Málfregnir - 01.11.1991, Síða 6
fundum sínum. Steingrímur lést í janúar
1975. Eftir andlát hans fékk Orðanefnd
ýmist utanaðkomandi aðila til að frum-
þýða hvern kafla eða annaðist það verk
sjálf á fundum.
Nefndarmenn sáu að í orðasafni IEC
var nægilegur efniviður, ekki einungis í
þriðja bindi Raftækni- og Ijósorðasafns
heldur einnig hið fjórða. Þess vegna var
lögð áhersla á að fjölga nefndarmönnum
ef það yrði til að auka afköst nefndarinn-
ar.
Árið 1977 var 1. bindi Raftœkni- og
Ijósorðasafns þrotið í verslunum og hjá
útgefanda. Eftirspum var töluverð, og
útgefandi lýsti sig reiðubúinn til að gefa
það út á ný. Orðanefnd taldi þó, að gera
yrði ýmsar breytingar og leiðréttingar á
bókinni, ef úr endurútgáfu yrði, vegna
nýyrða sem fram höfðu komið og víð-
tækrar endurskoðunar IEC á orðasafninu.
Hugmyndir nefndarmanna um útgáfu-
form orðasafnsins voru líka teknar að
breytast þegar hér var komið. Fram til
þessa höfðu uppflettiorðin (íðorðin)
birst á þremur tungumálum auk íslensk-
unnar, ásamt tölusetningu hvers orðs í
samræmi við IEC-orðasafnið. Skýringar
vantaði. Ekki var þó talið unnt að þýða
skýringar IEC-orðasafnsins; það yrði of
viðamikið nákvæmnisverk fyrir áhuga-
mannahóp. Hins vegar töldu menn að
skýringar á ensku kæmu að fullu gagni
þar sem notendur orðasafnsins byggju
yfirleitt yfir enskukunnáttu. Orðanefnd-
armenn voru á einu máli um að notagildi
safnsins yrði meira ef skýringar orðanna
fylgdu.
Þegar mál voru skoðuð nánar þótti sú
leið einföldust, fljótlegust og þar með
eðlilegust við nýja útgáfu að ljósprenta
IEC-orðasafniö og bæta aðeins við
íslenskum íðorðum án skýringa á þeim á
íslensku.
Einnig var ákveðið að gefa út hvern
kafla sem sjálfstæða bók á sama hátt og
IEC, en fella ekki saman marga kafla í
eina bók eins og gert hafði verið í Raf-
tækni- og Ijósorðasafni.
Pessi sjónarmið buðu upp á marga
kosti í útgáfu. Auðveldara yrði að gefa
út að nýju einstaka kafla IEC-orðasafns-
ins ef efni þeirra breyttist eða upplagið
þryti. IEC hafði þegar sent frá sér
nokkra kafla sem að hluta eða öllu leyti
leystu af hólmi ýmsa eldri kafla í Raf-
tækni- og Ijósorðasafni. Aðrir voru til-
búnir til prentunar af hálfu Orðanefndar
en ekki hafði gefist tími til að gefa þá út.
Orðanefnd taldi að með þessum nýja
útgáfuhætti yrði unnt að gefa jafnharðan
út kafla sem nefndin lyki umfjöllun um.
Hún sæi líka strax árangur verka sinna,
og notendur þyrftu ekki að bíða lengi
eftir útgáfu nýrra bóka.
Langan tíma tók að komast að þessum
niðurstöðum, og ýmsar tafir urðu á frek-
ari útgáfu. Orðanefnd hélt ótrauð áfram
fundum sínum og þýddum, tilbúnum
köflum IEC-orðasafnsins fjölgaði. Pað
voru nefndarmönnum vonbrigði að sjá
ekki ávöxt verka sinna birtast á prenti.
Loks, í ársbyrjun 1988, 15 árum eftir að
Raftœkni- og Ijósorðasafn II kom út, sást
fyrsti árangur þessara vangaveltna, Raf-
tækniorðasafn I - Práðlaus fjarskipti.
íðyrði voru nú á átta tungumálum, auk
íslensku, í stað þriggja áður. Skýringar á
íðyrðunum, eða hugtökin, voru á tveim-
ur tungumálum, frönsku og ensku.
Kostir þessarar útgáfu voru augljósir.
Auk þess að vera raftækniorðabók á 9
tungumálum, hefur bókin á sér svip
alfræðiorðasafns þar sem skýringar eru
gefnar á uppflettiorðum. Loks má nefna
að IEC-orðasafnið er íðyrðastaðall sem
gott getur verið að grípa til, t.d. við gerð
samninga milli þjóða. Á þennan hátt má
segja að Raftækniorðasafn hafi þrí-
þættan tilgang.
Glíman við orðið „radio“
Gaman er að rifja hér upp glímu orða-
nefndarmanna við enska orðið radio.
6