Málfregnir - 01.11.1991, Side 23
ástæðu ættum við að þýða miklu meira
en við gerum nú.
Ef þýðingarskyldu yrði aflétt hér-
lendis og ef þeir sem annast sjónvarps-
útsendingar sendu þá erlent efni að
miklu eða mestu leyti út óþýtt blasir
líka við annar háski. Hann er sá að
smám saman fari íslenskir áhorfendur
að skynja móðurmál sitt sem vanburð-
ugt. Með góðum þýðingum sjá það
allir svart á hvítu að það er hægt að
orða alla skapaða hluti á íslensku. Með
því að láta erlenda mynd og hljóð vera
eingöngu og ósnert á skjánum verður
íslenskan svo miklu fjarlægari en ella.
Þarna hafa skjátextarnir einfaldlega sál-
rænu hlutverki að gegna enda þótt
áhorfendur þykist skilja á eigin spýtur
erlent sjónvarpsefni.
Fyrst minnst er á þýðingar er ekki
hægt að láta hjá líða að geta þess að
menntamálaráðuneytið fól íslenskri
málstöð í byrjun þessa árs að gera
skýrslu um stöðu þýðingarmála og til-
lögur til úrbóta í þeim efnum. Nú er
verið að vinna að þessari úttekt og
niðurstaðna er að vænta fyrir árslok
1991. Ljóst er að þýðingarmál hérlend-
is, bæði menntun þýðenda, staða þýð-
ingarfræði og meðvitund almennt um
vanda þeirra sem þýða, eru í nokkrum
ólestri. Þar þarf að ráða bót á.
Um bandarískan dagskrárlið
í íslenskri útvarpsstöð
Fyrir nokkrum árum var aflétt einokun
Ríkisútvarpsins á útvarps- og sjón-
varpssendingum og hafa í kjölfar þess
sprottið upp nokkrar útvarpsstöðvar í
einkaeigu. Þær útvarpa flestar aðallega
tónlist en einnig ýmsu öðru dægurefni.
í júní á þessu ári var frá því skýrt að
ein þeirra hygðist senda út í hverri viku
bandarískan útvarpsþátt, fjögurra
klukkustunda langan. íslenskur þulur
rýfur útsendinguna á u.þ.b. klukku-
stundar fresti og endursegir hvað um
er að vera í þættinum. Morgunblaðið
birti 6. júní afar harðorða forystugrein
þar sem þessar fyrirætlanir útvarps-
stöðvarinnar voru gagnrýndar. Þar
segir m.a.:
Hvar er metnaður þeirra manna, sem hyggj-
ast standa fyrir slíkri starfsemi? Eru þeir
búnir að gefast upp á því að vera íslendingar
eða er þetta háttalag þeirra til marks um, að
einhver hluti þjóðarinnar sé að byrja að gef-
ast upp við að halda hér uppi sjálfstæðri
menningarstarfsemi?
Síðar segir Morgunblaðið í sama
leiðara:
... við höfum á þessu ári orðið vitni að því, að
Ijósvakamiðlarnir eru reiðubúnir að ganga
ótrúlega langt til þess að miðla erlendum
áhrifum inn í landið á þann veg, að fyrr eða
síðar munu hin erlendu áhrif yfirgnæfa þjóð-
menningu okkar, ef ekki verður spornað við
þessari þróun.
Morgunblaðið klykkir út með þessum
orðum:
...er auðvitað ljóst að setja á bann við
útsendingum af því tagi, sem útvarpsstöðin...
fyrirhugar á amerísku efni.
Áhyggjur blaðsins eru skiljanlegar og
undir orð blaðsins get ég tekið. Mennta-
málaráðherrann núverandi segist, í
blaðaviðtali 7. júní sl., telja að hlut-
verk útvarpsstöðva sé annað og meira
en að útvarpa beint erlendu efni og að
fyrirhugaðar útsendingar á bandaríska
þættinum lýsi ekki miklum metnaði. í
sama viðtali kveðst ráðherra ekki vera
mikill einangrunarsinni og bendir á að
menn geti náð erlendum útsendingum
í gegnum tæki sín.
I orðum ráðherrans er svipaður mála-
miðlunartónn eins og í ummælum
fyrirrennara hans sem fyrr var vitnað
til. Þeir virðast vera á móti því að fjöl-
miðlar dreifi hér óþýddu erlendu efni
23