 0 1 0 1 9 0 7 -4 E D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 3 2 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.