Málfregnir - 01.11.1991, Síða 7

Málfregnir - 01.11.1991, Síða 7
Þetta orð rak á land í íslensku máli fyrir löngu en var aðeins notað mjög tak- markað, því að önnur orð, íslenskrar ættar, voru alfarið notuð, hvert á sínu sviði. Nægir að nefna útvarp og loft- skeyti, einkum í lengra samhengi, loft- skeytastöð. Til að greina „radíótæknina" frá síma var oft talað um þráðlausa fjar- skiptatækni. Hópur manna kallaði sig hins vegar „radíóamatöra“, og tilkynn- ingar birtust frá Siglufjarðar radíói og öðrum strandastöðvum Pósts og síma. Meira að segja íslenska samgönguráðu- neytið gaf út reglugerð um rekstur radíó- stöðva fyrir fáum árum. Radíóverkstæði Landssímans var þekkt innan fjölmennra hópa en vel tókst til þegar Félag farstöðvaeigenda hristi af sér útlensk áhrif og valdi félag- inu íslenskt nafn. Það var því við ramman reip að draga ef takast ætti að útrýma orðinu „radíó“ úr daglegu tali. Orðanefndarmenn lögðu metnað sinn í að reyna að finna heppilegt orð í stað þessa orðs sem kom líka fyrir í nafni I EC-orðabókarkaflans „Radiocommuni- cations". Fjölmargar hugmyndir voru bornar fram og ítarlega ræddar með sér- fræðingum á mörgum fundum en ekki náðist einróma niðurstaða. Menn vildu helst finna nýyrði sem gæti komið í stað orðsins „rádíó“. Helga J. Halldórssyni, sem flutti vikulega málræktarþátt í Ríkisútvarpinu, var skrifað bréf og hann beðinn um aðstoð. Helgi las bréfið í þætti sínum og fjallaði um málið. Við- brögð hlustenda voru lítil og ekki til að greiða úr málinu. Þá var brugðið á það ráð að boða til mikils fundar með þeim starfsmönnum Pósts og síma sem mest fjölluðu um „radíótækni". Það var í janúar 1986. Á fundinum voru einnig Orðanefndar- menn og áhugamenn aðrir, formaður íslenskrar málnefndar, málfarsráðu- nautur Ríkisútvarpsins, íslenskuráðu- nautur Orðanefndar og Helgi J. Hall- dórsson. Miklar umræður urðu um orðið „radíó“, og áhugi fundarmanna var mikill. Niðurstöður fundarins urðu þó þær að ekki þótti rétt að svo stöddu að mæla með notkun nýyrðis eða eingöngu eins ákveðins orðs í stað orðsins „radíó“, en mælt með að nota þau orð íslensk sem best hæfðu hugtökunum hverju sinni. Þess vegna er almenna orðið radio þýtt sem „útvarpstækni, þráðlaus fjarskipta- tækni, loftskeytatækni“ en orðið útvarp notað áfram sem þýðing á „radio broad- casting“ - og „radio waves“ einfaldlega nefndar útvarpsbylgjur. Frámhald Raftækniorðasafns Árið 1989, ári eftir útkomu 1. bindis, kom út Raftœkniorðasafn 2 - Ritsími og talsími. Þetta var 55. kafli IEC-orða- safnsins sem átti það sameiginlegt með 60. kafla, „Þráðlausum fjarskiptum", að Orðanefnd hafði unnið að honum í 13-14 ár, með mörgum hvíldum þó. Enn átti Orðanefnd marga kafla IEC- safnsins nærri tilbúna til prentunar. Raf- tœkniorðasafn 3 - Vinnsla, flutningur og dreifing raforku kom út í ársbyrjun 1990. Þarna varð sú breyting á hugmyndum Orðanefndar að í bókinni voru þýðingar á íðyrðum úr fimm köflum IEC-safnsins, 601.-605. kafla. Þeir fjölluðu allir um skylt efni sem ekki þótti ástæða til að skilja að en ollu nokkurri aukavinnu hjá Orðanefnd, því að nauðsynlegt þótti að sameina stafrófsskrár helstu erlendu tungumálanna úr hverjum kafla. Þegar þetta er ritað er fjórða bindi Raftœkniorðasafns í prentsmiðju og kemur væntanlega út fyrir jól 1991. Það fjallar um rafeindalampa og aflrafeinda- fræði sem eru 531. og 551. kafli lEC-orða- safnsins. Þá verða komin út fjögur bindi Raftœkniorðasafns á jafnmörgum árum. Ýmis verkefni Orðanefnd á enn eftir fjölmarga kafla IEC-orðasafnsins hálfþýdda eða lengra 7

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.