Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 11
orðanefndarmanna og sérfræðinga
þeirra var þó komist að þeirri niður-
stöðu, að nota mætti þetta ágæta
íslenska orð í víkkaðri merkingu og sem
heildarheiti yfir þá tækni sem felst í
enska orðinu radar, að nota endurkast-
aðar eða sjálfvirkt endursendar útvarps-
bylgjur til að fá upplýsingar um hluti í
fjarlægð. bessu var breytt í handriti að
útgáfu á Raftœkniorðasafni 1 (um þráð-
laus fjarskipti) og náði því að komast á
prent í nýrri skilgreiningu.
Oft er látið nægja að gera erlendu orð-
in lítið eitt íslenskuleg útlits með því að
setja íslenska bókstafi samkvæmt fram-
burði og breyta endingu orðanna til að
fella þau betur að málinu. Orðin sínus,
kósínus, díóða (diode), fótóna (notað
samhliða orðinu Ijóseind yfir sama hug-
tak (photone)), ferrít-loftnet (ferriie rod
aerial) eru næg dæmi. Segja má að þetta
séu undantekningar. Að sjálfsögðu eru
þó mannanöfn í íðyrðum eða sem ein-
ingar almennt notuð lítt eða ekki breytt.
Dæmi: Fresnel-svœði, Wheatstonesbrú,
Bólómœlir, volt, amper, olim.
Algengt er að nýyrði í tæknimáli séu
vegna myndlíkingar gerð úr orðum eða
orðhlutum sem notuð eru í almennu
máli. Orðin og orðhlutarnir öðlast við
það viðbótarmerkingu sem er svo frá-
brugðin hinni upphaflegu að ekki er
hætta á misskilningi. Sem dæmi má
nefna eftirtalin orð: spenna, straumur,
geisl, rás, viðnám, spóla, skaut, bursti,
ýl, hlaup, hlið, net, og þannig má lengi
telja. Dæmin margfaldast ef líka eru
teknar samsetningar.
Hér má líka tiltaka þau afbrigði þegar
nýyrði eru mynduð af gömlum orðstofn-
um, hugsanlega með viðskeyti: hverfill
(turbine), beind (vector), tíðni (fre-
quency), nýtni (efficiency), hverfisvið
(rotating field), Ijóm (luminescence), sía
(filter), litróf (visible region of radiation),
dreifni (diffusion), ferjald (transducer).
Gömul íslensk orð, sem hætta er á að
glatist vegna nýrra og breyttra þjóðfé-
lagshátta eða eru ekki lengur notuð í dag-
legu tali, glæðast nýju lífi í breyttri
merkingu. Þau komast á ný í munn
manna og varðveitast. Pannig er um orð-
ið skjár ((television) screen).
Að lokum skal minnst á eina aðferð
enn við nýyrðagerð, sem þó er ekki mjög
algeng, þegar erlend orð eru aðlöguð að
íslensku málkerfi. Sem dæmi um þetta
má nefna sagnorðið skanna (scan) og
nafnorðið skanni (scanner), jón (kv.)
(ion), jónun (ionization), kóði (code),
púls (þ. Impuls; e. pulse).
Því er ekki að leyna að sum orð, sem
notuð eru í raftæknimáli, geta valdið
misskilningi eða klaufalegum orðasam-
böndum. Þannig er um nafnorðið var
(hk.), sem samsvarar enska orðinu/i«e.
Það er augljóslega óheppilegt með sögn-
inni vera í þátíð, t.d. í setningunni: „í
rásinni var 16 ampera var“. Orðið leiðari
er auðveldara í notkun en leiðir (no..
kk.) (conductor), sem oft leiðir til mis-
skilnings í öllum föllum orðsins þar sem
það beygist eins og orðið lœknir.
Slík vandræði eru ekki bundin við
íslensku. Nefna má orðið lamp í ensku.
Lampe á þýsku og lampa eða lampe á
Norðurlandamálum. íslenska íðorðið er
lampi og hljómar ekki ókunnuglega en
er þó það raffang sem almennt er kallað
pera, hvort sem það er í perulíki eða
ekki. Fyrstu ljósaperurnar voru ekki
fjarri því að vera perulaga en nú á
dögum taka ljósgjafar á sig hinar marg-
víslegustu myndir. Algengar eru allar
hugsanlegar lengdir af flúrpípum sem
líka eru alla vega í laginu. Það raffang.
sem almennt er kallað lampi hér á landi,
heitir á ensku luminaire eða lighting
fitting, á þýsku Leuchte og á sænsku Ijus-
armatur eða einfaldlega armatur. Þarna
á íslensk tunga tvö ágætisorð, lugt og
Ijósker, sem bæði tvö mætti almennt
nota í samsetningum með orðhlutunum
borð-, vegg-, gólf-, loft-, skraut-, les-,
11