Málfregnir - 01.12.1997, Page 9
svefninn. Gesturinn er sagður hafa hugsað
sig um andartak en svarað svo: „Þakka þér
fyrir, það væri þá helst ef þú ættir handa mér
góða orðabók."
Nú sel ég þessa sögu ekki dýrara en ég
keypti. Kjami hennar felst auðvitað í
óvæntu og nokkuð ólíkindalegu svari gests-
ins. En forsenda þess að úr þessu litla efni
verður góð saga er það almenna viðhorf að
orðabækur séu ekkert lestrarefni, og víst er
um það að þær heyrast ekki nefndar þegar
spurt er í virðulegum fjölmiðlum: „Hvaða
bók ertu nú með á náttborðinu um þessar
mundir?" - þótt menn nefni þá vísast ekki
ómerkilegri bækur en efni standa til. Við
verðum að una því að orðabókum er fremur
skipað í flokk þeirra bóka sem eiga sinn
kunnasta fulltrúa í símaskránni, bóka sem
eru ómissandi en eru helst dregnar fram af
illri nauðsyn. Gárungamir eiga það svo til
að segja að orðabækur standi símaskránni
að því leyti að baki að þær veiti oftar en ekki
óskýr og jafnvel engin svör, enda hafa menn
leyft sér að kalla orðabækur geitarhús í
óvirðingarskyni.
En allt eru þetta vangaveltur og tilfinning
og því miður vantar sárlega allar rannsóknir
á þessu efni í íslensku málsamfélagi. Slíkar
rannsóknir gætu óefað haft hagnýtt gildi
með tilliti til útgáfu nýrra orðabóka og
endurskoðunar annarra, fyrir utan fræði-
legan ávinning ef vel væri að rannsóknunum
staðið.
1.2 Nýjungar og umbœtur
Þrátt fyrir allt hef ég þá trú að orðabókar-
höfundar geti að vissu marki mótað, breytt
og endurnýjað gamlar og grónar notkunar-
venjur, og eins og nú háttar til komast þeir
varla hjá því að freista þess því að um þessar
mundir eru að verða stórfelldar breytingar á
sniði og búningi orðabóka. Nýjar notkunar-
leiðir em að opnast sem kalla munu á efnis-
legar breytingar þó ég sé þar með ekki að
spá því að prentaðar orðabækur, eins og við
þekkjum þær nú, verði brátt úreltar. Við
þessum vanda og þessari áskorun verða þeir
sem standa að íslensku orðabókarstarfi að
bregðast og vonandi verður árangurinn
fljótlega sýnilegur í nýjum og betri orða-
bókum.
En hvernig standa íslenskir orðabókar-
menn og útgefendur að vígi í þessu efni,
hverjar eru forsendur þess að þeir fái
einhverju áorkað og hvar er helst framfara
og umbóta þörf til að orðabækur geti gegnt
margþættu hlutverki sínu? Sumpart er staða
orðabókarhöfunda erfið eðli málsins sam-
kvæmt, kraftar þeirra og athygli beinist
óhjákvæmilega að öðm en að virða verkið
fyrir sér frá sjónarhóli notenda, samband
þeirra við notendur er í besta falli slitrótt og
tilviljanakennt og leiðsögn og skilaboð höf-
unda í inngangi og notkunarvísum orðabóka
vilja fara fyrir ofan garð og neðan hjá
mörgum, um það vitna a.m.k. rannsóknir í
öðrum löndum. Höfundar verða og að búa
við það hlutskipti að fáum þykir verk þeirra
áhugavert í heild sinni nema þá helst smá-
smugulegum og oft meinfýsnum gagnrýn-
endum sem eiga það til að henda á lofti
lítilvæga ágalla sem þá geta hæglega orðið
megineinkenni bókarinnar í augum notenda
fremur en það sem gefur henni gildi í stærra
og almennara samhengi.
En staða íslenskra orðabókarhöfunda er
ekki síður erfið að því leyti að þeir búa ekki
að neinni verulegri umfjöllun um aðferðir
við samningu orðabóka og um fræðilega
undirstöðu orðabókargerðar. Slík umfjöllun
hefur lengst af verið heldur fátækleg á
íslensku og lítil hefð er fyrir því hér á landi
að nálgast orðabækur og orðabókargerð sem
fræðilegt viðfangsefni. En þess er varla að
vænta að miklar framfarir verði í íslenskri
orðabókargerð nema hér verði ráðin bót á og
fræðileg sjónarmið fái að njóta sín og móta
orðabókarstafið. Segja má að lengi hafi
verið þörf en nú sé beinlínis nauðsyn ef
okkur á að takast að aðlaga orðabækur og
framsetningu þeirra þeim nýju möguleikum
og raunar kröfum sem leitt hefur af nýrri
tækni. I rauninni er að tvennu að hyggja í
þessu sambandi. Annars vegar þarf að draga
9