Málfregnir - 01.11.1991, Blaðsíða 3
BERGUR JÓNSSON
Orðanefiid rafinagnsverkfræðinga 50 ára
1. Orðanefnd Verkfræðingafélagsins
Upptök Orðanefndar rafmagnsverk-
fræðingadeildar Verkfræðingafélags ís-
lands má án efa rekja til fundar sem
haldinn var í fárra ára gömlu Verkfræð-
ingafélagi íslands 30. október 1918 þegar
dr. Bjöm Bjarnason frá Viðfirði hélt fyrir-
lestur um nýyrði. Fyrirlesturinn var
prentaður í Tímariti Verkfrœðingafélags-
ins 1918 og gefinn út sérprentaður 1919.
Á sama fundi var stjórn VFÍ falið að gera
tillögur um „söfnun tekniskra íslenzkra
heita“.
Verkfræðingar sýndu með þessu hvern
hug þeir báru til íslensks máls og að þeir
vildu auðga tunguna með tækniorðum
sem lytu reglum hennar um orðmyndun
og málfræði. Stjórn VFÍ lét ekki bíða
lengi eftir ákvörðun. Guðmundur Finn-
bogason prófessor og síðar landsbóka-
vörður, Sigurður Nordal prófessor og
Geir G. Zoéga vegamálastjóri tóku sæti
í nefnd sem í fyrstu var nefnd „málhreins-
unarnefnd“ en nefndarmenn vildu sjálfir
kalla Orðanefnd Verkfræðingafélagsins.
Festist það nafn við hana. Fyrsti fundur
nefndarinnar var haldinn 14. október
1919, um það bil einu ári eftir fyrirlestur
dr. Björns í félaginu.
Hér verða ekki rakin störf Orða-
nefndar Verkfræðingafélagsins; það hafa
aðrir gert. Pó skal stiklað á hinu mikil-
vægasta samhengis vegna. Nefndin starf-
aði af miklum eldmóði á árunum 1919 til
1926. Haldnir voru 152 fundir á þessum
árum, einn fundur árið 1927 en eftir það
voru engir fundir bókaðir fyrr en 1933 að
síðasti fundur nefndarinnar var haldinn
13. febrúar. Flestir fundir voru að kvöld-
lagi og stóðu yfirleitt þrjá tíma hverju
sinni.
Af fundargerðum nefndarinnar verður
helst ráðið að Guðmundur og Sigurður
hafi verið líf hennar og sál. Geir Zoéga
virðist ekki hafa sótt fundi. Hins vegar
leituðu málfræðingarnir til sérfróðra
manna eftir því sem við átti hverju sinni
í orðasöfnuninni. Meðal þeirra orða,
sem nefndin fjallaði um, voru orð úr
rafmagnsfræði, rafyrði, eins og þau voru
nefnd í fundabókum. Rafyrðin komu
fljótt til umfjöllunar og skipuðu veg-
legan sess ásamt orðum úr sjómanna-
máli. Um þessar mundir voru landsmenn
að rafvæðast og fjarskiptatækni hafði
borist til landsins. Hvort tveggja var
mikið rætt manna á milli, en íslenskan
var orðfá á þessu sviði. Það voru raf-
magnsverkfræðingarnir meðal braut-
ryðjenda þessarar nýju tækni sem sáu
nauðsyn þess að íslensk tunga ætti eigin
orð til að lýsa mannvirkjum og verkum.
Þeir voru jafnframt sérfræðingar mál-
fræðinganna í Orðanefnd í rafyrðaleit
þeirra. Aðalráðunautar nefndarmanna í
þessum efnum voru þeir Steingrímur
Jónsson og Guðmundur Hlíðdal. Einnig
er skylt að minnast þáttar Jakobs Gísla-
sonar sem skrifaði fyrstu íslensku reglu-
gerðina um raforkuvirki og fjallaði
um rafyrði hennar við nefndarmenn á
síðasta fundi nefndarinnar í febrúar
1933.
3