Málfregnir - 01.12.1997, Síða 11

Málfregnir - 01.12.1997, Síða 11
(Noregi), Dag Gundersen (Noregi), Bo Svensén (Svíþjóð) og Jón Hilmar Jónsson. Tveir aðrir Islendingar komu að verkefninu um skemmri tíma, þeir Helgi Haraldsson og Sigurður Jónsson. Ég ætla að reyna að veita ofurlitla innsýn í viðfangsefni og gerð þess- arar orðabókar hér á eftir, ekki aðeins til að vekja athygli á orðabókinni sem slíkri, heldur einnig til að draga fram nokkur atriði sem ég tel mikilvæg þegar litið er til íslenskrar orðabókargerðar, þeirrar stöðu sem hún er í og hugsanlegra umbóta á íslenskum orðabókum í framtíðinni. Og jafnframt gefst tækifæri til að láta á það reyna hversu greiðlega gengur að nota þau íslensku íðorð sem urðu fyrir valinu, oft eftir miklar vangaveltur og jafnvel vandræði en eins og þeir vita best sem hér eru staddir er varla hálfur sigur unninn þótt tekist hafi að velja eða semja íslenskt íðorð um tiltekið hugtak, íðorðið verður að reynast nothæft þegar til alvörunnar kemur. I því efni geri ég mér reyndar engar gyllivonir, ég veit að heitin mælast misjafnlega fyrir, þau eru misjafnlega þjál og misjafnlega lýsandi, en vonandi reynist það íslenska orðafar, sem bókin hefur að geyma, nothæft, a.m.k. að stofni til, við fræðilega umfjöllun um orða- bækur á íslensku þótt einstök heiti eigi eftir að víkja fyrir öðrum betri. 2.1 Orðabókargerð og orðabókarfrœði Ég ætla annars ekki að þreyta menn mjög með athugasemdum um heitavalið, þau vandamál, sem þar eru uppi, þekkja margir, sem hér eru staddir, betur en ég. En þó er freistandi að impra á einu vandamáli sem reyndar er lýsandi um þá stöðu sem íslenskan er oft í þegar hún þarf að semja sig að hugtakakerfum sem mótuð eru af erlendum heitum. A erlendum málum á allt það starf, sem snertir orðabækur, jafnt hag- nýtt sem fræðilegt, sér heitið lexíkógrafía og þar sem þörf er á er greint á milli hins hagnýta og fræðilega með lýsingarorði eða forskeyti, á norsku er þá talað um teoretisk leksikografi eða metaleksikogra.fi þegar átt er við fræðilegu hliðina en um praktisk leksikografi þegar hið hagnýta starf er annars vegar. íslensk málvenja hefur ekki mótast í samræmi við þetta, hér ber mest á heitinu orðabókargerð sem í raun réttri getur illa vísað til annars en hins hagnýta þáttar en um fræðilega þáttinn er farið að nota heitið orðabókarfrœði eins og eðlilegt er með hliðsjón af heitum annarra fræði- greina. Iðorðabækur setja mönnum fastar skorður eins og menn vita og í Norðu er ekki gert ráð fyrir öðru en fullkomnu jafn- gildi milli heitis í uppflettimálinu (þ.e.a.s. norsku) og einstökum jafnheitamálum. En þess er því miður ekki kostur gagnvart heitinu leksikografi nema brugðið sé á það ráð að tefla fram nýju heiti. Og vandinn er raunar enn meiri því að í bókinni eru tilgreindar ýmsar undirgreinar lexíkógrafíu, málræn, hlutræn og alræn, skrásetjandi, textasafnsbundin o.s.frv. Niðurstaðan varð sú að tilgreina heitið orðabókarfrœði sem jafnheiti við leksikografi en geta þess í athugasemd að það taki í raun einkum til hins fræðilega þáttar. Þegar kom að undir- greinunum og heitum þeirra var valið heiti eftir því hvort fræðilegi eða hagnýti þáttur- inn var talinn vega þyngra. Ég geri ráð fyrir að þessi reynsla sé kunnugleg öllum þeim sem hafa fengist við íðorðastarf og lausnimar eru sjálfsagt ólíkar, en vandinn verður óneitanlega sérstaklega áberandi þegar um slfkt grundvallarhugtak er að ræða sem leksikografi. En þá er best að snúa sér að nokkrum efnisatriðum bókar- innar og reyna að stilla sig um að afsaka þau íðorð sem óhjákvæmilegt verður að grípa til. 2.2 Efni og efhisskipan Orðabókin skiptist í fimm meginkafla. Fremst fer fræðilegur inngangur, alls tæp- lega 40 blaðsíður, þar sem fjallað er um viðfangsefni fræðigreinarinnar í heild, stiklað á helstu hugtökum og samhengi þeirra rakið. Þar á eftir fer flokkunarkerfi sem tekur til allra þeirra hugtaka sem lýst er 11

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.