Málfregnir - 01.12.1997, Side 4
H, r| —► E, e.
Dæmi: Elektra (’H^ÉKipa), Medea
(Mf)8eia).
I nöfnum er endingin -ri oft umrituð
með a (aðlögun): 'E^.évr| = Helena.
0, 0 -► Þ,þ(T, t)
Þetta hljóð mun hafa verið borið
fram sem [th] í forngrísku (attísku),
þ.e. líkt og t í taka. Eðlilegt er þó að
umrita 0, 0 sem Þ, þ í upphafi orða
enda er hefð fyrir því: Þeba
(©fjþat), Þrakía (0pcxKT|). Einnig
hefur tíðkast að rita þ fyrir 0 inni í
nöfnum og orðum af grískum
uppruna: Aþena (’A0ijvri), íþaka
(’lOátcrp, kaþólskur (sbr.
Ka0oAtKÓq), KorinþalKórinþa
(Kóptv0oq). Stundum er ritað t fyrir
0 inni í orðum, t.d. í katólskur og
Korinta (ætíð svo í Biblíunni),
iðulega fyrir latnesk áhrif.
I, t -* I, i; / í; J, j
Erfitt er að búa til reglu um dreifingu
þessara bókstafa. Þó virðist mega
gera ráð fyrir að 1) á undan sérhljóða
sé oftast nær haft /, í: Akademía
CAmSrniia), en J, j í undantekn-
ingartilfellum, t.d. iðulega í upphafi
orða: Jókasta (’IOKáaxri), en sjá þó
Ion O'Icov); 2) ýmist er I, t umritað
sem I, i eða /, í á undan samhljóðum,
t.d. Evripídes (E'uptTclSriq), Hippo-
lýtos ('l7t7tó>.OToq).
Sjá athugasemd um broddstafi
aftarlega í þessum kafla.
K, k -► K, k
Dæmi: Klytœmnestra (KXnxatpv-
éaxpa), Korinta (Kóptv0o<;).
A, X -► L, l
Dæmi: Leto (Ar)xa)), Lesbos
(AéaPoq).
M, p —► M, m
Dæmi: Maraþon (Mapa0cóv), Men-
ander eða Menandros (Mévavðpo;).
N, v —► N, n
Dæmi: Níl (Neí/toq), Níoba
(Ntópri).
X,x
Hefð er fyrir að umrita E, ^ sem X,
x, líka í upphafi orða, þótt engin
íslensk orð hefjist á x: Xanþippa
(Eav0LTt7trp, Xerxes (Eép^ri;).
O, 0 —► O, o, Ó, ó
Munurinn á grísku O, o og Q, co felst
í lengd (O, o er stutt en Q, co er
langt). Ekki er eðlilegt að láta
þennan mun koma fram sem O, o
andspænis Ó, ó í umritun á íslensku.
E.t.v. er eðlilegast að umrita bæði
hljóðin sem O, o nema þar sem
hefðin segir annað eða íslenskur
framburður virðist krefjast þess eða
verða eðlilegri fyrir vikið. Dæmi:
Hómer C’Opppo;), Herodótos
('HpóSoxoq).
Sjá athugasemd um broddstafi
aftarlega í þessum kafla.
n, 7t -► P, p
Dæmi: Platon eða Platón (nXárcov),
Pyþagóras (noOayópat;).
P, p —► R, r
I upphafi forngrískra nafna er 'P
(áblásið r) ýmist umritað sem Hr-,
Rh- eða einungis R-: Rhea, Hrea,
Rea ('Péa). Ablásið r fínnst einnig
inni í orðum og er þá ýmist umritað
sem r eða rh: Pyrrhos (ITúþpo;).
Hefðin hefur fest ritun margra nafna
í sessi, svo sem Ródos ('PóSoq).
X, a, q -* S, s
Dæmi: Sókrates (XcoKpátrn;),
Sparta (X7táprr|).
a, ; eru lágstafir, ; notað í enda orðs
en a annars staðar.
T, 1 -> T,t
Dæmi: Teiresías (Tetpeaía;), Trója
(Tpoía).
Y, t) -» Y, y, Ý, ý3
^ Nokkuð hefur tíðkast á síðustu árum að umrita o með i, í (t.d. Aíaxóíkoc -'Æskílos). Vinnuhópur sá sem
tók þessar reglur saman mælir ekki með þeim rithætti.
4