Málfregnir - 01.12.1997, Blaðsíða 19
dmllusokkur
kjáni
átvagl
aurasál
beinasleggja
brussa
sá sem þykir duglaus eða
ómerkilegur
sá sem þykir einfaldur í
hugsun
sá sem þykir borða mikið
sá sem þykir vera nískur
sú sem þykir vera stórvaxin
sú sem þykir vera digur
eða haga sér frekjulega
Og það mætti hafa sama hátt á gagnvart
orðum sem vísa til hluta og fyrirbæra:
drusla bfll sem þykir vera (orðinn)
lélegur
krummaskuð staður sem þykir vera
ómerkilegur
Skýringarstrengimir gætu í heild eða að hluta
til nýst sem leitartæki ef notandinn vill safna
saman orðum sem em merkingarlega tengd,
og þá ekki aðeins samheitum heldur einnig
hliðskipuðum heitum sem eiga sér yfirheiti
að samnefnara. Þannig mætti út frá orðinu
drusla ná til orða eins og jeppi og trukkur ef
þau væm einnig skýrð með yfirheitinu bíll.
Enn mætti bæta við skylt orðafar með því að
nýta sér aðgang um samsetningaskil eins og
gert er í Orðastað þar sem m.a. em orðin
bílgarmur, bílskrjóður, bíltík og bílbeygla, og
einnig hliðskipuð heiti sem vísa til lögunar
og gerðar, pallbíll, skutbíll o.s.frv.
Algengast er að setja skilgreiningar fram
með þessu sniði, þ.e. með því að tilgreina
næsta yfirhugtak (nærhugtak) og einn eða
fleiri aðgreina, til aðgreiningar frá yfirhug-
takinu og hliðskipuðum hugtökum ef þeim
er til að dreifa. Þessi skýringarháttur liggur
hvað beinast við þegar um áþreifanlega hluti
er að ræða:
hnífur áhald til að skera með ...
skœri áhald til að klippa með ...
Skilgreiningin í Islenskri orðabók er líka
nokkum veginn svona en heiti yfirhugtaks-
ins er reyndar á reiki. Ef skilgreiningar væru
almennt á þennan veg þegar áhöld em
annars vegar væri komið enn eitt álitlegt
leitartæki við að ná saman hliðskipuðum
heitum.
Á þennan hátt má leita nýrra leiða og
sóknarfæra við gerð skilgreininga og skýr-
inga og árangurinn gæti orðið tvíþættur,
skýringamar sjálfar yrðu markvissari og
reglulegri og efnisatriðin yrðu betur sam-
tengd og aðgengilegri. I sumum orðabókum
er lögð mikil áhersla á samræmda skil-
greiningarorðanotkun, jafnvel þannig að þar
komi aðeins til greina lokað mengi orða.
Þannig á að tryggja að notendur hnjóti ekki
um óþarflega flóknar og erfiðar skilgrein-
ingar, þeir rekist ekki á hringskilgreiningar
né heldur skýringarorð sem engin lýsing er
á í orðabókinni. Þetta er einkum gert í
orðabókum sem hugsaðar em fyrir þá sem
eru að nema það tungumál sem orðabókin er
um. I þessum efnum em íslenskir orða-
bókarhöfundar mjög svo óreyndir en þegar
hugað verður að samningu orðabóka um
íslensku fyrir námsmenn og skólafólk, eða
fyrir nýbúa, rætist vonandi úr.
Við skulum líta aðeins betur á þá mögu-
leika sem felast í samræmdri framsetningu
merkingarskýringa og athuga hvort greiða
mætti fyrir aðgangi að orðtökunum sem ég
var að vandræðast með áðan. Ekki verður
betur séð en það geti víða verið raunhæft og
árangursríkt. Við getum lagt af stað með því
að hugsa okkur eitthvert orðasamband, t.d.
orðtakið stökkva upp á nef sér. I Islenskri
orðabók er það tilgreint á tveimur stöðum,
bæði undir nafnorðinu og sögninni, með
sömu skýringu: reiðast snögglega. Leiðin
að skyldu orðafari liggur sýnilega ekki um
flettiorðin sem því er skipað undir, nafn-
orðið nef og sögnina stökkva, en hún gæti
hins vegar legið um skýringarorðin, annað-
hvort sögnina að reiðast eða, og e.t.v. frekar,
um lýsingarorðið, reiður. Skýringuna mætti
setja þannig fram:
stökkva upp á
nefsér verða snögglega reiður
19