Málfregnir - 01.12.1997, Blaðsíða 13
meðan á gerð orðabókarinnar stóð en það
hefur einnig gildi sem sjálfstætt yfirlit og er
til glöggvunar fyrir notendur þegar flett er
upp á einstökum heitum í bókinni.
2.3. Tegundaflokkun orðabóka
Einn veigamesti efnisflokkurinn í þessu
kerfi er sá sem hér hefur númerið 41000 og
yfirskriftina Allmenn ordbokstypologi, þ.e.
tegundaflokkun almennra orðabóka. Hann
greinist svo aftur í eina 5 flokka sem hver
um sig greinist í tvo eða fleiri undirflokka.
Um þessa flokka og einstakar orðabókar-
tegundir, sem undir þá falla, er svo fjallað í
samfellu í inngangi orðabókarinnar þar sem
alls eru nefndar til sögunnar u.þ.b. 70
einstakar tegundir. Þriðja stig umfjöllunar-
innar er svo sjálf orðabókarlýsingin þar sem
hver tegund er skilgreind sem hugtak og
vísað er til tengdra hugtaka en einnig til
viðeigandi efnisgreinar í inngangi og flokk-
unamúmers. Við þetta allt bætist svo sam-
bærileg greinargerð um sérhæfðar orða-
bækur þar sem flokkamir eru að vísu færri
en tegundafjöldinn í heild er álíka mikill.
Öll sú fjölbreytni, sem hér birtist, er til
marks um margþætt og fjölbreytilegt hlut-
verk orðabóka og hversu mikilvægt er að
höfundar og orðabókarfræðingar geri sér
skýra grein fyrir því hveiju sinni, skilgreini
og útskýri hvaða hlutverk nýrri orðabók er
ætlað, við hvaða aðstæður hún nýtist best,
svo að notendum verði einnig ljóst hvar hún
á síður við og aðrar orðabækur myndu nýt-
ast betur. Þetta kann að þykja óraunsæ krafa
til íslenskra orðabóka, þær geti aldrei orðið
svo fjölbreyttar sem skyldi og ekki verði
hjá því komist að þær sameini mörg og
jafnvel ólík hlutverk. Það er vissulega rétt
að vissu marki, sérhæfðar orðabækur um
íslensku verða seint svo fjölbreyttar sem um
mál stórþjóða sem búa að rótgróinni orða-
bókarhefð, en jafnvel almennum orðabók-
um, jafnt einmála sem tvímála, eru takmörk
sett að þessu leyti þótt oft gæti tilhneigingar
til þess að sannfæra notendur um hið gagn-
stæða þegar orðabók er sleppt á markaðinn.
Við þær aðstæður vegur almenn lýsing, sem
fyrst og fremst er ætlað að vekja tiltrú og
traust, oft þyngra en vönduð lýsing á megin-
hlutverki og einkennum bókarinnar.
Almennar orðabækur um íslensku eru, eins
og við vitum, sárafáar, og við slíkar
aðstæður fer ekki hjá þvf að þeim séu ætluð
fleiri hlutverk en þær geta risið undir. Þetta
á sérstaklega við um þá einu einmála orða-
bók sem til er að dreifa, íslenska orðabók,
sem upphaflega var kennd við Menningar-
sjóð. Með þetta í huga er ef til vill ekki úr
vegi að staldra við nokkur veigamikil flokk-
unarmörk orðabókartegunda og leiða
hugann að íslenskum orðabókum í því
samhengi.
2.3.1 Uppflettiorðabœkur og lestrarorða-
bœkur
Ég nefndi símaskrána í upphafi sem óbeina
viðmiðun við orðabækur, og þann einfalda
samanburð má hafa til hliðsjónar þegar litið
er til þeirrar tvískiptingar orðabóka sem
felst í hugtökunum uppflettiorðabók annars
vegar og lestrarorðabók hins vegar. Hug-
tökin vísa til tvenns konar notkunar. Annars
vegar eru orðabækur með því sniði að þær
henta þeim best sem vilja ganga rakleitt að
tilteknu atriði, afmörkuðum upplýsingum
sem veita svar við þeirri spurningu sem var
tilefni notkunarinnar. Hins vegar eru orða-
bækur þar sem framsetningin miðast við eða
gefur færi á að afla sér víðtækari vitneskju
með samfelldum lestri eða heyja sér fróðleik
af einhverju tagi. Hér eru línumar þó sjaldn-
ast fullkomlega skýrar. Flestar orðabækur
eiga að geta dugað til tiltölulega beinnar
uppflettingar og það kann þá að vera styrkur
þeirra fremur en veikleiki að notandinn geti
með hægu móti fengið gleggri upplýsingar
en hann hafði beinlínis vænst. Margar sam-
heitaorðabækur hafa t.d. einkenni beggja
þessara tegunda. En einkenni dæmigerðra
lestrarorðabóka felast gjama í að skýringar
eru blandnar tilgátum og hugleiðingum, eins
og við sjáum dæmi um í íslenskri orðsifja-
bók Asgeirs Blöndals Magnússonar og í
13