Málfregnir - 01.12.1997, Page 14

Málfregnir - 01.12.1997, Page 14
Merg málsins eftir Jón Friðjónsson. Ágæti beggja þessara tegunda, og þó sérstaklega uppflettiorðabóka, fer annars mjög eftir aðgengi að upplýsingunum, eftir því hvernig aðgangsskipaninni er háttað, þar sem deilitákn (svo sem stjömur, tiglar eða önnur merki) gegna hlutverki skipanarvísa, leturgerðir marka skil milli efnisþátta o.s.frv. 2.3.2 Skilningsorðabœkur og málbeitingar- orðabœkur Annað greinimark orðabókartegunda, sem varðar notkun, er það sem skilur á milli skilningsorðabóka og málbeitingarorða- bóka. Fyrmefnda tegundin er einkum ætluð til að greiða fyrir notendum sem brestur skiining á orðum og orðasamböndum, til dæmis við lestur á samfelldum texta. Mál- beitingarorðabækur eiga hins vegar að hjálpa notendum við að beita málinu, hvort sem það er móðurmálið eða framandi mál. Þessi greinarmunur er sérlega mikilvægur að því er varðar tvímála orðabækur en þar getur reynst hægara sagt en gert að sameina þessar tvenns konar þarfir. Þetta skýrist vel af dæmum úr íslenskum tvímála orðabók- um. Ensk-íslensk orðabók Amar og Örlygs hefur sterk einkenni skilningsorðabókar, hún er fyrst og fremst ætluð notendum sem hafa markmálið (þ.e. íslensku) að móður- máli og þarfnast skýringa á orðum í við- fangsmálinu, ensku. Þegar svo stendur á er hnitmiðað jafnheiti ekki eini kosturinn, heldur getur verið ráð og jafnvel vænlegri kostur að lýsa merkingu orða með umritun til að tryggja skilninginn sem best. Hins vegar eiga þeir sem hafa viðfangsmálið að móðurmáli erfitt með að fóta sig ef þeir ætla að nota ensku uppflettiorðin sem lykil að því að tjá sig á íslensku. Það er ekki aðeins að málfræðilegar upplýsingar vanti með íslensku jafnheitunum, heldur skortir einnig alla aðgreiningu þegar um jafnheitarunur er að ræða, t.d. í formi ensks samheitis eða yfirheitis framan við hvert óg eitt jafnheiti, eða, fyrir þá sem hafa nokkurt inngrip í íslensku, í formi kunnuglegra og skýrandi samhengisliða með íslensku jafnheitunum. Það er hins vegar gert í verulegum mæli í annarri erlend-íslenskri orðabók, Sœnsk- íslenskri orðabók Gösta Holm og Aðal- steins Davíðssonar, þar sem hugsað er fyrir báðum þessum hlutverkum með býsna góð- um árangri. Það er einnig gert að nokkru með þarfir Islendinga í huga í íslensk-enskri orðabók Sverris Hólmarssonar, Christopher Sanders og John Tuckers. í eldri íslensk- erlendum orðabókum er slík leiðsögn víða lítil sem engin, eins og t.d. blasir við í Islensk-danskri orðabók Ole Widdings, Haralds Magnússonar og Preben-Meulen- gracht Sörensens. Þetta sjónarhorn á reyndar einnig við þegar hugsað er til einmála orðabóka en í almennum orðabókum af því tagi situr þó skilningsþátturinn jafnan í fyrirrúmi, merk- ingarlýsingin og aðgreining merkingar- afbrigða fær stærst rúm en hagnýt atriði, sem varða málbeitingu, hverfa í skuggann. Slík lýsing á betur heima í sérhæfðum orða- bókum, svo sem orðasambandaorðabókum þar sem gerð er grein fyrir stöðu orðanna í setningarlegu samhengi og hægt er að horfa að meira eða minna leyti fram hjá merkingarþættinum. Þetta er t.d. leitast við að gera í orðabókinni Orðastað þar sem athyglin beinist einkum að orðastæðum, þ.e.a.s. orðasamböndum þar sem a.m.k. annað orðið eða annar liðurinn er rökréttur aðgangsþáttur að upplýsingunum og yfir- færð merking kemur lítt eða ekki við sögu. 2.3.3 Segðarskipaðar og inntaksskipaðar orðabœkur Önnur greinimörk orðabókartegunda snerta frekar skipan efnisins og framsetningu. Veigamikil aðgreining í því samhengi er á milli segðarskipaðra orðabóka annars vegar þar sem meginskipan orðabókarinnar, þ.e. innbyrðis skipan flettiorðanna, miðast við formlegar eigindir orðanna, og inntaksskip- aðra orðabóka hins vegar þar sem flettiorðin eru valin með tilliti til inntaks þeirra eða 14

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.