Málfregnir - 01.12.1997, Síða 10

Málfregnir - 01.12.1997, Síða 10
athygli orðabókarhöfunda að fræðiefni um orðabókargerð, hins vegar, og það vil ég gjama leggja áherslu á í þessum hópi, þarf að vera til íslenskt orðafar og íslensk heiti á helstu hugtökum sem varða orðabókarfræði og orðabókargerð svo að einhver fræðileg umræða og hagnýt fræðsla geti yfirleitt farið fram. 2 Norræn orðabók um orðabókarfræði Ég vek reyndar athygli á þessu að gefnu tilefni því að nú fyrir skemmstu lauk verk- efni sem vonandi getur orðið nokkur grunnur að umbótum í þessa átt. Eins og á mörgum öðrum sviðum nutum við Islend- ingar hér góðs af norrænni samvinnu. Aðdragandann má rekja lil ársins 1991 þegar áhugasamir fræðimenn við norrænu- deild háskólans í Osló boðuðu til norrænnar ráðstefnu um orðabókarfræði. I lok ráð- stefnunnar var gengið frá stofnun Norræna orðabókarfræðifélagsins, Nordisk forening for leksikografi, eins og það heitir á norsku bókmáli, en félagið hefur síðan gengist fyrir orðabókarfræðiráðstefnu annað hvert ár. Sú síðasta var haldin í Helsingfors í maí síðastliðnum en tveimur árum áður komu orðabókarmenn saman hér í Reykjavík. Félagið hefur á ýmsan hátt eflt fræðilegt orðabókarstarf á Norðurlöndunum. Arið 1994 hófst útgáfa tímarits á vegum félagsins sem ber heitið LexicoNordica og er fjórði árgangur þess væntanlegur nú í haust. Ritstjórn tímaritsins hefur árlega gengist fyrir málþingi um tiltekið viðfangsefni. Þau erindi, sem þar eru flutt, mynda síðan uppi- stöðu í þemahluta tímaritsins og geta þannig, a.m.k. í heild sinni, verið mikilsvert framlag til fræðilegrar umræðu um það viðfangsefni sem undanfarandi málþing snerist um. Þau fjögur málþing, sem þegar hafa verið haldin, hafa haft yfirskriftimar: almennar einmála orðabækur á Norðurlönd- unum, málfræði í norrænum tvímála orða- bókum, textasafnsbundin orðabókargerð á Norðurlöndunum og orðabækur um smá- þjóðatungur á Norðurlöndunum. Fram undan er málþing um fagorðabækur og síðar er fyrirhugað að fjalla um orðabækur handa innflytjendum, norræna orðabókarhefð, orðabækur milli norrænna mála og mál- stöðlun í norrænum orðabókum. Ég nota þetta tækifæri sem ritnefndarmaður til að vekja athygli á tímaritinu, þar er kominn til nýr vettvangur fyrir þá fræðimenn sem hafa gert orðabækur að viðfangsefni sínu og von- andi sér þess stað að íslenskir fræðimenn leggi sitt af mörkum. Ég nefni loks að í tímaritinu hafa birst fjölmargir ritdómar um nýútgefnar nomænar orðabækur. En viðamesta verkefnið á vegum félags- ins hingað til, og þá tek ég eiginlega aftur upp þráðinn, er gerð norrænnar orðabókar um hugtök og heiti í orðabókarfræði, Nordisk leksikografisk ordbok, sem gefin var út hjá háskólaforlaginu (Universitets- forlaget) í Osló síðastliðið vor, en þá hafði undirbúningur og gerð bókarinnar staðið yfir í rösklega fjögur ár. Þessi orðabók á sér ekkert íslenskt heiti en ætti að líkindum einna helst að heita Norrœn orðabók um orðabókarfrœði. Ég sneiði þó hjá því að nota svo langt og óþjált heiti við þetta tæki- færi en get varla látið duga að tala aðeins um orðabókina, því að það er mörg orða- bókin eins og menn vita (á Orðabók Háskólans tölum við um orðabókina, og hjá Máli og menningu tala menn um orðabókina sem ekki er lengur Orðabók Menningar- sjóðs, svo að ég nefni dæmi). Mér hefur dottið í hug að bjarga mér út úr þessu með því að draga heitið saman í nýyrðið Norða og nota það heiti hér á eftir þegar mikið liggur við. Norða hefur að geyma lýsingu á u.þ.b. 1000 hugtökum ásamt viðeigandi heitum á alls 8 tungumálum, þ.e. á Norðurlanda- málunum norsku bókmáli (sem er uppfletti- og skýringamál bókarinnar), nýnorsku, dönsku, sænsku, íslensku og finnsku, en auk Norðurlandamálanna einnig á ensku, frönsku og þýsku. Höfundar orðabókarinnar eru: Henning Bergenholtz (Danmörku), Ilse Cantell (Finnlandi), Ruth Vatvedt Fjeld 10

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.