Málfregnir - 01.12.1997, Page 3

Málfregnir - 01.12.1997, Page 3
2 Umritun Með umritun í strangasta skilningi (e. tran- scription) er átt við að hljóðum tungumáls, sem notar tiltekið táknakerfi, sé komið til skila með öðru táknakerfi. Umritun hlýtur alltaf að verða ólrk eftir því hvert viðtöku- málið er. í íslensku er t.d. engin leið að koma til skila hljóðgildi raddaðs .v og því hlýtur sá þáttur að glatast við umritun. Þegar ekki er látið nægja að koma hljóð- unum til skila heldur reynt að sveigja orð enn frekar að ýmsum málfræðilegum kröfum viðtökumálsins mætti fremur tala um aðlögun (o: íslenskun) en eiginlega umritun. Það á t.d. við um grísku þegar Lesbos (Aéoþot;) verður Lesbey og Ródos ('PóSoq) að Roðey, svo og þegar skipt er á endingum sem e.t.v. eru lrkar í báðum málum, en innlend ending tekin fram yfir þá erlendu eða erlenda endingin umtúlkuð, t.d. þegar Þeseus (0r|oeí)q) er lagað að íslensku sem Þeseifur. Segja má að lengst gangi aðlögun þegar orð eru þýdd, t.d. Lauga- skarð (eða Laugaskörð) í stað Þermopýlœ (0ep|iO7tf)Xat). Að því er umritun úr forngrísku varðar er ljóst að ekki er verið að koma til skila hljóðum lifandi tungumáls, heldur verið að færa í latínuletur orð og nöfn sem varðveitt eru í forngrískum heimildum frá mismun- andi skeiðum. Fomgrísk tunga er ólík eftir tímabilum. Ekki er gerlegt að leggja fram- burð eins tímabils til grundvallar umfram annan, enda framburður sumra hljóða og hljóðasambanda umdeildur og hefur auk þess verið ólíkur eftir landshlutum. Jafnvel þótt valinn yrði samræmdur attískur fram- burður (að svo miklu leyti sem hann er kunnur) yrði ekki unnt að gæta samræmis nema bijóta í bág við langa hefð sem hefur skapast fyrir umritun á mörgum forngrískum staða- og mannanöfnum. Sem dæmi má nefna að tp og 0 munu þá hafa verið borin fram líkt og [ph] og [th] í íslensku. en ekki sem/og þ eins og hefð er fyrir að umrita þau. Umritun úr forngrísku byggist því á hefð. Um sumt á hefðin sér langa sögu en um annað hefur rrkt ósamræmi. Vinnuhópur sá sem hér skilar áliti hefur tekið mið af hefðinni svo sem unnt er. Mun skemmri hefð er fyrir umritun úr nýgrísku og því auðveldara að setja upp staðal fyrir hana. Umritun úr nýgrísku er yfirleitt vandalítil. Rétt er að vekja athygli á því strax í upphafi að broddur yfir staf þjónar allt öðru hlutverki í íslensku en í grísku, og alls ekki er hægt að nota brodd yfir sérhljóði í íslensku til að tákna áherslu, eins og gert er í grísku. 2.1 Umritun úr forngrísku A, a -* A, a Dæmi: Aþena (’A0ý|vri), Anakreon (’AvaKpétov). B, þ -* B,b Dæmi: Biblía (þtþ?áa), Bereníke (Bepevítcri). r, y -* G, g Dæmi: gymnasíon (yupváatov), Ganymedes (ravupijSrit;). Ath. þó: yy = ng; evangelion (euayyéáiov) yK = nk; Ananke (Aváyicri) YL = nk; Ankomenos (’Ayyópevo;) yq = nx; Syrinx (Sýrinx) (Zúpiyq) A, S -* D, d Dæmi: Dafne (Aá<pvT|), Demeter eða Demetra (Ariptjxrip). Þó hefur hefðin stundum umritað 8 sem ð í eiginnöfnum og stundum einfaldað nafnið allt í leiðinni, eins og Evklíð fyrir Evkleides (EÚKAeíSrii;). E, e —* E, e Dæmi: Eros ("Epa);), ekklesía (eKK/riaía). z, C -» Z, z Dæmi: Zenon (Zijvcov), zeta (Crjxa). Þetta hljóð hefur líklega verið áþekkt rödduðu sd (en ekki ds). Þegar um fulia aðlögun er að ræða er stundum umritað með .v, svo sem í Seifur í stað Zeus (Zeú;) og Amasóna í stað Amazon (’ApaCcóv). 3

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.