Fréttablaðið - 12.04.2016, Síða 30

Fréttablaðið - 12.04.2016, Síða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „Ég er bara enn þá að átta mig á því að við höfum unnið, það er ótrú- lega mikill heiður að vinna svona stóra keppni. Þetta var mjög hörð keppni og við vissum ekki hverju dómararnir voru að leita eftir og allir  skólar  áttu jafna möguleika á því að vinna,“ segir Elín Sif Hall- dórsdóttir, söngkona og nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en hún, ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, skipar hljómsveitina Náttsól, sem bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðastliðna helgi. Hljómsveitin Náttsól var stofn- uð í fyrra og hafa þær allar sem ein unnið hörðum höndum að því að semja sitt eigið efni ásamt því að taka upp cover-lög eftir íslenskar söngkonur. Hljómsveitin Nátt- sól tók einnig þátt í Músíktilraun- um sem líka fóru fram um helgina og komst hún alla leið í úrslit. „Það var mikill sigur fyrir okkur að komast í úrslit í Músíktil- raunum, en við erum nýfarnar að semja okkar eigið efni. Bara það að semja þrjú lög og koma þeim öllum í keppnina var frábært, hvað þá að komast í úrslit. Við einblínum mikið á þrírödd og lágstemmdan hljóðfæraleik,“ segir hún ánægð með árangurinn. Margir muna þó eftir Elínu Sif þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með framlagi sínu í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar söng hún frumsamið lag. „Söngvakeppni sjónvarpsins var risastór stökkpallur fyrir mig. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa tekið þátt þar, þetta var mikil reynsla og gott að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að keppn- inni. Í kjölfar keppninnar fékk ég fullt af tækifærum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis höfðu stelpurnar Guðrún og Hrafnhildur samband við mig og buðu mér að koma í hljómsveitina Náttsól eftir að þær sáu mig í söngvakeppninni og leik- stjórinn Baldvin Z hafði líka sam- band við mig og bauð mér í prufu fyrir sjónvarpsseríuna Réttur 3. Það var auðvitað æðislega gaman að taka þátt í því, ég fékk að leika með ótrúlega flottum leikurum,“ segir Elín Sif. Fram undan hjá Elínu Sif er áframhaldandi vinna við tónlist ásamt því að einbeita sér að náminu og félagslífinu. „Það er nóg að gera í hljómsveit- inni, ég ætla að leggja mikla áherslu á tónlistina núna, en það er samt aldrei að vita, ef ég fengi annað tækifæri í leiklistinni myndi ég klár- lega skoða það,“ segir Elín Sif. gudrunjona@frettabladid.is Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir skipa saman hljómsveitina Náttsól. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON það er óTrúlega Mikill heiður að vinna Svona STóra keppni. 1 2 . a p r í l 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U rl í f I Ð ∙ f r É T T a B l a Ð I Ð 1 2 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 0 7 -4 3 B 8 1 9 0 7 -4 2 7 C 1 9 0 7 -4 1 4 0 1 9 0 7 -4 0 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.