Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 18
upp ættarnafn maka síns eða annað
kenninafn sem hann á rétt á, skal til-
kynna það vígslumanni og færir hann
þau tilmæli á hjónavígsluskýrslu til
Þjóðskrár.
20. gr.
Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða
eiginnöfn að viðbættu kenninafni.
A öllum opinberum skrám og öðrum
opinberum gögnum skulu nöfn manna
rituð eins og þau eru skráð á þjóðskrá á
hverjum tíma.
I skiptum við opinbera aðila, við
samningsgerð, skriflega og munnlega,
svo og í öllum lögskiptum skulu menn
tjá nafn sitt eins og það er ritað á
þjóðskrá á hverjum tíma.
21. gr.
Hagstofa Islands, Pjóðskrá, getur heimil-
að að ritun nafns á þjóðskrá sé breytt án
þess að um sé að ræða eiginlega nafn-
breytingu. Slík breyting á nafnritun
skal fara eftir reglum sem Hagstofan
setur að höfðu samráði við manna-
nafnanefnd. Hver maður getur aðeins
fengið slíka breytingu gerða einu
sinni nema sérstakar ástæður séu fyrir
hendi.
V. KAFLI
Ýmis ákvæði
22. gr.
Geti maður fært sönnur að því að annar
maður noti nafn hans eða nafn sem líkist
því svo mjög að villu geti valdið getur
hann krafist þess í dómsmáli að hinn
sé skyldaður til að láta af notkun
nafnsins.
23. gr.
Sé barni ekki gefið nafn innan þess tíma
sem um getur í 2. mgr. 4. gr. skal Hag-
stofa íslands, Þjóðskrá, vekja athygli
forsjármanna barnsins á þessu ákvæði
laganna og skora á þá að gefa barninu
nafn án tafar. Sinni forsjármenn ekki
þessari áskorun innan eins mánaðar og
tilgreini ekki gildar ástæður fyrir drætti á
nafngjöf er Hagstofu íslands heimilt, að
undangenginni ítrekaðri skriflegri áskor-
un, að leggja dagsektir allt að 1.000 kr. á
forsjármenn barns og falla þær á þar til
barni er gefið nafn. Hámarksfjárhæð
dagsekta miðast við lánskjaravísitölu í
janúar 1991 og breytist í samræmi við
breytingar hennar. Dagsektir renna í
ríkissjóð og má gera aðför til fullnustu
þeirra.
Að öðru leyti varða brot gegn lögum
þessum sektum nema þyngri viðurlög
liggi við eftir öðrum lögum.
24. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að gera samn-
inga við önnur ríki um mörkin milli
íslenskrar og erlendrar mannanafnalög-
gjafar.
Dómsmálaráðherra er enn fremur
heimilt að kveða á með reglugerð um
mörkin milli íslenskrar löggjafar um
mannanöfn og löggjafar annarra Norður-
landaþjóða á því sviði.
25. gr.
Dómsmálaráðherra fer með mál er
varða mannanöfn og er honum heimilt
með reglugerð að kveða nánar á um
framkvæmd þessara laga.
26. gr.
Lög þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta
mánaðar eftir að liðnir eru sex mánuðir
frá birtingu þeirra.
Jafnframt falla þá úr gildi lög um
mannanöfn, nr. 54 27. júní 1925, svo og
67. gr. laga nr. 10/1983.
Dómsmálaráðherra skal þegar eftir
birtingu laga þessara gera ráðstafanir til
að kynna almenningi efni þeirra.
18