Málfregnir - 01.11.1991, Síða 32
er orðinn tvíkvæður (akur-) í nútíma-
máli. íbúaheitið Akurnesingur er því
myndað á nákvæmlega sama hátt og
Borgnesingur og Grindvíkingur. Hið
fyrra þeirra er dregið af nafni sem hefir
ef. et. í forlið (borgar-), hið síðara af
nafni sem hefir ef. ft. í forlið (grinda-)
eins og nafnið Akranes.
Því má bæta við að heiti sýslubúa eru
oftast leidd. samkvæmt fyrrnefndri reglu,
af fyrri eða fyrsta hluta sýsluheitisins ein-
göngu: Árnesingur, Rangæingur, Skaft-
fellingur, Sunnmýlingur o.s.frv.
4
Spurning: Hvort á heldur að tala um 1,8
milljarða eða 1,8 milljarð?
Svar: Samkvæmt íslenskri málvenju
ræður síðara (eða síðasta) töluorð tölu-
beygingu nafnorðsins sem á eftir fer í
dæmum sem þessu. Pví er rétt að tala um
1,8 milljarða, en rangt að tala um 1,8
*milljarð. Hins vegar er rétt að tala um
8,1 milljarð, en rangt að tala um 8,1
*milljaröa. Pað væri í samræmi við
enska málvenju, en ekki íslenska.
5
Spurning: Hvort er réttara að segja: þar
skilja leiðir eða þar skilur leiðirl
Svar: Sögnin skilja er í þessu sambandi
ópersónuleg. Það er eitthvað ótiltekið
sem skilur leiðir (sundur). Dæmi um
þessa notkun má víða finna, bæði að
fornu og nýju. Þegar sagt er frá ferð
Egils Skallagrímssonar austur um Eiða-
skóg er komist svo að orði í sögu hans:
„og er þeir koma þar er leiðir skildi þá
skildi og slóðina og var þá jafnmikil í
hvorn stað“ (íslendinga sögur og þættir.
Fyrsta bindi. Útgáfa Svarts á hvítu 1987,
bls. 485). Dæmið þar skilur leiðir má
finna í orðabók Blöndals (undir skilja,
bls. 724). Þar er einnig dæmið „Jökulsá
skilur landsfjórðunga“, sem sýnir vel
hver merking sagnarinnar er í þessum
samböndum.
Málfregnir koma út tvisvar á ári
Útgefandi: fslensk málnefnd
Ritnefnd: Gunnlaugur Ingólfsson og Kristján Árnason
Ritstjóri: Baldur Jónsson
Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð,
Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík. Sími: (91) 28530,
(91) 694443. Bréfasími: (91) 622699
Áskriftarverð: 600 krónur á ári
Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf.
ISSN 1011-5889
ÍSLENSK MÁLNEFND
a
M