Málfregnir - 01.11.1991, Side 10
aðinum að leggja hana. Þó eru til í
gömlum orðasöfnum orðin rafleggja og
raflagning yfir vinnuna sem inna verður
af hendi til að raflögn húss verði til. í
stað orðsins teinrofi var tekið upp orðið
skilrofi. Þeir, sem það gerðu, sögðu að
ekki væru í öllum tilvikum rofnir
(straum)teinar með þess háttar rofum,
heldur væru þeir fyrst og fremst til að
skilja sundur straumlausa rafmagns-
leiðara eða rafmagnsrásir. Orðið skilrofi
er orðrétt þýðing erlendu íðorðanna
Trennschalter (á þýsku) og disconnecting
switch (á ensku).
Orðið tengill hefur verið notað ára-
tugum saman yfir þann hlut í veggjum
húsa þar sem klónni á aðtaug rafmagns-
tækja er „stungið í samband“. íðorðið
aðtaug er eitt þeirra gömlu orða, sem
enn eru mikið notuð en tengilkvísl í stað
klóar og tengifalur í stað tengils eru varla
notuð lengur. Orðin áspennir um „step-
up-transformer“ og afspennir um „step-
down-transformer“ eru ekki notuð, og
væri þó oft þörf á að skilgreina nánar
hvað spennir gerir.
Vanti íslensku íðorð yfir eitthvert
hugtak, er nærtækt og einfalt að athuga
hvort orðrétt eða nátengd þýðing erlendu
íðorðanna í IEC-orðasafninu kemur til
greina. Það er ekki slæm lausn ef orðið
fellur vel að íslensku máli. Skyldleikinn
við samsvarandi erlend orð leynir sér
ekki og getur verið til skýringarauka
fyrir þá sem þekkja erlendu málin en
einnig fyrir þá sem leita erlendu orð-
anna. Aragrúi orða af þessu tæi er í mál-
inu, líka frá fyrstu árum Orðanefndar
Verkfræðingafélagsins: greinispjald (Ver-
teilungstafel; distribution board), raf-
lampi (elektrische Lampe; electrical
lamp), rafsvið (elektrisches Feld; elec-
trical field) vatnsafl (Wasserkraft; water
power), straumþykkni (Stromdichte;
current density), bandbreidd (Band-
breite, bandwidth), neistabil (Funken-
strecke; spark-gap), fjarmœlibúnaður
(Fernmesseinrichtung; device for tele-
metering), sveifluriti (oscillograph), raf-
segulliði (electromagnetic relay) og
mörg fleiri. Hugsanlega má setja allan
þorra íslenskra íðorða úr rafmagnsmáli í
þennan flokk.
Ekki er ástæða til að einblína á orð-
réttar þýðingar ef önnur orð lýsa hugtak-
inu betur eða falla betur að íslenskri
tungu. Hér má minna á orðin ónœmis-
svið (dead-zone), snöggrofi (high-speed
circuit breaker), hljóðnemi (micro-
phone), torleiði, torleiðiefni (dielectric),
íspenna (electromotive force).
Erlendir orðstofnar af grískum eða
latneskum uppruna eru oft notaðir í
erlendu tæknimáli en falla ekki að
íslensku og hljóma illa í vönduðu máli.
Reynt er eftir föngum að ráða þar bót á
en ekki hefur ávallt vel tekist. Nokkur
dæmi um góð nýyrði er að finna í því,
sem að framan er sagt, og má nefna
nokkur til viðbótar: sameind (molecule),
rafskaut (electrode), forskaut (anode),
bakskaut (cathode), hreyfili (motor),
rafall, rafali (generator), viðnám (resis-
tance), blik (corona), segulleiðni (per-
meability), segultregða (hysteresis), flúr-
Ijóm (fluorescence) ísog (absorption),
mótun (modulation), hitaviðnám (ther-
mistor), leiðni ((qualitative) conduc-
tivity), eðlisleiðni ((quantitative) conduc-
tivity) og fjölmörg önnur.
Því miður hefur ekki tekist eins vel á
öllum sviðum. Orðið smári hefur ekki
náð fótfestu í stað transistors, og annað
heppilegt íslenskt orð hefur ekki fundist.
Því er erlenda orðið notað óbreytt í von
um að síðar komi tillaga um orð sem not-
endur sameinast um.
Öðru máli gegnir um orðið radar.
Lengi vel var talið að íslenska orðið
ratsjá næði aðeins til afar takmarkaðrar
notkunar ratsjártækni, og orðið „radar“,
óþýtt, var haft í stað íslensks íðorðs yfir
allar skilgreiningar aðrar en á þessari
þröngu merkingu. Eftir langa unrfjöllun
10