Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 25
vör við nokkurn fjörkipp í íðorðastarf-
semi eftir þessa tímamótasamþykkt
háskólaráðs.
Loks má geta þess að 7. mars 1991
stofnaði íslensk málnefnd Málræktar-
sjóð. Fyrsta framlagið, sem nefndinni
barst til að stofna sjóðinn, var höfðing-
leg gjöf Sænsku akademíunnar 1989,
100.000 sænskar krónur. Megin-
markmið Málræktarsjóðs er að beita
sér fyrir og styðja hvers konar starf-
semi til eflingar íslenskri tungu og
varðveislu hennar. í stofnskrá er sér-
staklega tilgreint að sjóðurinn hyggist
einkum ná markmiðum sínum með því
að styrkja fjárhagslega nýyrða- og
íðorðastarf í landinu og starf orða-
nefnda sem vinna að þýðingum á
tæknimáli eða sérhæfðu máli. Önnur
atriði sem sérstaklega eru nefnd eru
viðurkenningar fyrir málrækt og fjár-
stuðningur við útgáfu handbóka, orða-
bóka, kennsluefnis í íslensku og leið-
beininga um málnotkun.
Þýðingar á lögum Evrópubandalagsins
Þegar skriður komst á viðræður milli
Evrópubandalagsins og EFTA-ríkj-
anna um evrópskt efnahagssvæði varð
ljóst að sem hugsanlegir aðilar að
svæðinu yrðu íslendingar að þýða á
eigin móðurmál afar mikið af erlend-
um lagatextum. Sams konar verkefni
glíma Norðmenn, Finnar og Svíar við
svo sem kunnugt er. Óhjákvæmilega
verður að fást við ýmis orð og orða-
sambönd sem aldrei hefur verið tekist
skipulega á við að þýða á íslensku fyrr.
Af þessu verkefni er því að vænta mikill-
ar ræktunar á ýmsum sviðum orðaforð-
ans ef vel tekst til.
Þýðingar á auglýsinguin
Þótt nú sé unnið kappsamlega að því
að þýða lög Evrópubandalagsins á
íslensku er ekki víst að allir þeir textar
eigi eftir að koma fyrir augu mikils
hluta almennings. Öðru máli gæti
gegnt um mál verslunar og viðskipta.
Ef evrópskt efnahagssvæði verður að
veruleika og verði þar gert ráð fyrir að
fyrirtækjum frá öllum aðildarlöndum
verði heimilt að starfa alls staðar á
svæðinu gæti það haft í för með sér ein-
hverja málblöndun. Á hvaða máli
verða auglýsingar, vörulistar og slíkt
frá fyrirtækjum í aðildarlöndunum?
Hvaða þýðingarkröfur verða gerðar
þegar til kastanna kemur?
Hvað varðar auglýsingar er íslensk
löggjöf enn sem komið er heldur fá-
tækleg. Þar gæti þó brátt ræst úr eins
og nú verður rakið.
I gildandi íslenskum lögum, nr. 56/
1978, um verðlag, samkeppnishömlur
og óréttmæta viðskiptahætti eru engin
ákvæði um það á hvaða máli megi aug-
lýsa. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd
15. mars 1988 til að undirbúa heildar-
löggjöf um auglýsingar. Nefndin samdi
frumvarp um breytingu á lögunum frá
1978, sem fyrr voru nefnd, og var frum-
varpið lagt fyrir Alþingi 1989-1990 og
1990-1991 án niðurstöðu. Frumvarpið
verður lagt fram á þinginu 1991-1992
og vonandi afgreitt.
í því er svofelld grein:
Auglýsingar í hljóðvarpi og sjónvarpi skulu
vera á lýtalausri íslensku. Erlendur söngtexti
má þó vera hluti auglýsingar.
Aðrar auglýsingar skulu og vera á lýta-
lausri íslensku. Þegar sérstaklega stendur á
má auglýsingatexti þó vera á erlendu máli,
t.d. þegar auglýsingum er aðallega beint til
útlendinga. Nánar má kveða á um þetta í
reglugerð.
í athugasemd við þessa grein kemur
fram að með undantekningarheimild-
inni, þess efnis að auglýsingatexti megi
vera á erlendu máli þegar sérstaklega
stendur á, t.d. þegar auglýsingum er
aðallega beint til útlendinga, séu m.a.
hafðar í huga auglýsingar í alþjóðlegum
25