Málfregnir - 01.04.1989, Page 21

Málfregnir - 01.04.1989, Page 21
til einhvers þröngs og afmarkaðs sviðs heldur umlykur í raun og veru alla þætti máls og málbeitingar. Sumir hafa jafnvel skilgreint stíl á enn víðtækari hátt. Þeirra á meðal var stílsnillingurinn Þór- bergur Þórðarson sem koinst eitt sinn svo að orði: „En hvað er rithátturinn annað en maðurinn sjálfur?" Mikilvægt er að þeir sem vinna við íslenska stílfræði njóti stuðnings þeirra sem áhuga hafa á efninu, hvort heldur þeir vilja leggja eitthvað til málanna eða fræðast um verkið. Þannig eru allar ábendingar og fyrirspurnir vel þegnar. Þeim má koma á framfæri við þann sem þetta skrifar. Utanáskrift er Háskóli íslands (Sumarhöll), 101 Reykjavík, en sími 69 43 13. 21

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.