Málfregnir - 01.12.1997, Síða 8

Málfregnir - 01.12.1997, Síða 8
Til umhugsunar um orðabækur Eftirfarandi erindi flutti Jón Hilmar Jónsson orðabókarritstjóri á orðaþingi íslenskrar málstöðvar 13. september 1997. Gestir orðaþings voru einkum orðanefhdamenn og fleiri höfundar orðasafna. 1Inngangur 1.1 Viðhoif til orðabóka Við, sem sýslum við orðabækur, hneigjumst ekki mjög til heimspekilegra vangaveltna en við stöndum okkur þó að því einstöku sinnum að vera að velta því fyrir okkur hvort einhver lögmál gildi urn viðhorf manna til orðabóka, að hvaða leyti það sé óhagganlegt og að hvaða leyti það breytist með nýjum aðstæðum, hvort við getum kannski sjálf haft einhver áhrif á það með verkum okkar hvaða hugmyndir menn geri sér um gildi orðabóka og gagnsemi. En til svona hugleiðinga gefst ekki mikið tóm, og við komumst sjálfsagt fæst að ýkja merki- legri niðurstöðu. Ég ímynda mér að fyrir mörgum séu orða- bækur með vissum hætti tákn festu og stöðugleika í lífinu og menningunni, þar sé allt á sínum stað, með föstu sniði, orða- bækur breytist lítið þótt ýmislegt gangi á í veröldinni og í tungumálinu, málbreytingar og nýjungar í máli valdi þar engum straum- hvörfum. Þeir sem á annað borð nota orða- bækur hafa vitaskuld sínar hugmyndir og sína reynslu af því til hvers má nota þær, beygingarlýsingin er á sínum stað, merk- ingarskýringamar blasa við á víð og dreif, og eru oft fjölbreyttari en mann óraði fyrir, og það er hægt að svipast um eftir orðasam- böndum og dæmurn þótt það beri misjafnan árangur og oft þurfi að gera fleiri en eina atrennu. Og hvert flettiorð á sér sinn afmarkaða bás sem stafrófsröðin skipar því á, og á þessum bás er að finna það sem talið er skipta máli um orðið. A næsta bás birtist gjama alveg nýr heimur, þangað á maður ekkert erindi að sinni, og líklega aldrei, því að venjulegur orðabókamotandi kynnist aðeins litlu broti af því efni og þeim upplýsingum sem liggja fólgnar í meðal- orðabók, jafnvel þótt hann noti bókina tiltölulega oft, og notkunin er oftast harla einhæf. Efnismiklar orðabækur geta því hæglega minnt notendur á hversu lítið þeir vita um tungumálið, og þá einkum orðaforðann, og hversu erfitt er að ráða bót á þeim þekk- ingarskorti. Slík áhrif em t.d. ekki óeðlileg þegar hinn málsögulegi þáttur er fyrirferðar- mikill eins og hefð er fyrir í íslenskum orðabókum. En orðabækur vekja líka aðdáun og traust, menn undrast hversu ríkt tungumálið er að orðum og orðasambönd- um, hversu vel hefur tekist að varðveita arfinn, tungunni sé ekki hætta búin meðan menn haldi áfram að safna orðum, skrásetja þau og búa til ný orð, og kannski leiða menn hugann að því í leiðinni að orðabókin hljóti að hafa kostað höfundinn eða höfundana mikla fyrirhöfn, elju og þrautseigju, og mikið hljóti þeir menn að vita sem treysti sér til að takast slíkt verk á hendur og leiða það til farsælla lykta. Og við vitum að orðabækur eru þroskandi og mannbætandi því að þær koma fljótt upp í hugann þegar við viljum gleðja vini og ættingja á merkum tímamótum, hvað sem líður óskalistum þeirra sem á slíkum tímamótum standa. En þótt viðhorfið geti verið blandið aðdáun eru litlar spumir af því að menn hafi beinlínis dálæti á orðabókum eða uni sér við lestur þeirra. Þó má rifja upp hugljúfa sögu um ágætan Islending, víðlesinn og marg- fróðan. Maðurinn á eitt sinn að hafa verið gestkomandi á bæ nokkrum þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti og þáði gistingu um nóttina. Þar sem húsfreyja vissi að gesturinn var bókelskur spurði hún hann hvort ekki mætti bjóða honum eitthvað að lesa fyrir 8

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.