Málfregnir - 01.11.1991, Side 28

Málfregnir - 01.11.1991, Side 28
að skrifa, sem bera heitin Fyrirsagnir, Uppbygging greina og fréttapistla og Frágangur og uppsetning, er farið yfir grundvallaratriði við ritgerðarsmíð. Tveir fyrstu kaflarnir eru með áþekku sniði og eldra efni. Ritsmíðum er skipt í upphafsorð, meginmál og niðurlag, svo sem venja er, og rakin eru dæmi um hvernig nota má fyrirsagnir til að vekja athygli lesenda en jafnframt lögð áhersla á trúnað við efnið. Kaflinn „Frágangur og uppsetning“ er óvenjulegur að því leyti að framlag höfundar felst einkum í athugasemdum við efni sem tekið er upp úr öðrum ritum. Birtar eru leiðbeiningar um spássíur og ytra útlit, tilvitnanir, tilvísanir og heimildaskrár eftir Gígju Arnadóttur og Kristínu I. Jónsdóttur á u.þ.b. þremur blaðsíðum með smáu letri, og tekið er upp á hálfri annarri síðu með smáu letri efni úr bæklingi Alþingis, Reglur um frágang þingskjala og prentun umrœðna. Það sem eftir lifir bókar, 4. - 12. kafli, er talsvert frumlegra að efni og sniði en fyrstu kaflarnir. Heiti kaflanna eru þessi: Siðareglur og meiðyrðalöggjöf, Gagn- rýni, Minningargreinar, íþróttalýsingar, Fréttatilkynningar, Kjallaragreinar og lesendabréf, Slúðurdálkar, Forystu- greinar og Viðtöl. Nöfnin bera með sér hve fjölbreytt efni hér er á ferðinni. Sýnu drýgstur framangreindra kafla er Gagnrýni en sá kafli getur án efa reynst nrörgum gagnlegur. Par er fjallað um ritun bókmenntagagnrýni, bíladóma, ritun um leiklist, matargerðarlist, skemmtanir, tónlist, byggingarlist, myndlist og kvik- nryndir. Þegar á heildina er litið má e.t.v. segja að of mikið af alls kyns mismerkilegu efni sé tekið upp í bókina úr öðrum heimildum. Það orkar til að mynda tví- mælis að höfundur birtir almennar reglur bandarískra blaða um efnisskipan minn- ingargreina; hér hefði verið hægt að staldra við og semja leiðbeiningar sem betur falla að íslenskri hefð eins og við þekkjum liana úr dagblöðunum. (Einnig má telja það misvísandi að beina kaflan- um um minningargreinar svo mjög að ást- vinum því að fjölmargar af hinum vand- aðri minningargreinum í hérlendum blöð- um eru ekki skrifaðar af ástvinum hinna látnu heldur einhverjum kunnugum sem fjær standa.) Sem annað dæmi um að- fengið efni má nefna að greinin „Ítalía" (bls. 99-100) er fjarri því að vera vönd- uð, og margur ritstjórinn hefði ekki birt hana óleiðrétta, en eigi að síður er hún tekin upp í Pað er leikur að skrifa, að því er virðist sem dæmi um fyrirmyndargagn- rýni um matargerðarlist ef marka má hrósyrði bókarhöfundar um hana á bls. 101. Kennarar geta vitaskuld valið sýnis- horn að eigin vild úr bókurh og blöðum eftir því sem kennslunni hæfir. Þeim verður ekki skotaskuld úr því að finna dæmi um vandaðri dæmatexta en marga þá sem teknir eru upp í bókina (sem geta á hinn bóginn verið dæmi um víti til varn- aðar og nýst á þann hátt í kennslu). Það veldur vonbrigðum í bók af þessum toga að finna of mörg dæmi um ófullkominn textafrágang. Víða vantar kommur, aðra eða báðar, utan um inn- skot í textann; ekki er gætt samræmis í afstöðu tilvitnanamerkja til annarra greinarmerkja (sjá t.d. bls. 101); eitthvað er um stafvillur; ósamræmi er í því hvort höfð er auð lína á eftir verk- efnum eða ekki, og fleira smálegt mætti tína til. Stíll höfundar er kumpánlegur og frjálslegur en e.t.v. einum of fjaskennd- ur. Helsti kostur þessarar bókar er fjöl- breytni hennar og frumleiki þar sem leit- ast er við að skrifa leiðbeiningar fyrir skólafólk, og ekki síst almenning, um gerð annars konar texta en einungis hefðbundinna ritgerða eða rökfærslu- greina. — APK 28

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.